Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



After the Sunset
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt annað en að þessi mynd hafi komið mér á óvart og það all hressilega. Ég átti von á copy/paste af The Thomas Crown Affair en svo var nú aldeilis ekki. Ég endaði á að grenja úr hlátri við og við alla myndina og þá sérstaklega af Woody Harrelson. Brosnan og Hayek leika kærustupar sem hafa það að atvinnu að stela demöntum, þau flytja til Bahamas eða einhverrar álíka eyju og eru hætt í bransanum, Harrelson leikur svo FBI löggu sem hefur eytt mörgum árum í að ná þeim. Þetta hljómar kunnulega en svo kemur í ljós að atburðarrásin verður æ furðulegri og er hreint út sagt þrælfyndin á köflum sem gerir myndina að því sem hún er.... brilliant afþreying. Ekki er hægt að tala um þessa mynd án þess að minnast á kroppasýningu Sölmu Hayek... úff.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei