Barry Lyndon
1975
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 28. ágúst 1999
At long last Redmond Barry became a gentleman -- and that was his tragedy.
184 MÍNEnska
87% Critics 89
/100 Sagan gerist á 18. öldinni í litlu þorpi í Írlandi, en þar býr Redmond Barry, ungur sveitastrákur sem er ástfanginn af frænku sinni Nora Brady. Þegar Nora trúlofast breska liðsforingjanum John Quin, þá skorar Barry hann á hólm í byssueinvígi. Hann vinnur einvígið og flýr til Dublin en er rændur á leiðinni. Nú hefur Barry enga aðra úrkosti en að ganga... Lesa meira
Sagan gerist á 18. öldinni í litlu þorpi í Írlandi, en þar býr Redmond Barry, ungur sveitastrákur sem er ástfanginn af frænku sinni Nora Brady. Þegar Nora trúlofast breska liðsforingjanum John Quin, þá skorar Barry hann á hólm í byssueinvígi. Hann vinnur einvígið og flýr til Dublin en er rændur á leiðinni. Nú hefur Barry enga aðra úrkosti en að ganga í breska herinn til að berjast í sjö ára stríðinu. Hann gerist liðhlaupi og gengur í prússneska herinn þar sem hann bjargar lífi yfirmanns síns og verður skjólstæðingur hans og fer að njósna um írska fjárhættuspilarann Chevalier de Balibari. Hann hjálpar Chevalier og verður aðstoðarmaður hans þar til hann ákveður að giftast hinni auðugu lafði Lyndon. Þau flytja til Englands og Barry, sem þráir aðalstign, sólundar auðævum hennar og eignast hættulegan og hefnigjarnan óvin. ... minna