Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Apocalypse Now Redux 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. maí 2002

The Horror. . . The Horror. . .

202 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 94
/100

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði... Lesa meira

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði gegn Víet Cong og her Norður Víetnama. Bandaríski herinn heldur að Kurtz sé gjörsamlega búinn að missa vitið og Willard á að taka hann af lífi. Willard fer niður Nung ánni á bandarískum eftirlitsbát, og kemst á leiðinni að því að Kurtz er einn heiðraðasti foringinn í bandaríska hernum. Flokkur Willards hittir herforingjann og brimbrettagaurinn, undirofursta Kilgore, sem er yfirmaður þyrlusveitar bandaríska hersins í Víetnam, sem byrjar á því að útrýma bækistöð Víet Cong liða til að ryðja veginn svo Willard geti hafið för sína niður eftir Nung ánni. Á ferðinni eftir ánni lenda þeir svo í ýmsum atvikum og sumir áhafnarmeðlimir missa lífið. Willard, Lance og Chef ná svo loks á áfangastað, bækistöð sjálfs Walters Kurtz...... minna

Aðalleikarar

Martin Sheen

Captain Benjamin Willard

Albert Hall

Chief Phillips

Sam Bottoms

Lance B. Johnson

Marlon Brando

Colonel Walter Kurtz

Robert Duvall

Lieutenant Colonel Bill Kilgore

Sandra Ellis Lafferty

Photojournalist

Dennis Hopper

Photojournalist

Harrison Ford

Colonel Lucas

Jerry Ziesmer

Jerry, Civilian

Scott Glenn

Lieutenant Richard M. Colby

Kerry Rossall

Mike from San Diego

Tom Mason

Supply Sergeant

Colleen Camp

Miss May

Aurore Clément

Roxanne Sarrault

Jack Thibeau

Soldier in Trench

Damien Leake

Machine Gunner

Charles Robinson

Soldier with Colby (uncredited)

R. Lee Ermey

Eagle Thrust Seven Helicopter Pilot (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er snilld. Redux eða ekki, bara snilld. Skólabókardæmi um hvernig á að gera myndir sem eiga að hafa í stríðum eða heimstyrjöldum. Martin Sheen er snillingur í þessari mynd. Eitt orð SNILLD! Brando frábær. Dennis Hopper ógeðslega góður. Gaman að sjá Laurence Fishburne svona ungan. Robert Duvall töff. SNILLD!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hérna er kominn ný og endurbætt útgáfa af stórmyndinni Apocalypsile Now. Til að gera langa sögu stutta tekst þetta vel upp. Maður fær betri inn sýn inní myndina og atriðið með playboy-kanínunum er skemmtilegt. Þá er Marlon Brando parturinn lengri sem er til góða. Þetta er stórmynd sem var og er ein besta stríðsmynd allrra tíma. ég mæli endregið með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman af löngum og góðum myndum.

PS. takið góðan tíma í að horfa á myndina, hún er yfir 3 tímar. Helst sunnudag í þynnku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er betri klippt útgáfa af Apocolypse Now,það er bætt upp á tæknibrellurnar og hljóðið. Hermaðurinn Willard (Martin Sheen) á að finna hershöfðingja (Marlon Brando) sem er talinn hafa misst vitið í Víetnam og hann á að drepa hann. Myndin byrjar á því að napalm sprengja sprengir heilan skóg í loft upp þannig að hægt er að gefa í skyn að myndin sé þunglyndisleg. Skotbardagarnir eru rosalegir og þá er bætt inn í tónlist með Wagner (sem kemur óeðlilega vel út) en Coppola leikstýrði vel þannig að það er óhætt að mæla með þessari mynd fyrir alla kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er komin lengri og tæknilega endurbætt útgáfa af meistaraverki Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Myndin er 49 mínútum lengri en upprunalega útgáfan og þeim mun magnaðri.

Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að hér sé á ferðinni ein allra besta kvikmynd sögunnar. Coppola tekst á undraverðan hátt að skapa andrúmsloft sem á sér vart hliðstæðu. Það er þéttur stígandi í myndinni og geðveikin magnast eftir því sem á líður.

Myndin ber sterk höfundareinkenni Coppola en það eru langar og oft hægar senur. Myndin er einstaklega vel leikin enda ótrúlegur hópur leikara sem kemur við sögu. Martin Sheen, Dennis Hopper, Harrison Ford, Robert Duvall og Laurence Fishburne standa sig allir mjög vel. Sérstaka athygli vekur samt frammistaða Marlon Brando. Hann vinnur enn einn leiksigurinn í frekar litlu en krejandi hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn