Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Poseidon segir frá því þegar risaalda skellur á skemmtiferðaskip gamlárskvöld nokkurt og hluti áhafnarinnar kemst lífs af. Segir nú rest frá baráttu fólksins við þá dauðagildru sem skipið er orðið að. Ég hafði heyrt mjög misjafna dóma um Poseidon en sá hana samt út af Kurt Russell sem fer með eitt aðalhlutverkið en hann er leikari sem ég held mikið upp á. Mér fannst þessi mynd svona skítsæmileg en hins vegar soldið einhæf og yfirborðskennd. Hún býður upp á fátt annað en að lýsa ástandinu eftir slysið og svo virðist sem að handritshöfundurinn hafi verið að flýta sér með síðustu blaðsíðurnar því myndina skortir allt vit undir lokin. Richard Dreyfuss sem var góður leikari hér áður fyrr og lék í nokkrum góðum myndum er útbrunninn í dag en Kevin Dillon og Josh Lucas sleppa fyrir horn. Annars er leikurinn í myndinni voðalega slappur og það er aðallega Kurt Russell sem er að gera eitthvað af viti. Hann er eiginlega það besta við þessa mynd og þar sem ég er aðdáandi hans finnst mér það vera gott mál og smelli því tveimur stjörnum á þessa stórslysamynd sem reyndar minnir óneitanlega mikið á Titanic.
Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd,en hún kom mér skemmtilega á óvart,Hún er nefnilega ekki of löng eins oft á til með myndir af þessu tagi.Kurt Russell er farin að síga á efri árin en hinir leikarnir standa sig mjög vel.Er smá fyrirsjánleg en eru ekki allir stórslysamyndir það!
Hvað er að gerast með Wolfgang Petersen? Eftir að hann gerði Outbreak, þá er bara eins og hann hafi misst sjarmann til að gera almennilegar myndir. Og einblínir hann mest á tæknibrellur og mikinn hraða í sínum myndum. En þetta er farið að fara í pirrurnar á mér. Formúlan fyrir myndinni er svo gömul og klisjukennd. Hin týpíska hetjumynd, og augljóst hver hetjan er. Það er sorglegt hvað hann reynir ekkert á persónusköpunina nú til dags. Manni gæti ekki verið meira sama um hver deyr og hver ekki. Ég ætla ekki að segja meir um þessa þvælu og hætta þessu væli. Farið bara og dæmið sjálf. En hún fær stóra falleinkunn hjá mér.
Mjög fyrirsjánleg mynd að mínu mati en samt ágætis afþreying en myndin er ekta Hollywood formula. Tæknibrellurnar eru samt vel gerðar en handritið hefði mátt vera betur skrifað. Kurt Russell má fara að hvíla sig á leiklistinni
Wolfgang elskar vatn
Poseidon er eins týpísk og sumarmyndir gerast, hvað þá stórslysamyndir. Um er að ræða algjöra veislu af tæknibrellum og áhættusenum en því miður nær það ekkert lengra en það. Handritið er klisjukennt og vægast sagt óspennandi. Hér hefði getað orðið fullkomið tækifæri til að móta almennilega spennuuppbyggingu, en myndin spólar einhvern veginn svo hratt yfir atburðarásina (sem skilur persónusköpunina eftir í lágmarki) að manni líður ekki eins og maður sé að horfa á neitt nýtt eða hvað þá áhugavert. Burtséð frá upprunalegu myndinni þá höfum við séð svona lagað ótal sinnum áður. Þið gætuð rétt eins bara ímyndað ykkur allan seinni helminginn af Titanic og dregið alla spennuna frá og þá eruð þið komin með basic hugmynd á því hvernig þessi mynd er.
Leikarar eins og Josh Lucas og Kurt Russell koma vel út til skrauts, og njóta sín væntanlega báðir í hetjurullunum, en frammistöðurnar eru voða standard, og eins og áður kom fram þá hefur maður nákvæmlega enga ástæðu til að halda eitthvað upp á persónurnar, þar sem að sköpun þeirra ristir ekki mjög djúpt. Ég veit ekki hvort að þetta sé handritshöfundinum að kenna eða leikstjóranum. Wolfgang Petersen er gjarnan hrifinn af því að leika sér með tæknibrellur nú til dags (og sérstaklega í vatni - ef þið miðið við t.d. The Perfect Storm), en persónulega hef ég ekki séð mikla dýpt í kvikmyndum hans, a.m.k. eftir að hann gerði Das Boot.
Poseidon er voða straightforward mynd, og kannski það sé ætlunin. Hún fókusar vel á slysið og reynir að mjólka út góðu magni af hasar. Ég sá þó ekki mikið varið í þessi þunnildi. Kannski tilvalin afþreying fyrir sumarið, en að mínu mati alltof formúlukennd og bara hreint út sagt tilgangslaus.
4/10
PS. Hvað er málið með þennan endi?! Deus ex Machina eða hvað?!
Poseidon er eins týpísk og sumarmyndir gerast, hvað þá stórslysamyndir. Um er að ræða algjöra veislu af tæknibrellum og áhættusenum en því miður nær það ekkert lengra en það. Handritið er klisjukennt og vægast sagt óspennandi. Hér hefði getað orðið fullkomið tækifæri til að móta almennilega spennuuppbyggingu, en myndin spólar einhvern veginn svo hratt yfir atburðarásina (sem skilur persónusköpunina eftir í lágmarki) að manni líður ekki eins og maður sé að horfa á neitt nýtt eða hvað þá áhugavert. Burtséð frá upprunalegu myndinni þá höfum við séð svona lagað ótal sinnum áður. Þið gætuð rétt eins bara ímyndað ykkur allan seinni helminginn af Titanic og dregið alla spennuna frá og þá eruð þið komin með basic hugmynd á því hvernig þessi mynd er.
Leikarar eins og Josh Lucas og Kurt Russell koma vel út til skrauts, og njóta sín væntanlega báðir í hetjurullunum, en frammistöðurnar eru voða standard, og eins og áður kom fram þá hefur maður nákvæmlega enga ástæðu til að halda eitthvað upp á persónurnar, þar sem að sköpun þeirra ristir ekki mjög djúpt. Ég veit ekki hvort að þetta sé handritshöfundinum að kenna eða leikstjóranum. Wolfgang Petersen er gjarnan hrifinn af því að leika sér með tæknibrellur nú til dags (og sérstaklega í vatni - ef þið miðið við t.d. The Perfect Storm), en persónulega hef ég ekki séð mikla dýpt í kvikmyndum hans, a.m.k. eftir að hann gerði Das Boot.
Poseidon er voða straightforward mynd, og kannski það sé ætlunin. Hún fókusar vel á slysið og reynir að mjólka út góðu magni af hasar. Ég sá þó ekki mikið varið í þessi þunnildi. Kannski tilvalin afþreying fyrir sumarið, en að mínu mati alltof formúlukennd og bara hreint út sagt tilgangslaus.
4/10
PS. Hvað er málið með þennan endi?! Deus ex Machina eða hvað?!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.warnerbros.com/movies/poseidon/
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
2. júní 2006