Náðu í appið
A Clockwork Orange
Bönnuð innan 16 ára

A Clockwork Orange 1971

Aðgengilegt á Íslandi

Get ready for the ultra-violence! / Being the adventures of a young man ... who couldn't resist pretty girls ... or a bit of the old ultra-violence ... went to jail, was re-conditioned ... and came out a different young man ... or was he ?

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 77
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn, besta handrit og bestu klippingu. Einnig tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna og sjö BAFTA verðlauna.

Alex DeLarge er alvarlega siðblindur og ofbeldishneigður einstaklingur í götugengi sem lemur og nauðgar fórnarlömbum sínum á hrottalegan hátt. Hann er síðan handtekinn og samþykkir að gerast tilraunadýr fyrir visindamenn sem að ætla sér að "lækna" þessa ofbeldishneigð hans. Ef hann fer í gegnum prógrammið þá mun dómur hans verða mildaður, og hann kemst... Lesa meira

Alex DeLarge er alvarlega siðblindur og ofbeldishneigður einstaklingur í götugengi sem lemur og nauðgar fórnarlömbum sínum á hrottalegan hátt. Hann er síðan handtekinn og samþykkir að gerast tilraunadýr fyrir visindamenn sem að ætla sér að "lækna" þessa ofbeldishneigð hans. Ef hann fer í gegnum prógrammið þá mun dómur hans verða mildaður, og hann kemst út á göturnar fyrr en búist var við. Þegar hann sleppur út þá hatar hann ofbeldi, en þrekrauninni lýkur ekki þar með. Þegar hann er kominn aftur út í ástandið á götum borgarinnar, sem hann átti þátt í að skapa, er gamla gengið hans enn á ferð.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (13)

Besta mynd Kubricks

Tel að áhorfendur fái nýja sýn á Beethoven og ofbeldi eftir að hafa séð þessa mynd. Malcolm McDowell kemur sínu hlutverki mjög vel frá sér sem ungur eirðarlaus maður með áhuga ofbeldi og Beethoven.

Loka einkunn: 10/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ofmetinn mynd
 Mitt álit ein ofmetnasta mynd sögunnar þvílík della manni líður eins og leikstjórinn hafi verið á sýru meðan tökum stóð þvílík steik sem þessi mynd er og plús er hún alltof langdreginn en hún er frumleg má eiga það en ég sá þessa mynd einusinni og mun líklega aldrei horfa á hana aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fyrir Þá Þolinmóðu

Já það tekur þolinmæði við fyrsta áhorfið því uppbyggingin er ekki þannig gerð að maður skilji hvað sé í gangi fullvel án þess að sjá hana aftur og aftur. Kubrick kann að vekja ýmisslegar tilfinningar við áhorf myndarinnar með hinum hiklausu leikurum, frábærri myndatöku og magnaðari tónlist sem kemur manni í fáránlega skrítið skap. Ólýkt 2001 þá er Clockwork ekki í fjörum hlutum heldur hinum venjulega(ef hægt er að not það í þessu samhengi) þryggja hluta sögurþráð. Myndin leynir mikið á sér ef maður kemst hjá atriðum sem ekki er hægt að skilja í fyrstu, mörg atriðin eru sérstaklega frábrugðin því sem þú mundir búast við í venjulegri mynd og vekja ugg og ógleði gagnvarts ýmsum persónum myndarinnar.

Hugmyndin á bakvið myndina vekur sjálf sérstakar og áhugaverðar spurningar í sambandi: ef að þú gætir hætt einvherju sem þú vildir, mundir þú hætta og verða fyrir aukaáhrifum sem gætu hindrað þig í megin atriðum hvers dags. Þessi spurning er myndin sjálf en virkar aðeins sem úndirtónn mögnuðu atriða sem eru góð til að tyggja á. Þegar fyrst er horft á hana munt þú sjálf/ur ekki skilja hvað sé að gerast en að það sé ákveðin hugsunm á bakvið hana og virðist ætla koma því til þín ú Súríalismi og óhugnandi atriði.

Myndin hefur mikla menningaundirtóna og hvað verður af þjóðfélaginu sem við lifum í ef tekið er jafn hart á því og megin persónu myndarinnar. ekki aðeins eru bakspurningar í menningartón, heldur fær tónlistin hans Beethovens að segja sitt mál sem lýking um hvað hefur áhrif á okkur og hvað gerum við ef það besta í lífinu sé tekið frá okkur. Mjög mikil næring fyrir hinn hugsandi mann hér á ferð og verða allir kvikmyndaáhugamenn að sjá þessa þóg þeir munu ekki dá hana jafn mikið og ég.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg pottþétt með bestu myndum sem Stanley Kubrick sendi frá sér með Full Metal Jacket og Shining. Hún er bara pure snilld frá byrjun til enda. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

1968 kom út myndin 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og vakti sú mynd töluverða athygli því önnur eins mynd hafði ekki sést. Mörgum þótti myndin vera fáránleg en núna er myndin talin vera með bestu kvikmyndum allra tíma sem er bara sanngjarnt. Það er því ótrúlegt að aðeins þrem árum eftir 2001: A Space Odyssey að þá kom út önnur mynd eftir Kubrick sem er jafnvel talin vera betri.


Being the adventures of a young man whose principal interests are rape, ultra-violence and Beethoven.


Árið 1971 kom út mynd eftir Stanley Kubrick sem nefndist A Clockwork Orange sem var gerð eftir samnefndri skáldsögu manns að nafni Anthony Burgess. Sjálfur þoldi Burgess ekki bókina og vildi að hann hefði aldrei skrifað hana, enda umdeild fyrir mikið ofbeldi og kynlíf. Miðað við fyrri yfirlýsingar um bókina þá kom það ekkert á óvart að honum leist ekkert á myndina, beinlínis hataði hana. Rétt eins og með bókina þá varð myndin vægast sagt umdeild. Í Bretlandi komu upp atvik eftir frumsýningu myndarinnar sem voru rakin beint til hennar s.s. nauðganir og þess háttar. Það var því fljótlega hætt að sýna hana í Bretlandi en hún var aftur tekin til sýninga eftir að Kubrick lést.


Byrjum á byrjuninni. Hvað þýðir “ A Clockwork Orange?” Sumir eru bara ekki að skilja hvað er svona rosalega merkilegt við mynd sem heitir “klukkugengin appelsína” Það er vissulega bein þýðing en merkingin er rakin til þess að Anthony Burgess, ef einhver gleymdi þá samdi hann bókina, bjó um tíma í Malasíu og þar í landi merkir orðið “orang” (dregið af orangutan) maður. Það er erfitt að færa þennan titil yfir á íslensku en það er hægt að segja að þetta merki eins konar “vélmaður”. Það má gjarnan koma með einhverja flotta þýðingu á þessu.


Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður horfir á myndina er hvernig talsmátinn er hafður. Það er ekki skrýtið þótt að maður hafi ekki skilið öll orðin en orð eins og “gulliver”, “droogie”, “rassoodocks”, “synthemesc” koma fram ásamt mörgum fleiri. Maður getur dregið ályktanir þegar maður horfir á myndina t.d. með orð eins og “gulliver” en það merkir höfuð og “droogie” en það merkir félagi eða vinur. Önnur orð er mjög erfitt að vita hvað merkja. Þessi orð koma frá Anthony Burgess. Hann samdi tungumál sem var blanda af ensku og rússnesku, kallaði það Nadsat. Í myndinni eru það bara Alex og félagar sem tala málið enda er tungumálið talað af yngri kynslóðinni. Aðrir í myndinni tala sín eigin mál eftir stöðum í samfélaginu.


Hvað fjallar A Clockwork Orange um? Í stuttu máli fjallar hún um ungan mann að nafni Alex de Large sem leikinn er af Malcolm McDowell. Myndin á að gerast í náinni framtíð en það er ekki tekið fram hvaða ár þetta gerist. Hann og félagar hans, “his droogs”, nauðga, berja og lenda í alls kyns vandræðum kvöld eftir kvöld eða eins og þetta er orðað svo snilldarlega, ultra violence. Kvöld eitt fer mikið úrskeiðis og Alex er handsamaður af lögreglunni og dæmdur til 14 ára fangelsisvistar. Í fangelsinu fréttir Alex um svokallaða “Ludovico”aðferð sem er í raun heilaþvottur sem á að gera hann óvirkan gagnvart ofbeldi eða óhreinum aðgerðum eða hugsunum.


Til að byrja með er myndin alveg frábærlega leikin. Malcolm McDowell er svo fullkominn í þetta hlutverk. Hann vinnur leiksigur og það er synd að hann hafi ekki fengið Óskarinn fyrir þetta hlutverk. Túlkunin er svo mögnuð hjá honum. Það er leiðinlegt hvað hann hefur sést lítið eftir A Clockwork Orange því hann er það magnaður. Aðrir í myndinni standa sig auðvitað frábærlega og þá ber helst að nefna Georgie sem er einn af the droogies. Hann hefur sömuleiðis ekkert sést enda ekki verið að leika mikið síðan.


Alex hefur valið sér leið ofbeldis og nauðgana eins og kom fram áðan og hann er stoltur af því. Takið eftir því þegar fangelsisvörðurinn spyr hann um glæpinn þá er Alex einkar stoltur þegar mann segir “Murder, sir”. Hann velur það því það er í rauninni einungis illgirni. Einnig kemur það fram í myndinni að það virðist ekki vera mikil stjórn á svæðinu þar sem Alex á heima því t.d. róninn sem hann og félagar hans berja segir að það sé “no law and order anymore”. Svo þegar hann gengur heim þá er allt í rústi á leiðinni til hans og í blokkinni þar sem hann á heima. Við fáum að sjá Alex skemmta sér eins og honum einum er lagið og þá er ég að tala um barsmíðar og nauðganir. Myndin hlaut titilinn X hjá kvikmyndaskoðun í upphafi.

Tilvitnun:


The question is, whether or not this technique really makes a man good. Goodness comes from within, goodness is chosen. When a man cannot choose, he ceases to be a man.
Hér er fangelsispresturinn að tala við Alex um Ludovico-aðferðina.


Okkur er sýnd myrk hlið á mannlegu eðli sem er og verður nema til komi eitthvað mikið komi til þess að breyta því. Til þess að losna við þetta mannlega eðli þarf eitthvað það mikið að það gerir okkur ómannleg. Ludovico-aðferðin eyðir þessu frelsi Alexs til að velja ofbeldi. Ef maður hefur ekki frelsið til þess að velja, þá verðum við í raun ómannleg. Þetta sést alveg einstaklega vel í atriðinu þegar Georgie og Dim fara með Alex til að berja hann þegar Alex er búinn að fara að heiman. Þegar þeir eru að berja hann heyrast vægast sagt einkennileg hljóð sem mjög erfitt er að útskýra. Eins konar bergmál. Eins og það sé búið að berja í einhvern málmhlut. Þar er gefið í skyn að Alex sé í raun orðinn ómannlegur. Hann er í eðli sínu ofbeldishneigður og þegar það er búið að svipta hann því þá er hann orðinn “A Clockwork Orange”. Hann hefur ekkert val og ríkisstjórnin er tilbúin til þess að fórna frelsi fyrir verndun samfélagsins.


Það er ekki hægt að skrifa um A Clockwork Orange án þess að minnast á tónlistina í myndinni. Stanley Kubrick var meistari í því að nota tónlist og það bregst svo sannarlega ekki hér. Aðalstefið er eitt það almagnaðasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt og ég fæ ekki leið á því að hlusta það, og trúið mér það er búið að fá að hljóma oft. Tónlistin í ofbeldisatriðunum gerir þau enn áhugaverðari þá sérstaklega í einu atriðinu sem Alex er sýnt þegar hann er í heilaþvættinum. Þetta er einhvers konar tölvuleikjatónlist, erfitt að útskýra hana. Alex notar líka tónlist til þess að fá meira út úr sínum athöfnum t.d. syngur hann “Singing in the Rain” þegar hann er að berja mann að nafni Frank Alexander. Hann notar tónlist sem hvatningu við ofbeldi eða við kynlífi.


Talandi um kynlíf. Það eru ótal myndir og tákn og athafnir sem tengjast kynlífi í þessari mynd og langflestar virðast sýna drottnun á einni manneskju yfir annarri. Fyrir utan nauðganirnar, þá má nefna það þegar Deltiod (skilorðsfulltrúinn hans Alex) grípur í punginn á Alex, þegar Alex grípur í punginn á lögregluþjóninum og svona mætti áfram telja. Veggir eru skreyttir með kynferðislegum myndum sem sýna konur í ögrandi stöðum en þegar Alex er að gæla við sig hugsar hann ekki um þær. Hann hugsar um sprengingar, hengingar og meira ofbeldi sem er sterkasti hluti af persónuleika hans.


Þegar allt kemur til alls er A Clockwork Orange án efa einhver albesta kvikmynd sem gerð hefur verið, finnst mér. Ég er reyndar ekkert búinn að tala um sviðsmyndina eða litina, myndatökuna, leikstjórn eða fleiri hluti sem maður talar venjulega um en það er allt fullkomið enda var Kubrick margumtalaður fullkomnunarsinni. Það er hægt að fara að skrifa um hvert einasta atriði því öll atriðin í myndinni hafa einverja þýðingu en það tæki of langan tíma. Eftir að ég horfði á myndina fyrst hætti ég varla að hugsa um haha í viku, svo áhrifamikil var hún. Þessi mynd er ekki bara talin vera ein besta mynd Stanley Kubrick heldur ein besta mynd allra tíma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn