Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er mjög flott og góðar tæknibrellur og sömuliðis um leikarana. Brad Pitt(Fight club) Eric Bana(Black Hawk Down) og Orlandoo Bloom(LOTR 1,2og3). Ég mæli mjög mikið með henni, takið þá þessa ef þið eruð að fara á vídeóliguna.
Troy er rosalega góð mynd þetta er spennumynd sem slær rosalega í gegn, þið sem ekki hafa lesið bókina Stríðið um Trójuborg þá mæli ég með því myndin er ekkert af sögunni, en hvað með það mér finnst troy eitt snildar verkið enn stríðið er rosalegt þegar þeir ráðast á Grikki um miðja nótt, hesturin var mjög flottur Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric bana eru frábærir þetta er önnur stórmynd Orlando Bloom reyndar finnst mér hann ekki mjög góður í þetta hlutverk. þetta er dáldið skrítin mynd vegna þess að aðal persónunar í myndinni eru í sitt hvoru liði svo maður veit ekki hvo maður á að halda með Grikkjum eða Trójumönnum. Annas mjö góð mynd.
Ok eftir velgengni Passion of the Christ, þá komst á einhverskonar brjálæði í því að gera myndir eftir gömlum ritum. Og sú fyrsta í þessum flokki er einmitt sú sem ég er að fjalla um hérna, Troy. Ég var engann veginn sáttur með þessa mynd. Leikararnir allir eru hræðilega leiðinlegir í þessari mynd. Sá eini sem kemur með eitthvað í sína persónu er Eric Bana. Ótrúlegt hvernig hægt er að gera svona dýra og leiðinlega mynd í leiðinni. Er alveg viss um að það er hægt að segja frá Hómerskviðunum betur en það er gert hérna. Mæli engann veginn með þessari. P.S. Við skulum vona að Alexander verði betri en þessi.
Ekki beint besta mynd sem maður hefur séð, og hvað þá fyrir peningin sem fór í hana. Þó Hollywood sé frægt fyrir að spreða peningnum í rusl þá hefði nú alveg mátt reyna að nýta hann aðeins betur hér. Myndin er óneytanlega glæsileg, útlitslega séð og er sviðsmyndin frábær. Brad Pitt er fínn í sínu hlutverki en ekki finnst mér mikið varið í þá persónu. Orlando Bloom finnst mér standa uppúr, þó persóna hans sé ekki skárri og fer mikið í taugarnar á mér. En einhvernveigin er hann einmitt maðurinn í þetta. Wolfgang Petersen er ekki að koma neinu mestaraverki hér á framfæri þó hann sé ekki að valda mér neinum vonbrygðum, þannig séð. Myndatökurnar eru oft frekar flottar og tónlistin er einnig mjög góð. Ég er ekki sáttur með endirinn, en eins og oft áður vill hann klikka í svona stórmyndum. Mér fannst eins og þeir væru að falla á tíma við gerð þessara myndar og drifið hann bara af. Flott mynd og góð skemmtun, alls ekkert meistaraverk.
Troy er að mínu mati mjög góð mynd, ég ætlaði altaf að fara á hana í bíó enn gleymdi því altaf. Aðalhlutverkin eru : Brad Pitt(Fight Club), Orlando Bloom(Lord of the Rings 1,2 og 3) og Eric Bana(Hulk). Brad Pitt leikur persónua Achilles, Orlando Bloom leikur persónuna París og Eric Bana leikur persónuna Hector. Þessi mynd er ekkert langdregin þótt hún sé í rúmlega 160 mínútur. Ég ætla núna að segja frá söguþræði þannig að allir sem hafa ekki séð þessa og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA. Í myndini segir frá Tróju stríðinu, myndin er samt ekki alveg eins Trójustríðið eins að var í alvöru. Í byrjun myndarinnar fer París með Helenu í skipi til Tróju með bróðir sínum Hektor. Konungur Spörtu Agamemnon sér að hún er horfinn og fiskiveiðinmenn sögðust hafa séð hana fara um borð með skipi til Tróju, Agamemmnon verður brjálaður og verður siglir með 1000 skip til Tróju sem bera 50000 hermenn samtals. Achilles sem er á fyrsta skipinu með 50 hermönnum réðst einn á ströndina með þessa 50 hermenn og hann og þessir 50 hermenn ná helmingnum af ströndini áður enn að hin skipin koma. Eftir að allur herinn var búinn að ná ströndini þá setja þeir upp tjöld þar. Daginn eftir fara spörtu menn með allan her sinn að sléttunni fyrir framan Tróju og allur Trójuher fyrir framan Tróju. Trójumenn og Spörtumenn gerðu samning, París og einn af sterkustu mönnum Spörtuhers fara í einvígi og ef að París vinnur einvígið þá fara Spörtumenn og ef að einn að sterkustu mönnum Spörtuhers vinnur þá verður stríð. Eftir tveggja mínútna einvígi þá hættir París og fer til bróður síns Hektor og Hektor drepur hinn sem var í einvíginu. Þá verður Agamemnon reiður og lætur allan Spörtuher gera áras á her Tróju. Svo þegar 10.000 hermenn Spörtu er dánir þá flýja þeir aftur að ströndini, það var ekki sniðugt gera árás fyrir neðan veggin sem þeir gátu ekki brotið niður. Þegar Spörtumenn eru við ströndina 10.000 hermönnum færri þá ákveður Achilles að fara aftur til Spörtu. Svo um nóttina gera Trójumenn árás á ströndina og Achilles hætti við að fara og kom til þess að berjast. Eftir smá bardaga þá fara Achilles og Hektor í einvígi og Hektor náði að drepa Achilles á endanum. Þegar hann Hektor tók hjálminn af honum þá sá hann að þetta var ekki Achilles, þetta var frændi hans sem var líkur honum. Þegar Achilles frétti af þessu þá varð hann Brjálaður og skoraði á Hektor í einvígi fyrir framan Tróju, eftir langt einvígi þá Achilles að drepa Hektor og hann tók að ströndinni. Síðan gera Trójumenn og Spörtumenn samning, það mátti enginn gera árás á neinn í tólf daga. Á fyrsta vopnahlés deginum þá fær Odysseifur hjá Spörtumönnum hugmynd, hún var svona að færa öll skipinn inná flóa sem var rétt hjá og skilja eftir risastórann hest. Þá halda allir að þeir séu farnir og hesturinn sé tákn frá guðunum og þeir taka hestinn inní borgina og um nóttina fara allir hermenninnir úr hestinum og opna hliðið þannig að allur herinn kemst inní borgina og rústar henni. Þessi aðferð tókst og allir Spörtumenn eru inní Tróju að brenna hana og á meðan allir eru að brenna borgina þá er Achilles að reyna að finna Brísis sem var kona sem hann hitti og varð ástfanginn af. Hann Achilles finnur hana og þá sér París hann og skýtur hann í hælinn og hann Achilles deyr. Síðan fer hann með Brísis einhverja leynileið útúr borgini og þau sleppa. Núna er ég búinn að skrifa söguþráðinn úr Troy og ég gef myndinni fjórar stjörnur fyrir að vera aldrei langdreginn þótt hún sé löng.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$1.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. maí 2004
VHS:
21. október 2004
- Boy: The Thessalonian you are fighting, he's the biggest man I have ever seen! I wouldn't want to fight him.
Achilles: That is why no one will remember your name.