Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Barry Lyndon 1975

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. ágúst 1999

At long last Redmond Barry became a gentleman -- and that was his tragedy.

184 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Sagan gerist á 18. öldinni í litlu þorpi í Írlandi, en þar býr Redmond Barry, ungur sveitastrákur sem er ástfanginn af frænku sinni Nora Brady. Þegar Nora trúlofast breska liðsforingjanum John Quin, þá skorar Barry hann á hólm í byssueinvígi. Hann vinnur einvígið og flýr til Dublin en er rændur á leiðinni. Nú hefur Barry enga aðra úrkosti en að ganga... Lesa meira

Sagan gerist á 18. öldinni í litlu þorpi í Írlandi, en þar býr Redmond Barry, ungur sveitastrákur sem er ástfanginn af frænku sinni Nora Brady. Þegar Nora trúlofast breska liðsforingjanum John Quin, þá skorar Barry hann á hólm í byssueinvígi. Hann vinnur einvígið og flýr til Dublin en er rændur á leiðinni. Nú hefur Barry enga aðra úrkosti en að ganga í breska herinn til að berjast í sjö ára stríðinu. Hann gerist liðhlaupi og gengur í prússneska herinn þar sem hann bjargar lífi yfirmanns síns og verður skjólstæðingur hans og fer að njósna um írska fjárhættuspilarann Chevalier de Balibari. Hann hjálpar Chevalier og verður aðstoðarmaður hans þar til hann ákveður að giftast hinni auðugu lafði Lyndon. Þau flytja til Englands og Barry, sem þráir aðalstign, sólundar auðævum hennar og eignast hættulegan og hefnigjarnan óvin. ... minna

Aðalleikarar


Stórkostleg mynd um hinn lánlausa Raymond Barry, íra á ofanverðri 18. öld sem reynir að komast til metorða, oftar en ekki með því að skora menn á hólm. Byggð á bók William Makepeace Thackeray og leikstýrt af snillingnum Stanley Kubrick, sem vissi jú manna best hvernig átti að gera bíó.

Myndin er hæg og myndatakan óaðfinnanleg frá upphafi til enda og fylgir Barry frá Írlandi og gengnum mestalla vestur - Evrópu.

Lítið meira hægt að segja, en sjáið endilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.06.2014

Ókláruð verk Stanley Kubrick

Kvikmyndaleikstjórinn sálugi Stanley Kubrick er af mörgum talin einn besti leikstjóri sögunnar og gerði hann myndir á borð við 2001: A Space Oddyssey, A Clockwork Orange, Barry Lyndon, The Shining og Full Metal Jacket...

07.03.2013

Stanley Kubrick (26 júlí, 1928 – 7 mars, 1999)

Í dag eru 14 ár frá andláti Stanley Kubrick og lést hann þann 7. mars árið 1999, rétt áður en síðasta myndin hans, Eyes Wide Shut var frumsýnd. Athyglin beindist fyrst að Stanley Kubrick þegar hann vann sem ljósmyndari hjá blaðinu Look og tók mynd af ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn