Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



P2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skelfileg....a léleg
Sá þessa mynd því miður eftir að vinur minn hafði halað henni niður á netinu. Þetta var einhvern tímann í jólafríinu og þrátt fyrir að ég hafi ekki haft margt betra að gera en að glápa á mynd þá var þetta einhver mesta tímasóun lífs míns. Hreint út sagt SKELFILEG mynd!. Klisjukennd, fyrirsjáanleg og heimskuleg. Í raun allt slæmt sem þér dettur í hug um bíómynd. Þetta kemur frá manni sem hefur séð margar lélega trylli/hryllingsmyndir og kann að meta jafnvel þær sem eru skemmtilega lélegar. Þessi er það ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
After the Sunset
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sá þessa mynd á óvissusýningu. Hún fjallar um par sem eru þjófar (Pierce og Salma) og washed up löggu (Woody Harrelson) og gæti myndin varla verið fyrirsjáanlegri og innihaldslausari. Gerið sjálfum ykkur greiða og sleppið því að sjá þessa mynd því hún er algjör tímasóun. Já ágætis afþreying, en þrátt fyrir það svo mikil afþreying að persónulega hefði ég frekar viljað eyða kvöldinu í að spila rommý en að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég rakst á það á netinu fyrir einhverju síðan að David Fincher væri að vinna að nýrri mynd og varð mjög spenntur enda á hann að baki einstakar snilldir þar sem að mínu mati Fight Club er í fararbroddi (mjög klaufalega markaðsett).

Ég leit svo á treilerinn og varð ekkert ýkja ánægður með hann frekar en þegar ég sá treilerinn fyrir Fight Club. En eftir að sjá margar jákvæðar umfjallanir um hana var ég ákveðinn í að fara á hana í bíó.

Myndin byrjar í lausu lofti og það tekur tíma að komast inn í myndina en það er í raun ekki mikið sem gerist í myndinni. Með því á ég við svona grunn-atburðarrás sem helst frekar óbreytt út myndina. Ég er ekki að segja að myndin sé ekki spennandi en hún er það svo sannarlega. Flott tökuhorn ráða þar miklu og myrkt og hrátt umhverfi sem hefur verið til staðar í öllum myndum Finchers hingað til. Sagan er einföld og þarf varla

að skrifa eitthvað sérstaklega um hana en hún er ekkert flóknari en það sem treilerinn segir manni.

Lykillinn að góðum myndum og bókum er að flétta líka smáar sögur inn í grunnsöguna,þannig verður sagan litríkari og

skemmtilegri en sem dæmi má nefna Fight Club sem hefði ekki

verið næstum því jafn frábær ef hún hefði bara snúist um slagsmálin. Fincher dældi þar útúr sér gríðarlegu magni

ýmissa hugmynda og heimspeki varðandi lífið.

Þetta sýnir sig ekki í Panic room og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hana en hún er ekkert meira en frábær leikur og góð tökuhorn. Ágætis mynd en fyllti ekki upp í væntingar mínar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrstu 15-20 mínúturnar var ég alvarlega farinn að spá í því að ganga út sem mér hefur þó aldrei áður tekist í bíói og ég var feginn að mér hafði áskotnast boðsmiði á myndina en ég var þolinmóður og það var þess virði, ofbeldið í myndinni er hreint út sagt stórkostlegt og er alveg þess virði að fara á myndina í bíói aðeins í þeim tilgangi að heyra kröftug hljóðin í byssunum og sjá slímugt blóðið slettast um allt. Það er hægt að vera nokkuð viss um það að þú situr eftir agndofa. Þó myndin sé á köflum óskiljanleg og handritið frekar slappt mæli ég tvímælalaust með því að menn skelli sér á hana í bíói eða leigi hana á spólu og kíki á hana í góðu hljóðkerfi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei