Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Air Force One 1997

Frumsýnd: 24. október 1997

The fate of a nation rests on the courage of one man.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, fyrir klippingu og hljóð.

Forseti Bandaríkjanna fer til Moskvu höfuðborgar Rússlands, og heldur umdeilda ræðu þar sem hann segir að Bandaríkjastjórn sýni hryðjuverkamönnum ekkert umburðarlyndi. Á leiðinni heim í flugvél forsetans, Air Force One, þá taka hryðjuverkamenn völdin í vélinni, og taka farþegana sem gísla, þar á meðal eiginkonu og dóttur forsetans. Hryðjuverkamannirnir... Lesa meira

Forseti Bandaríkjanna fer til Moskvu höfuðborgar Rússlands, og heldur umdeilda ræðu þar sem hann segir að Bandaríkjastjórn sýni hryðjuverkamönnum ekkert umburðarlyndi. Á leiðinni heim í flugvél forsetans, Air Force One, þá taka hryðjuverkamenn völdin í vélinni, og taka farþegana sem gísla, þar á meðal eiginkonu og dóttur forsetans. Hryðjuverkamannirnir áætla að taka einn gísl af lífi á hálftíma fresti þar til komið verður til móts við kröfur þeirra. Hryðjuverkamennirnir vita hinsvegar ekki að forsetinn er gömul stríðshetja, þannig að það er ekki víst að þeir séu búnir undir andspyrnu úr þeirri átt .... ... minna

Aðalleikarar


Air Force One er svona ágætis afþreying en ekkert mikið meira. Þetta er mynd sem á ekki að taka alvarlega heldur horfa á og skemmta sér yfir. Í raun er myndin um flugvélina sem að flytur forseta BNA. Air Force One sem er til í alvörunni er fullkomnasta og best varða flugvél í heimi og í þessari mynd kemur það skýrt fram. Þetta er ekta Hollywood hasar og ekkert annað. Að sjálfsögðu erum við kanar látnir vera hetjurnar og ef fólk getur ekki sætt sig við það þá getur það bara hoppað upp í rassgatið á sér. Við kanar erum ekkert örðuvísi en aðarar þjóðir nema það að við elskum okkar land sem að aðrar þjóðir gera ekki. En nóg um það. Air Force One er frekar illa skrifðu mynd með lélegum söguþræði, hún er mjög mikið klisjukend og tæknibrellurnar eru ekki upp á marga fiska. Leikararnir standa sig alveg ágætlega enda eru þeir ekki af verri endanum. Gary Oldman er alltaf góður og Glenn Close stendur sig vel og svo er það minn maður, Harrison Ford sem að leikur sjálfan forseta BNA og stendur sig alveg ágætlega þó svo að þetta sé langt frá því að vera hans besta hlutverk. Air Force One er eins og ég sagði ágætis afþreying en ekki mynd sem á að taka alvarlega eins og sumir hérna gerðu. Þetta er samt ekkert sérstök mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fínasta afþreying ef þér er sama þó að myndin sé ekki mjög raunsæ,reyndar eru flestar myndir Peters frekar óraunsæjar.

Fínn leiku hjá Harrison Ford,Gary Oldman og Glenn Close.

Þetta er í annað skiptið sem Peter Wolfgang gerir mynd sem forsetinn kemur við sögu en hin var In Line of fire sem er ágætismynd .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega góð mynd um forsetan sjálfan (Harrison Ford) sem er rænt í sinni eigin flugvél.Glenn Close Reynir að semja við hinn brjálaða hryðjuverkamann (Gary Oldman) um það að reyna sleppa forsetanum og fjölskyldunni hans. Vel leikinn, skrifuð og gerð allan tímann.Sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ágætis mynd. Fínn leikur, lélegar tæknibrellur og frekar ýktur söguþráður. Ég meina að ræna forsetaflugvél og fara að renna mili flugvéla. COME ON. Annars ágæt afþreying.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þesii mynd olli mér mjög svo miklum vonbrigðum þar sem ég hélt að þetta væri góð hasarmynd. Leikstjórananum Wolfang Peterson tekst að gera virkilega slappa mynd úr þessari annars ágætis hugmynd. Harrison Ford sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér stóð sig ekki jafn vel og oft áður. Endalaus óþarfa Kanaáróður og þvílík leiðindi koma myndinni Ekki yfir meðallagið þó hún sé spennandi á köflum. Gary oldman stendur sig vel sem aðal hryðjuverkamaðurinn. Ég hélt allan tímann með hryðjuverkamönnunum vegna Kanarnir voru afspyrnu leiðilegir.

Lélegar tæknibrellur þegar synt er á flugvélina pirruðú mig ótrúlega mikið. Útkomann er ein og hálf stjarna og þessar stjörnur fá Gary Oldman, smá spenna á köflum og Harrison Ford.

ágætu lesendur ég vara ykkur við þessari leiðinda mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn