Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Full Metal Jacket 1987

In Vietnam The Wind Doesn't Blow It Sucks

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Tvískipt mynd sem segir frá ungum mönnum allt frá því þeir byrja í herþjálfun og þar til þeir eru komnir út á vígvöllinn í Víetnamstríðinu. Í fyrri hlutanum er fjallað um Joker, Pyle og aðra þegar þeir fara í gegnum hina hrikalegu USMC herþjálfun undir stjórn hins litríka en orðljóta Hartman liðþjálfa. Síðari helmingurinn hefst í Víetnam, nálægt... Lesa meira

Tvískipt mynd sem segir frá ungum mönnum allt frá því þeir byrja í herþjálfun og þar til þeir eru komnir út á vígvöllinn í Víetnamstríðinu. Í fyrri hlutanum er fjallað um Joker, Pyle og aðra þegar þeir fara í gegnum hina hrikalegu USMC herþjálfun undir stjórn hins litríka en orðljóta Hartman liðþjálfa. Síðari helmingurinn hefst í Víetnam, nálægt Hue, um það leiti þegar Tet sóknin var gerð á bandaríska herinn, en það var ein stærsta hernaðaraðgerð í Víetnamstríðinu. Joker, ásamt Animal Mother, Rafterman og fleirum, þurfa að ganga í gegnum ógnir eins og fyrirsát, sprengjugildrur og leyniskyttur Viet Cong, þegar þeir fara í gegnum borgina.... minna

Aðalleikarar


Full Metal Jacket (spoiler inn á milli!!!)

Árið 1987 kom út mynd sem bar nafnið Full Metal Jacket. Full Metal Jacket var enn önnur ádeilumynd frá snillingnum Stanley Kubrick. Nú var ádeilan um fortíðina og núið. Full Metal Jacket var og er ádeila á Víetnamsstríðið og öll stríð ef maður lítur þannig á það. Full Metal Jacket er mjög sérstök mynd. Hún boðaði nýtt upphaf fyrir stríðsmyndir. Upphaf ádeilunnar.

Full Metal Jacket gerir áhorfendur hennar enn hneykslaða þann dag í dag. Þegar Full Metal Jacket kom fyrst út vissi fólk ekki hvað það átti að halda um hana (eins og er raunin er með margar Stanley Kubrick myndir). Myndin varð strax mjög umdeild og er það enn í dag. Full Metal Jacket sýnir stríð í sinni verstu mynd. Allt volæðið sem ríkti í kringum það og örvæntingi sem fylgdi því að vera í návígishernaði. Hún sýndi líka hve grimmar þjálfunarbúðir hersins voru. Hermenn voru gersamlega brotnir niður með sífelldum móðgunum og mjög erfiðum æfingum sem tóku á andlega og líkamlega.

Það sem sker Full Metal Jacket frá mörgum öðrum myndum er það að myndin er tvískipt. Annarsvegar er sagt frá æfingarbúðunum og hvernig hermennirnir takast á við þær og hins vegar er sagt frá sjálfu stríðinu. Þegar hermennirnir eru komnir í fremstu víglínu.

Full Metal Jacket er tólfta mynd Stanley Kubrick og er hún um leið hans kuldalegasta og mannlegasta kvikmynd. Mynd Stanley Kubrick er sérstaklega mikið umdeilt fyrir það hispurslausa ofbeldi sem áhorfandi þarf að horfa á. Áhorfandi er látinn horfa á meðan venjulegum mönnum er breytt í blóðþyrstar drápsvélar. “Our rifle is the only tool;it’s the hard heart that kills”. Þessi setning sýnir bara hve vélrænt hermennirnir áttu að hugsa. Byssan, drápstólið sjálft var þeirra eini vinur. Hann var vinurinn sem bjargaði þeim frá óvinunum og upprætti alla ilsku (frá Bandarríkjamönnum séð voru Víetnamarnir holdi klædd illska).

Sumu áhorfendum og gagnrýnum finnst þessi mynd ekki hafa neina merkingu, þeim finnst hún vera merkingarlaust blóðbað. Þessi mynd hefur merkingu og merkingin er stór. Eins og í A Clockwork Orange þá sýnir Stanley Kubrcik okkur hvað ofbeldi og stríð eru hræðileg með því að gefa okkur þau beint í æð. Sum atriðinn í þessari mynd eru rosalega átakanleg og líður sumi fólki mjög illa eftir að hafa séð hana.

Full Metal Jacket er gerð eftir bók sem ber nafnið The Short Timers og er hún eftir hinn heitna Gustav Hasford. Gustav Hasford var hermaður sem barðist með bandarríska hernum í Víetnam, hann skrifaði bókin því út frá því sem hann varð vitni af. Sögupersónurnar eru reyndar skáldaðar en sum atriðinn gerðust í alvörunni. Eins og þegar Joker er að ferðast með hermanninum í þyrlunni. Þessi hermaður drepur saklausa Víetnama eins og ekkert sé sjálfsagðara. Gustav Hasford varð vitni að þessum atburðum.

Stanley Kubrick sagði að bókin hefði fundið hann. Þegar hann las hana fyrst var hann sorgmæddur og heillaður. Hann ákvað að koma þessari bók til skilar til heimsbyggðarinnar og hvaða leið er betri til þess en að búa til ádeilukvikmynd um efnið.

Full Metal Jacket er í raun samblanda af öllum hans myndum. Það er smá keimur úr öllum myndum hans í Full Metal Jacket. Það er hægt að finna tilvísanir í allar myndir hans í Full Metal Jacket, allt frá Barry Lyndon til Eyes Wide Shut. Þessar tilvísanir eru ekki alltaf sýnilegar, þær tengjast oft persónum myndarinnar og hugsunargangi hennar. Vélræna hugsunnin=A 2001 Space Odyssey (þeir sem vilja kynna sér Full Metal Jacket mjg vel geta skoðað bókina “Stanley Kubrick, director, a visual analysis” en þar er farið mjög vel í allar myndir leikstjórans).

Af hverju breytti Stanley Kubrcik titilinum frá bókinni í Full Metal Jacket? Af hverju lét hann ekki myndina heita The Short Timers?. Þessari spurningu veltu margir fyrir sér, þar á meðal ég, Stanley Kubrcik var hræddur um að fólk myndi misskilja titilinn. Fólk sem vinnur hálfan dag í verksmiðjum eru stundum kallað The Short Timers, hann ákvað því að breyta nafninu í Full Metal Jacket eitthvað nafn sem fólk tengir strax við stríð.

Þótt ótrúleg sé þá var Full Metal Jacket tekinn að mestu leyti upp rétt fyrir utan húsið hans Stanley Kubricks í Englandi. Með hjálp vinar síns sem var mikilsmetinn hönnuður þá bjó Kubrick til borgina Da Nang og eyðileggingarsvæðið Hue með því að breyta einum ferkílómeter af svæði sem gasverksmiðja átti í rústir einar (þær voru eiginlega rústir fyrir). Það átti hvort sem er að fara eyðileggja allt þetta svæði. Ólíkt mörgum stríðsmyndum sem fjalla um Víetnámsstríðið þá fer hernaðurinn í Full Metal Jacket ekki fram á skóglendi heldur fer hann mest fram á eyðilegum strætum yfirgefna borga. Út af þessum ástæðum var allt að ofangreindu mögulegt. Þjálfunarbúðirnar voru líka reistar rétt fyrir utan landareign Kubricks.Í Full Metal Jacket er öll nýjasta tæknin notuð. Sum atriðin eru ótrúlega raunveruleg og má þar nefna klósettatriðið í þjálfunarbúðunum. Myndin var líka mjög kostnaðarsöm út af mikilli sviðsmyndargerð.

Full Metal Jacket fjallar eins og var sagt hér að ofan um Víetnamsstríðið. Hún fylgir nokkrum venjulegum mönnum þar sem þeir halda af stað í þjálfunarbúðir. Aðalsögupersóna myndarinnar er Joker. Áhorfandi fylgist hægt og sígandi með þeirri breytingu sem verðu á nýliðunum fyrir og eftir þjálfunarbúðirnar.

Í þjálfurbúðunum tekur helvíti við nýliðunum í mynd eins manns, Gunnery Sergeant Hartman. Gunnery Sergeant Hartman er miskunnarlaus við nýliðanna. Hann brýtur þá niður með erfiðum þreksæfingum og sífelldri persónulegri niðurlægingu.

Flestir hermennirnir komast í gegnum þjálfunni og eru þeir síðan sendir rakleiðis til Víetnams þar sem þeir kynnast raunverulegu helvíti. Þeir eru þvingaðir til að berjast við erfiðar aðstæður á móti huguðum Víetnömum sem eru tilbúnir til að deyja fyrir föðurlandið. Hægt og sígandi byrjar geðheilsan að renna burt frá mönnunum og þeir verða það sem þeir eru búnir að vera þjálfaðir til að vera, drápsvélar.R.Lee Emery er frábær í hlutverki Gunnery Sergant Hartman og í fyrsta klukkutíma myndarinnar er hann algjörlega að brillera. Maður er hræddur við hann þegar maður horfir á myndina. Hann er svo óútreiknanlegur og harður. Ímyndiði ykkur hvernig það er að hafa svona mann sem yfirmann sinn.

Stanley Kubrick eins og oft er raunin var gagnrýndur fyrir mynd sína. Sumum fannst hún bara vera áróður á móti Bandarríkjunum. Þeir sendu ofursaklausa bandarríska pilta til að slátra saklausum Víetnömum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið blint á merkingu kvikmynda. Stanley var ekkert að láta einhverja gagnrýni á sig fá, hann hafði heyrt þetta allt áður, hann var ánægður með Full Metal Jacket og voru áhrifin sem hún hafði á fólk einmitt sú sem hann hafði verið að fiska eftir.

Myndartaka myndarinnar er með því besta sem maður hefur séð í stríðsmyndum. Myndavélin fangar allt sem er í gangi, örvætinguna og grimmdina. Talandi um örvæntingu og grimmd það er eitt atriði myndarinnar sem sker sig algjörlega úr öllum sem maður hefur séð og er þetta eitt af betri atriðum sem ég hef séð. Þetta er atriðið með leyniskyttuna. Hersveitin sem Joker er í er staðsett í yfirgefni borg sem er eiginlega bara ein stór rúst. Þegar þeir koma inn í borgina virðist allt með kyrrum kjörum en þá er byrjað að skjóta á þá, það er leyniskytta. Það endar með því að leyniskyttan fellir nokkra hermenn en þeir sem eftir eru komast inn í húsið þar sem leyniskyttan er staðsett. Þeir ná leyniskyttunni og skjóta hana án þess að drepa hana. Áhorfandinn bjóst við blóðþyrstum Víetnama í fullum herklæðnaði en leyniskyttan er bara ung stelpa (15 ára) hinir sem eru eftirlifandi í hersveitinni geta varla fengið sig til að drepa stelpuna og er þetta eitt það átakanlegasta atriði sem ég hef séð. Áhorfandinn horfir á Joker safna hægt og sígandi í sig kjarki til að binda enda á þjáningar stelpunar og síðan Bang. Úfff.

Tónlistin í myndinni er mjög góð en stenst hún ekki samanburð við myndir eins og A Clockwork Orange og 2001:A Space Odyssey.

Matthew Modine fer með hlutverk Private Jokers og er hann fyllilega vaxinn þessu hlutverki. Hann skilar mjög góðum leik, sem kvikmyndaráhugamaður getur ekki verið ósáttur við. Full Metal Jacket skaut Matthew Modine upp á stjörnuhimininn en hann hafði áður leikið í stórmyndinni Birdy (í leikstjórn Alan Parkers (Missipi Burning, The Wall).

Stanley Kubrick skýtur og skorar í þessari mynd. Enn eitt meistaraverkið í þeirri slóð meistaraverka sem hann skilur eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Margar misgóðar myndir hafa verið gerðar sem fjalla um víetnamstríðið en þetta er ein sú besta sem gerð hefur verið.

Þessi mynd er alger snilld og maður fær aldrei leið á því að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vanalega fýla ég ekki stanley kubrick myndir en þessi er algjör snilld.

Myndin er mjög vel leikinn og handrit frábært, leikstjórn góð og myndataka fín.

þetta er algjör skyldu mynd fyrir bíómynda aðdáendur, þessi mynd er skotheld og ég mæli eindregið með henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd um menn sem fara í gegnum erfiðar æfingabúðir og eru svo sendir til Vietnam. leikurinn er over the top hjá Lee Ermey sérstaklega húmorinn sem er bætt við í æfingum og aga hans gagnvart hermönnum og handritið virkar frábærlega. Fyrri helmingur myndarinnar er svo góður að maður efar gæði seinni helmingsins. Þetta er ein önnur snilldar mynd kubricks sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd Stanley Kubrick um Víetnamstríðið og æfingabúðirnar fyrir það. Í æfingabúðunum er engin miskun sýnd og þeir sem þar eru þurfa að glíma við erfiðar þrautir og er refsað herfilega ef þeim verða á mistök. En allir í æfingabúðunum ná nokkurn veginn að ráða við þær nema einn feitur maður sem er kallaður Gomer Pyle (Vincent D´Onofrio). Þá þarf aðalpersónan The Joker (Matthew Modine) að vinna með honum og reyna að hjálpa honum og kenna. Stjórinn er alltaf jafn harður en Gomer verður alltaf hinum til meiri vandræða en hápunktinum er náð þegar hinir í búðunum þurfa að taka alla ábyrgð á honum og þeim verður refsað fyrir hans mistök. Þá mun Gomer grípa til örþrifaráða áður en haldiðer út í sjálft Víetnamstríðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.11.2014

Óþekkjanlegur Gyllenhaal

Bandaríski leikarinn Jake Gyllenhaal er nánast óþekkjanlegur á nýrri ljósmynd úr væntanlegri hnefaleikamynd, Soutpaw, eftir að hafa hlaðið á sig vöðvamassa, eftir að hafa áður grennt sig um 14 kíló til að leika...

29.06.2014

Ókláruð verk Stanley Kubrick

Kvikmyndaleikstjórinn sálugi Stanley Kubrick er af mörgum talin einn besti leikstjóri sögunnar og gerði hann myndir á borð við 2001: A Space Oddyssey, A Clockwork Orange, Barry Lyndon, The Shining og Full Metal Jacket...

12.03.2014

Stórmerkilegar myndir frá dóttur Kubrick

Vivan á tökustað "A Clockwork Orange" 1970 Dóttir hins stórmerka leikstjóra, Stanley Kubrick, hún Vivian Kubrick tók sig til og setti nokkrar myndir á Twitter fyrir stuttu. Myndirnar eru merkilegar að því leytinu til að þær...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn