Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Apocalypse Now 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Horror. . . The Horror. . .

153 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 94
/100

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði... Lesa meira

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði gegn Víet Cong og her Norður Víetnama. Bandaríski herinn heldur að Kurtz sé gjörsamlega búinn að missa vitið og Willard á að taka hann af lífi. Willard fer niður Nung ánni á bandarískum eftirlitsbát, og kemst á leiðinni að því að Kurtz er einn heiðraðasti foringinn í bandaríska hernum. Flokkur Willards hittir herforingjann og brimbrettagaurinn, undirofursta Kilgore, sem er yfirmaður þyrlusveitar bandaríska hersins í Víetnam, sem byrjar á því að útrýma bækistöð Víet Cong liða til að ryðja veginn svo Willard geti hafið för sína niður eftir Nung ánni. Á ferðinni eftir ánni lenda þeir svo í ýmsum atvikum og sumir áhafnarmeðlimir missa lífið. Willard, Lance og Chef ná svo loks á áfangastað, bækistöð sjálfs Walters Kurtz...... minna

Aðalleikarar


Ég elska byrjunaratriði myndarinnar!! The End- The Doors...ég fékk alveg þvílíka gæsahúð=) Þessi mynd er samt ekki beinlínis fyrir viðkvæma,en langbesta 'stríðsmynd' sem ég hef séð,þó maður myndi kannski ekki endilega flokka hana sem slíka. Coppola er greinilega ekki aðdáandi stríða,heldur gerir frekar lítið úr þeim í myndinni,þ.e.a.s hermennirnir yfirleitt á sýru og komast svo að því að stríðið var gjörsamlega tilgangslaust. Ótrúlega flott mynd í alla staði,vel skotin,klippt ,allt til fyrirmyndar... Hrikalega vel leikin,Dennis Hopper alveg í essinu sínu!;-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með myndina, ég bjóst við meistara stykki . Myndin er er vel leikinn og vel gerð en alltof

langdreginn en það er fínt að sjá hana einu sinni á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af betri stríðsmyndum sem ég hef séð. Hún gat verið soldið langdreigin en það er eini smá ókosturinn sem ég fann við hana. Rosalega vel gerð og miðað við aldurinn sérstaklega! Coppola klikkar auðvitað ekki, klippurnar og myndatökurnar eru frábærar. Hef lítið að segja annað, en hún á skilið 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef að kvikmyndaáhugamenn hafa ekki séð þessa mynd teljast þeir ekki kvikmyndaáhugamenn. Það er svona svipað einsog að fara á gæsaveiðar en án skotvopna. Þessi mynd er hrein snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein sú besta mynd sem ég hef séð í langann tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn