Náðu í appið
27
Bönnuð innan 12 ára

Raiders of the Lost Ark 1981

(Indiana Jones 1)

Justwatch

Indiana Jones - the new hero from the creators of JAWS and STAR WARS.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 85
/100
Vann fjögur Óskarsverðlaun, fyrir listræna stjórnun, hljóð, brellur og klippingu. Tilnefnd einnig til fjögurra Óskara í viðbót, fyrir leikstjórn, tónlist, besta mynd og kvikmyndatöku.

Sagan gerist árið 1936. Háskólaprófessor í fornleifafræði sem kallast Indiana Jones, heldur upp í ferðalag inn í frumskóga Suður- Ameríku í leit að gullstyttu. Til allrar óhamingju, þá býr hann óafvitandi til stórhættulega gildru um leið, en sleppur naumlega. Seinna heyrir Jones um grip frá Biblíutímum sem kallast sáttmálsörkin, sem kann að geyma... Lesa meira

Sagan gerist árið 1936. Háskólaprófessor í fornleifafræði sem kallast Indiana Jones, heldur upp í ferðalag inn í frumskóga Suður- Ameríku í leit að gullstyttu. Til allrar óhamingju, þá býr hann óafvitandi til stórhættulega gildru um leið, en sleppur naumlega. Seinna heyrir Jones um grip frá Biblíutímum sem kallast sáttmálsörkin, sem kann að geyma leyndarmálið á bakvið tilveru mannanna. Nú setur Jones aftur upp hattinn og fer til Nepal og Egyptalands til að finna þennan grip. Í vegi hans verða ýmsir óvinir, svo sem Renee Belloq og her Nasista. ... minna

Aðalleikarar

Harrison Ford

Indiana Jones

Karen Allen

Marion Ravenwood

Paul Freeman

Dr. René Belloq

Johnny Depp

Dr. René Belloq

Ronald Lacey

Major Arnold Toht

Wolf Kahler

Colonel Dietrich

Denholm Elliott

Dr. Marcus Brody

Clara Beranger

Col. Musgrove

David Reynolds

Major Eaton

Lee Remick

Katanga

Eddie Tagoe

Messenger Pirate

Bill Reimbold

Bureaucrat

Pat Roach

Giant Sherpa / 1st Mechanic

Terry Richards

Arab Swordsman

Leikstjórn

Handrit


Fyrsta og besta Indiana Jones myndin er í raun sú tuttugasta og fjórða, ef sjónvarpsmyndirnar eru taldar með og þær hafðar í réttri atburðarás. Í þessu tilfelli er fornleifafræðingurinn Indiana Jones sendur af bandarísku leyniþjónustunni til að hafa upp á sáttmálsörkinni týndu úr Gamla testamentinu áður en þýski herinn nær henni, en nasistarnir telja sig vera komna á slóð hennar í stórtækum uppgreftri í óbyggðum Egyptalands. Enda þótt nasistarnir hafi í reynd varið miklum tíma í leit að alls kyns dultrúarfornminjum á fjórða áratugnum, hafa þeir sennilega ekki leitað sérstaklega að sáttmálsörkinni. Engu að síður er hugmyndin að leit þeirra í myndinni mjög góð, því margir þeirra voru áhugamenn um þessi yfirnáttúrulegu fyrirbæri og töldu mögulegt að nýta þau sér til framdráttar. Harrison Ford er sem fæddur í hlutverk hetjunnar og Karen Allen er fín sem hjálparhella hans. Leitin að týndu örkinni er því í heildina mjög góð ævintýramynd og vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steven Spielberg og George Lucas sameina hér krafta sína í fyrstu Indiana Jones myndinni. Og hvað gerist? Bara fín mynd.

Indiana þarf að fara til Egyptalands til að finna Sáttmálsörkinni á undan nasistum sem hafa leitað lengi að örkinni. Flott mynd, góð spenna, sumir góðir leikarar og sumir vondir leikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sú fyrsta og að mínu mati besta Indiana Jones myndin. Indiana Jones (Harrison Ford) er hér ráðin til að finna hina týndu örk, sem geymdi boðorðin 10. En á meðan eru nasistarnir að leita að henni og nota hana til ills. Þetta er svakalega góð mynd, vel skrifuð og leikstýrð. Ef þið hafið ekki séð hana þá endilega drífið ykkur upp í leigu og takið hana. Þið sjáið ekki eftir því !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Indiana Jones: Raders of the Lost Ark er frábær mynd og er hún sú næsta besta í syrpuni um forleifafræðingin Indiana Jones. Myndin fjallar um það að Jones er sendur til Egiptalands til að finna hinna tíndu örk sem geyma á leifarnar af töflunum sem boðorðin 10 standa á. Bandaríska leyniþjónustan kemst á snoðir um að Nasistar eru einnig að leita af örkinni. Þegar Indiana leggur af stað fer hann til Nepal og kynnist hann þar stúlku sem verður svo fylgdar mær hans í ferðinni. Og þegar komið er til Egiptalands hefst fjörið fyrir alvöru. Handritið af þessari mynd er mjög gott og hefur snillingnum George Luckas tekist vel upp. Spilberg heldur trausta tökum um taumana á myndini sem leikstjóri og á hann hrós skilið. Öll tækniatriði í myndini eru mjög vel gerð og ef það er einhver sem ekki hefur séð Indiana Jones myndirnar þá skal hann hlaupa út á næstu leigu og taka allar þrjár myndinar og horfa á þær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.08.2020

Sæluvíman stoppar ekki: Dúndur díselpönk á hestasterum

Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) oftast nær ekki og sannar það með helsjúkum, m...

15.02.2020

Indiana Jones 5 í gang í apríl

Harrison Ford, aðalleikari kvikmyndarinnar Call of the Wild, eða Óbyggðirnar kalla, sem frumsýnd verður hér á Íslandi um næstu helgi, 21. febrúar, segir að tökur á fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni, gætu hafist næ...

15.03.2016

Indiana Jones snýr aftur 19. júlí 2019!

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur nú tilkynnt opinberlega að ný Indiana Jones mynd, sú fimmta í röðinni, með Harrison Ford enn á ný í titilhlutverkinu, verði frumsýnd 19. júlí árið 2019. Ford verður orðinn 77 ára...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn