Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er mjög skemmtileg hugmynd og hún er vel sett upp, leikurinn hjá þeim Nicholas Cage og Téa Leoni er mjög góður og boðskapurinn kemst vel til skila, þessi mynd fær mann til að hugsa og heldur manni í efa um hvort sé betra frami eða fjölskylda. Ég mæli með að fara með kærustinni/kærastanum á þessa.
Þegar ég leigði þessa mynd var ég ekkert sérstaklega að búast við neinni stórmynd en annað kom á daginn. Þessi mynd er mjög hjartnæm og í sjálfu sér mjög fallegur boðskapur í henni. Nicholas Cage og Tea Leoni fara á kostum í hlutverkum sínum og þetta er bara með betri myndum sem Cage hefur leikið í. Þessi mynd segir bara eitt, maður getur verið ríkur án þess að eiga mikið af peningum. Ég mæli eindregið með þessari mynd, endilega kíkið á hana á næstu leigu, hún veldur ekki vonbrigðum.
Einstakelga vel heppnuð mynd. Hér er um frábæra hugmynd að ræða sem er komið til skila á mjög trúverðugan hátt. Myndir af þessum toga eiga það oft til að verða of væmnar og langdregnar en The Family man verður það ekki. Myndin er afskaplega vel leikin og skilur mikið eftir sig. Þetta er frábær mynd sem er bæði fyrir konur sem kalla.
Ég fór á þessa mynd með kærustunni og þess vegna þótti mér hún alveg þokkaleg. Þessi mynd er príðileg fyrir pör að leita sér að ágætri kvöldskemmtun, en hún er ekki meira en það. Myndin minnir svona dálítið á gömlu góðu myndina um Skrögg gamla sem fær drauga jólanna til sín, því hann upplifir eithvað annað heldur en raunverulegt líf. Takið þessa mynd með opnum hug og í léttu skapi og þið eigið eftir að njóta bara ágætlega.
Eftir að hafa séð sýnishornið úr þessari mynd fékk ég sterklega á tilfinninguna að hér væri um að ræða klisjukennda og væmna stórmynd með einföldum og augljósum boðskap. Sem betur fer reyndist þetta einungis að hluta til rétt. Skarpari áhorfendur munu geta giskað gróflega á hvernig myndin muni enda eftir að 5 mínútur eru liðnar, en hér snýst skemmtunin ekki um áfangastaðinn heldur frekar "ferðina" sjálfa. Söguþráðurinn er í grófum dráttum sá að moldríkur náungi sem vinnur á Wall Street fær tækifæri til þess að sjá frá eigin sjónarhorni hvernig líf hans hefði orðið ef hann hefði gifst gamalli kærustu sem hann yfirgaf fyrir mörgum árum. Fyrir utan órökrétta atburðarás sem opnar þennan möguleika fyrir söguhetjuna í byrjun er handritið betur skrifaði en ég leyfði mér að vona - samtöl eru á köflum mjög fyndinn og hlutirnir ekki teknir of alvarlega. Nicholas Cage stendur fyrir sínu þó að mér finnst hann nú alltaf leika sömu týpuna með örlitlum frávikum. Það er hins vegar Téa Leoni (kona David Duchovny sem leikur Mulder í X-Files) sem á sterkustu frammistöðuna hér, enda er hún í algeru lykilhlutverki sem myndin sjálf stendur og fellur með. Family Man er semsagt yfir heildina litið góð og vönduð skemmtun sem ætti að uppfylla væntingar flestra og kannski rúmlega það.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$60.000.000
Tekjur
$124.700.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. janúar 2001
VHS:
28. maí 2001