Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Meistaraverk.
Þessi mynd er ein allra flottasta sem ég hef nokkurn
tímann séð en það sem heillaði mig mest við hana er
kvikmyndatakan sem að mínu mati sú allra besta í
kvikmyndasögunni. Flott handrit er einnig til staðar en
fékk Kubrick, óskarinn fyrir það. 9 stjörnur.
Þessi mynd er ein allra flottasta sem ég hef nokkurn
tímann séð en það sem heillaði mig mest við hana er
kvikmyndatakan sem að mínu mati sú allra besta í
kvikmyndasögunni. Flott handrit er einnig til staðar en
fékk Kubrick, óskarinn fyrir það. 9 stjörnur.
Ein af merkilegustu myndum sem hafa verið gerðar og örugglega sú frumlegasta sem sést hefur á bíóskjá nokkurn tímann. Ég get eiginlega ekki túlkað söguna, því það er mjög erfitt. Þessi mynd afrekaði það að hafa heilar 30 mínútur þar sem ekkert er sagt og sá kafli er mjög góður, ótrúlegt en satt. Myndataka, leikstjórn Kubricks, leikarar: Allt er þetta gert mjög vel. Svo er hún mjög flott mynd, miðað við 1968 mynd. Klassamynd sem fólk verður að upplifa.
Þessi ágæta mynd var gerð af snillingnum Stanley Kubrick sem færði okkur The Shining. Byrjunaratriðið er snilld og er eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar.
Í dag er epíska vísindaskáldsagan 2001: A Space Odyssey sem er leikstýrð af Stanley Kubrick og byggð á sögu sem Kubrick og Arthur C. Clarke skrifuðu uppúr smásögunni hans Clarkes ‘The Sentinel’, talin ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún er oft sögð vera ‘default’ svarið þegar gagnrýnendur eru spurðir “Hver er uppáhalds Sci-Fi kvikmyndin þín?” og sumir vilja vera svo djarfir að segja að hún sé besta kvikmyndin sem gerð hefur verið. Að mínu mati er hún það ekki, hún er ekki heldur besta Kubrick myndin mín, Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964) á þann heiður. En 2001 er samt ótrúleg kvikmynd ef ekki lífsreynsla í sjálfum sér. Hún er jafn merkileg kvikmynd núna og hún var fyrir þrjátíu árum og er betri en flestar myndir sem hafa komið út síðan. Þó að ekki standist alveg tímatalið hjá félögunum.
Í dag er hún dáð að næstum öllum gagnrýnendum(100% samþykki um gæði er aðeins til í huga sölumanna). En þegar hún kom út árið 1968 fékk hún ekki góðar viðtökur. Sagt er að á frumsýningunni hafi margir gengið út í miðri mynd, þar á meðal Rock Hudson sem er sagður hafa stormað út æpandi “Will someone tell me what the hell this is about?”. Gagnrýnendur voru ekki hrifnari en Hudson, þeir kölluðu myndina alltof hæga og langa. Kubrick reyndi að gera þeim til geðst og klippti úr henni um 17 mínúturu af efni en það var ekki nóg. Myndin fór ekki að fá verðskuldaða athygli fyrr en nokkrum árum seinna þegar nýir gagnrýnendur fóru að koma og gáfu henni nýtt tækifæri.
2001: A Space Odyssey er skipt í fjóra kafla, sem sýna þróun mannsins frá frumstæðum öpum til nútíma manneskju og loks í einhverskonar geimbarns, með hjálp frá svörtum steinsúlum sem koma frá framandi tegund geimvera. Nöfn þriggja þeirra eru sýnd í myndinni(The Dawn of Man; Jupiter Mission, 18 Months Later og Jupiter and Beyond the Infinite) en einn kaflinn sem kemur á milli Dawn of Man og Jupiter Mission sem heitir ‘The Lunar Journey in the Year 2000’ er ónefndur í kvikmyndinni sjálfri.
The Dawn of Man – 4.000.000 b.c.
The Dawn of Man gerist á fornsögulegum tíma, fyrir rétt fjórum milljónum árum. Við fylgjumst með hóp frumstæðra apa í um 15 mínútur. Daglegt líf þeirra virðist ganga útá það að borða gras og rætur, sofa og verja landið sitt fyrir öðrum apahópum með öskrum og hoppum. Einn daginn vaknar apahópurinn og sér stóra svarta steinsúlu sem á engan veginn heima þarna. Í bókinni 2001: A Space Odyssey sem Arthur C. Clarke skrifaði með Kubrick, er sagt frá því að geimverur hafi sent 100 svona steinvölur um alla jörð til að sjá hvernig aparnir þróuðust en í myndinni er engin ástæða gefin. Aparnir skoða súluna og þá aðallega einn sem virðist vera leiðtogi apanna. Í næsta atriði er súlan horfinn en leiðtoginn fer að skoða beinagrind af dýri sem liggur á jörðinni, hann tekur upp eitt bein og með ‘Thus Spoke Zarathustra’ spilandi í bakgrunninum, byrjar hann að brjóta hin beinin með beininu sem hann heldur á. Á þriðja degi kemur hinn apahópurinn aftur en núna eru aparnir okkar ekki bundnir við óp og hopp, leiðtoginn stígur fram og slátrar apa úr hinum hópnum með beininu. Með steinsúlunni dularfullu hafa geimverurnar fært apanna upp í fæðukeðjunni, þeir drepið önnur dýr sér til matar, sjálfsvarnar og eigin hentisemi.
The Lunar Journey in the Year 2000
Eftir að leiðtoga apinn drap apa úr hinum hópnum henti hann beininu upp í loftið, það snérist í loftinu og þá fer myndin fjórar milljónir ára fram í tímann og sýnir gervitungl í geimnum. Árið er 2000 og við fylgjumst með tveimur gervitunglum og einni hringlaga geimstöð, á meðan er lagið ‘Blue Danube Waltz’ eftir Johann Strauss spilað, gangur atriðisins er viljandi hægfara, sem leggur áherslu á hina miklu sýn og samstillta skipulagið í geimnum. Þessi kafli gengur útá Dr. Heywood R. Floyd (William Sylvester), hann er á leið til tunglsins. Þar fannst svört steinsúla undir yfirborði tunglsins. Hluturinn er að senda út merki að Júpíter en enginn veit af hverju.
Jupiter Mission, 18 Months Later
Lengsti kafli myndarinnar og að mörgu leiti skemmtilegasti gerist seint árið 2001 eða snemma árið 2002. Geimskipið ‘Discovery’ er á leiðinni til Júpíters til að finna út afhverju súlan á tunglinu er að senda út merki þangað. Í skipinu eru tveir menn, David Bowman (Keir Dullea) og Frank Poole (Gary Lockwood), þrír vísindamenn sem eru haldnir í svefni og sjötti áhafnarmeðlimurinn, HAL 9000 (Douglas Rain) sem er eilítið vitskert tölva. Þegar að David og Frank gera sér grein fyrir geðveiki HALs ákveða þeir að slökkva á honum en HAL gefst ekki upp án þess að berjast, hann nær að drepa alla áhöfnina nema Bowman sem nær á endanum að slökkva á honum.
Jupiter and Beyond the Infinite
Seinasti kaflinn Jupiter and Beyond the Infinite er bara um 20 mínútur en hann er áhugaverðasti kaflinn. Bowman stefnir enn á Jupiter í Discovery geimskipinu en núna er hann einn síns liðs. Hann finnur aðra steinsúlu en þessi er mun stærri en hinar og er á floti í geimnum. Bowman fer í minna skip og flýgur inní steinsúluna, þar er honum skotið inní aðra vídd og í nokkrar mínútur er endalaust magn af litum varpað á skjáinn. Þessar mínútur gerðu myndina mjög vinsæla hjá hippum sem komu aftur og aftur á myndina í bíóhúsum til þess eins að horfa á þessar mínútur, í vímu án efa. Allt í einu er Bowman komin í hvítt herbergi fyllt með húsgögnum, hann horfir í kringum sig, hann fer í gegnum nokkur stig í öldrun á nokkrum mínútum. Hann verður eldri og eldri þangað til að hann liggur í rúmi, virðist um hundrað ára gamall. Hann réttir upp höndina og bendir, þar er fjórða steinsúlan. Þetta atriði er það óhugnanlegasta í sem hefur verið í Kubrick mynd, enn óhugnanlegra en atriðið með tvíburunum í The Shining. Myndavélin dregst að svörtu steinsúlunni og “Thus Spake Zarathustra” er spilað sem sýnir að breyting er í nánd. Svarta lag súlunnar er núna orðið að geimnum, jörðin og tunglið sjást, litið er til vinstri og þar er Bowman, endurfæddur í formi ‘stjörnu barns’(star child) sem er á stærð við plánetu.
Það eru ekki margar myndir sem reyna að fylgja reglum geimsins. En 2001 reynir að mestu getu, þó að það séu reyndar ótrúlega mikið af villum. Eitt af því sem er öðruvísi hér en í öðrum kvikmyndum er hljóðið. “In space, no one can hear you scream” var auglýst á Alien plakötum og það er rétt, hljóð getur ekki ferðast milli tómarúmsins á milli stjarna og pláneta. Algert hljóð eða hljóðleysi hefði ekki virkað í myndum einsog Star Wars eða Star Trek en Kubrick vildi hafa þetta raunverulegt og í staðinn fyrir glamrið í geimflaugunum notar hann annaðhvort klassísk lög eða algert hljóð, sagt er að hann hafi spilað þau þegar hann var að klippa myndina til og fannst þau virka svo vel að hann hafi ákveðið að hafa þau í myndinni. Atriðin sem eru hljóðlaus eru mörg þau mögnuðustu í myndinni, jafnt sem þau óhugnalegustu. Klassísku lögin áttu samt mikinn þátt í vinsældum myndarinnar og sum þeirra festust alveg við myndina, til dæmis þegar fólk heyrir ‘Thus Spake Zarathustra’ eftir Richard Strauss dettur fólki strax 2001 í hug, flestir kalla lagið einfaldlega “2001 lagið”.
2001 er ólík mörgum myndum Kubrick’s því að það er í flestum myndum hans eru einhverjir leikarar sem voru frægir eða urðu það(Kirk Douglas í Spartacus, Malcolm McDowell í A Clockwork Orange, Jack Nicholson í The Shining, Tom Cruise og Nicole Kidman í Eyes Wide Shut). En Kubrick fannst að 2001 ætti ekki að vera sérstaklega um persónurnar eða leikarana í henni, hún er um upplifunina og hugmyndirnar sem hún varpar fram. Þess vegna valdi hann fremur óþekkta en samt hæfa leikara í staðinn fyrir þekktar stjörnur. Flestir leikararnir eru ágætir en enginn stendur uppúr, nema þá Douglas Rain sem talar fyrir HAL. Hann færir tölvunni nokkuð einstakan hæfileika, HAL er illmennið í myndinni en það er varla hægt annað en að vorkenna honum þegar verið er að slökkva á honum og hann byrjar að syngja “Daisy, Daisy, Give me your answer do, I'm half crazy, all for the love of you ....”
2001 var sýnd í nokkrum bíóhúsum árið 2001 en hún fékk ekki mikla athygli. Þetta er ekki mynd sem getur fengið mikinn hljómgrunn hjá meðal bíóhúsa-fara. Fólk vill frekar horfa á myndir með illa tölvuteiknuðum hundum eða Adam Sandler að fíflast heldur en að horfa á hægláta tveggja tíma mynd sem þarfnast hugsunar. En það er alltaf hægt að taka myndina á spólu eða DVD disk, hún er til á flestum videoleigum og ég skora á sem flesta að nýta sér það og eyða 100 krónum í hana. Þið munuð ekki sjá eftir því.
- www.sbs.is
2001: A Space Odyssey. Þótt það hafi ekki allir séð þessa mynd Kubricks frá árinu 1968 þá held ég að flestir hafi heyrt hennar getið. Af hverju er þessi mynd jafn fræg og raun ber vitni. Sumir telja það vera af því að þetta er fyrsta alvöru vísindaskáldsagan í kvikmynd. Aðrir segja það vera af því að aldrei fyrr hafi tónlist spilað jafnvel með mynd. Ég segi það vera af því að þetta meistaraverk er einstakt sinnar tegundar. Engin mynd hefur nokkru sinni komist nærri því að líkjast henni. Ég er ekki einu sinni viss um að nokkur geti sagt með fullri vissu hverrar tegundar þessi mynd er né hver sé boðskapur hennar. Og það er einmitt það sem gerir hana svo fjári áhugaverða. Maður getur velt sér endalaust upp úr henni og samt verið engu nær. Myndin fjallar um þróunarsögu mannsins allt frá því að þeir voru enn apar fram til ársins 2001. Þegar þróun verður er það í gegnum orku dularfullrar steintöflu sem virðist hafa verið gerð af framandi vitsmunaverum. Fyrst finna apar það og læra að drepa sér til matar (góður hulinn punktur með vægðarlausri gagnrýni Kubricks á mannkynið) og síðan finna menn það á tunglinu. Útvarpssending berst til Júpíters og mennirnir senda leiðangur þangað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Myndin fjallar einnig talsvert um gervigreind í formi tölvunnar HAL (man einhver eftir A. I.???) HAL er bæði ógnvekjandi og á endanum sorgleg sympatísk vera. Um leið og mennirnir byggja veru sem getur hugsað og haft tilfinningagreind hafa þeir einnig skyldum að gegna gagnvart henni. Auðvitað eru þær skyldur alltaf virtar að vettugi og því fer sem fer. HAL hefði aldrei átt að vera búinn til. Enn kemur þar fram vægðarlaus gagnýni Kubricks. Það er einn liður sögunnar. Hinn liður sögunnar að mínu mati er um stöðu mannsins í alheiminum. Af hverju erum við hér og hvert er hlutverk okkar sem vitsmunavera? Erum við á réttri leið eða stefnum við í átt til glötunar? Þetta eru þær spurningar sem myndin veltur upp en leifir okkur að svara. Ég ætla allavega ekki að vera alltof langorður um eina af mínum uppáhaldsmyndum. Ég hvet alla til þess að sjá þessa mynd og mynda sér skoðun. Ef þú hatar hana þá skil ég það vel. Ef þú dýrkar hana skil ég það einnig vel. En ekki reyna að segja mér að þú hafir enga skoðun á henni. Það er einfaldlega ekki hægt. Sá sem ekki hefur skoðun á þessu heimspekilega ljóðræna listaverki er ekki hugsandi manneskja. Takk fyrir. Og þvílíkt tónlistarskor.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Marie Henriau, Stanley Kubrick
Vefsíða:
www.facebook.com/2001ASpaceOdysseyFilm/
Aldur USA:
G
- HAL 9000: I know everything hasn't been quite right with me, but I can assure you now, very confidently, that it's going to be all right again. I feel much better now. I really do.