Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Perfect Storm 2000

Frumsýnd: 11. ágúst 2000

No one was prepared for this storm / Nature Shows No Mercy

130 MÍNEnska

Í október 1991 urðu mörg veðurfyrirbrigði að sannkölluðum drápsstormi í norður Atlantshafinu, og meðal báta sem lentu í veðrinu var Andrea Gail, bátur sverðfiskveiðimannsins Billy Tyne. Tyne ákveður á elleftu stundu að fara út á sjó þó spáin sé slæm, en með honum fara hinn ungi Bobby, sem er nýlega orðinn ástfanginn af stelpu, Murph, sem er samviskusamur... Lesa meira

Í október 1991 urðu mörg veðurfyrirbrigði að sannkölluðum drápsstormi í norður Atlantshafinu, og meðal báta sem lentu í veðrinu var Andrea Gail, bátur sverðfiskveiðimannsins Billy Tyne. Tyne ákveður á elleftu stundu að fara út á sjó þó spáin sé slæm, en með honum fara hinn ungi Bobby, sem er nýlega orðinn ástfanginn af stelpu, Murph, sem er samviskusamur faðir og nýskilinn, Sully, maður sem Murph fyrirlítur, Bugsy, sem er loksins búinn að kynnast konu sem líkar við hann, og Alfred, hæglátur Jamaíkani. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er snilld myndin fjallar um sjómenn sem fara á veiðar en ekki gengur allt vel hjá þeim. Ég hef leigt myndina tvisvar og núna á ég hana á dvd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við þokkalegri mynd þegar ég fór á Perfect Storm í bíó en ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum. Í fyrsta lagi var myndin allt of langdregin (sérstaklega fyrir hlé), í öðru lagi þá hafði maður ekki snefil af samúð með persónunum (jafnvel þó að þetta væri byggt á sannsögulegum atburðum þá held ég að það hefði verið áhugaverðara að sjá hvernig þetta var í raunveruleikanum því að greinilega var MIKIÐ skáldað inn á milli, ég held helst að það sem hafi verið satt hafi verið nöfnin á sjómönnunum og bátnum en nær sannleikanum held ég að myndin hafi ekki komist). Auk þess var myndin alveg óheyrilega væmin (og þar sem maður hafði enga samúð með persónunum þá var maður við það að ganga út, því væmnin var svo mikil - það er minni væmni í góðri ástarsögu!). Síðast en ekki síst þá var myndin móðgun við heilbrigða skynsemi, heldur leikstjórinn virkilega á áhorfendur séu svona heimskir!? Dæmi: maður var með glóðurauga á vinstra auga og gat ekki opnað það, 10 sek. síðar var enginn vandi að halda auganum opnu og glóðuraugað sást ekki, í næsta atriði var glóðuraugað á hægra auganu!!! Maður datt fyrir borð í ískaldan sjó, tveir menn stökkva út í og bjarga honum (sorrý en þeir væru löngu drukknaðir m.v. leiðina sem þeir syntu í ísköldum sjónum). Leikarinn sem framkvæmdi lífgunartilraunir mætti alveg fara á skyndihjálparnámskeið (hjartahnoð er EKKI gert svona!), og toppurinn á ísjakanum var að mastrið á skipinu brotnaði en bandaríski fáninn stóð enn uppi!!!!! Ef fólk er ekki haldið sjálfspíningarhvöt þá ráðlegg ég því eindregið að fara EKKI á myndina. Hún er MIKLU verri en The Skulls.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílíkt sorp! Það munaði engu að ég hefði farið í hléinu. Ég fór á þessa mynd með vinum mínum og við hlógum að þessu drasli. Hún var ógeðslega væmin. Það gerðist ekkert fyrir hlé. Tæknibrellurnar entust í 10 mínútur og jafnvel þótt þær væru ágætlega gerðar þá bjargar það engu. Ég hélt að ég myndi æla þegar að ég sá fólk vera grenjandi yfir þessu ömurlega endaatriði. Ég myndi ekki vorkenna þessum kanafíflum fyrir mitt litla líf. Mark Whalberg fékk 150000 fyrir túrinn og hann var að kvarta - hann var nú samt launaminnstur. Ég ætla ekki að vorkenna fíflum sem að eru bara svo ofurheimskir að fara út í þetta hörmulega veður þegar að þeir hefðu bara átt að bíða það af sér. ÞVÍLÍK HEIMSKA!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er var nú ágætis mynd þótt þeim sem gerðu hana gátu nú gert betur því marga galla er nú að finna í henni. Og fyrir mína parta þá verð ég nú að segja að bátur sem hefur að geyma mann eins og Mark Wahlberg Þá er manni sko sama hvort hann muni sökkva eða ekki og aldrei sína hinir neitt góðan leik en í heildina var þetta ágætis mynd, en ég held að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með myndina því þeir bjuggust við of miklu en persónulega bjóst ég ekki við neitt góðri mynd og því var ég ekki fyrir vonbrigðum og það var ástæðan fyrir því að ég sá hana svona seint. En annars er þetta bara ok mynd sem er allt í lagi að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bókin The Perfect Storm eftir Sebastian Junger er ein áhrifamesta bók sem undirritaður hefur lesið. Sem skáldsaga væri hún nógu kraftmikil en vegna þess að maður er meðvitaður um að sagan af Billy Tyne og áhöfninni á Andreu Gail er sönn verða áhrifin umtalsvert meiri og þyngri. Titill myndarinnar vísar til óhugnanlega kraftmikils veðurkerfis sem myndaðist undan norðausturströnd Bandaríkjanna og Kanada í október 1991. Fellibylurinn Grace kom sunnan úr Karíbahafi, djúp lægð kom austan frá Grænlandi og Íslandi, og kalt andrúmsloft blés inn norður frá Kanada. Þegar þessi þrjú kerfi sameinuðust yfir Norður-Atlantshafinu varð til það sem veðurfræðingar hafa kallað "hið fullkomna óveður." Myndin, líkt og bókin, segir frá áhöfn sverðfisksbátsins Andreu Gail sem gerði út frá bænum Gloucester í Massachusetts, en sá bær á þann vafasama heiður að hafa misst fleiri sjómenn í djúpið en nokkur annar bær sem vitað er um. Billy Tyne (George Clooney) er skipstjórinn á Andreu Gail, og eftir marga slappa túra ákveður hann að taka einn lokatúr áður en vertíðinni lýkur. Áhöfnin er treg til en lætur sannfærast. Þeirra á meðal eru Bobby Shatford (Mark Wahlberg), sem langar meira til að verða eftir hjá kærustunni (Diane Lane), Dale Murphy (John C. Reilly), sem er tregur til að yfirgefa son sinn, David Sullivan (William Fichtner), ofbeldisfullur skaphundur, Bugsy Moran (John Hawkes), og Alfred Pierre (Allen Payne), ungur og þögull blökkumaður. Eftir slappt gengi í byrjun tekur Tyne þá ákvörðun að stíma út á Flæmska hattinn, lengst úti í hafi. Á heimleiðinni, hins vegar, verður þeim ljóst að til að komast til Gloucester er nauðsynlegt að sigla beint í gegnum "skrímslið", eins og Linda Greenlaw (Mary Elizabeth Mastrantonio) varar þá við. Þá taka tæknibrellurnar við, og þær eru ólýsanlegar. Þær eru svo raunverulegar að ég mæli hreinlega með því að fólk taki með sér sjóveikipillur í bíó. Wolfgang Petersen tekur þessa sögu og sýnir henni þá virðingu sem hún á skilið; hann bætir ekki við neinum hallærislegum aukasögum sem litlu skipta. Ekki spillir fyrir að hann er trúr bókinni og sýnir áhorfendum ótrúlega björgun hóps þyrluflugmanna sem gerðu tilraun til að finna Andreu Gail. Enn og aftur er sannleikurinn ótrúlegri en lygin. Það eru fáir veikir punktar; einna stærstur er tónlist James Horners. Það er eins og hann hafi tekið það sem hann samdi fyrir síðustu bátamyndina sína (Titanic) og endurunnið að mestu. En myndin fær mikið hrós hjá mér. Clooney og Wahlberg eru stórgóðir í sínum hlutverkum og eru greinilega sáttir hvor við annan eftir reynsluna í Three Kings. Tæknibrellurnar eru stórkostlegar, ef The Perfect Storm hirðir ekki þann Óskar má ég hundur heita. Verulega góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.08.2001

Superman & Batman

Samkvæmt frétt frá Variety hefur Warner Bros. kvikmyndaverið fengið hinn frábæra handritshöfund Andrew Kevin Walker ( Seven , Sleepy Hollow ) til þess að skrifa fyrir sig handritið að kvikmynd um Batman og Superman. Ek...

23.06.2015

Titanic tónskáld látið

Kvikmyndatónskáldið James Horner, sem vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við stórmyndina Titanic eftir James Cameron, er látinn, 61 árs að aldri. Horner gerði jafnframt tónlist við stórmyndirnar Avatar, Bravehe...

05.12.2013

Frá botninum á toppinn

Þau eru mörg vötnin sem runnið hafa til sjávar síðan Mark Wahlberg var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 1988 fyrir misheppnað rán og líkamsárás á mennina sem hann ætlaði að ræna. Mark Robert Michael Wahlberg fæddist í Boston þann 5. júní árið 1971 og er yngst...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn