Náðu í appið

Nýtt á Vodafone Leigunni

SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Drew Goddard
Söguþráður Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á El Royale-hótelinu, en það stendur þannig á ríkjamörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur herbergjanna er Nevada-megin en hinn helmingurinn Kaliforníu-megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir gista. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til andskotans.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn George Tillman Jr.
Söguþráður Starr Carter lifir í tveimur heimum: fátækrahverfinu þar sem þeldökkir búa, og þar sem hún sjálf býr, og heimi hvíta ríka fólksins, þar sem hún er í skóla. Jafnvægið á milli þessa raskast þegar Starr verður vitni að því þegar æskuvinur hennar Khalil er myrtur af lögreglunni. Núna er pressa frá öllum hliðum, og Starr þarf að finna styrk til að standa með því sem er satt og rétt.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Rithöfundurinn Lee Israel má muna sinn fífil fegurri enda vill enginn lengur gefa út bækur hennar. Langt á eftir með leiguna og enga peninga á leiðinni dettur hún fyrir tilviljun niður á snjalla lausn – sem því miður er líka glæpur. Eftir að hafa gefið út nokkrar ævisögur sem gengu ágætlega féll Lee í hálfgerða ónáð þegar hún gaf út ævisögu Estée Lauder í óþökk hennar. Slypp og snauð datt hún niður á þá lausn að falsa sendibréf frægs fólks og selja þau til safnara. Þar með setti hún í gang atburðarás sem hefði varla verið hægt að skálda ...
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Litla svalan Máni, vex úr grasi í þeirri trú að hann sé mávur, en kemst síðan að því að svo er ekki. Þegar hann strýkur að heiman kynnist hann fuglum sem eru af sömu tegund og hann sjálfur, og kemst að því hver hann er í raun og veru.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Edward Zwick
Söguþráður Jamie er ungur og orkuríkur maður sem nýtur sín engan vegin í starfi sínu í raftækjabúðinni þar sem hann vinnur. Auk þess er hann beinlínis að kafna úr sjarma og er rekinn fyrir að sofa hjá kærustu verslunarstjórans. Eftir það býður Josh, bróðir Jamies, honum vinnu hjá lyfjafyrirtækinu Pfizer við að selja lyf. Hann fetar sig fljótt og örugglega upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum óspart á kvenfólk en einnig vegna ný lyfs sem er að koma á markaðinn sem heitir Viagra! Þegar hann hittir Maggie, kynnist hann loks jafnoka sínum. Hún sér umsvifalaust í gegnum hann og eru þau orðin bólfélagar innan hálftíma frá fyrsta stefnumótinu! Smám saman heillast hann meira og meira af henni en brátt fara kvillar hjá þeim báðum og veikindi hennar að setja strik í sambandið. Myndin er byggð á endurminningum Jamie Reidy "Hard Sell: The Evolution of a Viagra Salesman."
Útgefin: 14. júlí 2011
RómantískÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn David Hand
Söguþráður Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala með kossi.
Útgefin: 8. október 2009
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kevin Lima
Söguþráður Eftir að hafa fengið viðeigandi meðferð þá er Cruella De Vil sleppt úr fangelsi og er breytt kona. Hún helgar sig nú hundum og góðum málefnum, og er himinlifandi að Chloe, skilorðseftirlitsmaðurinn hennar, á dalmatíuhunda og tengist hunda-góðgerðarsamtökum. En það að heyra klukkurnar í Big Ben hringja, getur breytt Cruella De Vil aftur í þá manneskju sem hún var, þannig að það er aðeins tímaspursmál hvenær hún fer aftur að girnast Dalmatíuhunda og breyta þeim í kápur og klæðnað.
RómantískDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Richard Kelly
Söguþráður Donnie Darko er upp á kant við fjölskyldu sína, kennarana og bekkjarfélagana; en hann eignast vin í Gretchen, sem samþykkkir að fara með honum á stefnumót. Geðlæknirinn hans sýnir honum mikla samúð, en hann uppgötvar að dáleiðsla er rétta leiðin til að fá myrk leyndarmál upp á yfirborðið. Hinn vinur Darko, er líklega ekki sannur vinur og platar hann til að fremja ýmsa glæpi. Vinurinn heitir Frank og er stór kanína sem Donnie einn sér. Þegar flugvélahreyfill dettur af flugvél og eyðileggur svefnherbergi hans, án þess að Donnie sé á staðnum þegar það gerist, breytist ýmislegt. Bæði sá atburður, og flótti Donnie, virðast hafa gerst vegna yfirnáttúrulegra atburða. Geðsjúkdómur Donnie, gæti gert það að verkum að hann muni aldrei komast að hinu sanna í málinu.
Gamanmynd
Leikstjórn Ben Stiller
Söguþráður Það eru liðin fimmtán ár frá því að fyrirsæturnar Derek og Hansel voru upp á sitt besta í bransanum enda hefur eftirspurn eftir kröftum þeirra farið síminnkandi með hverju árinu um leið og aðrir hafa tekið við keflinu. Þetta hefur að sjálfsögðu verið dapurleg þróun en þegar alríkislögreglukonan Valentina biður þá félaga að aðstoða sig við að hafa uppi á morðingja sem hefur að undanförnu verið að kála þekktu tónlistarfólki fá þeir a.m.k. eitthvað að gera. Á sama tíma sleppur hinn öskureiði og ofsafengni Jacobim Mugatu úr fangelsi, ákveðinn í að hafa uppi á Derek sem eyðilagði líf hans í fyrri myndinni, algjörlega staðráðinn í að senda hann yfir móðuna miklu í eitt skipti fyrir öll – hvað sem það kann að kosta ...
Útgefin: 1. júlí 2016
RómantískDrama
Leikstjórn Alan J. Pakula
Söguþráður Sophie er eftirlifandi úr útrýmingarbúðum Nasista, sem býr með Nathan, bandarískum Gyðingi sem er heltekinn af helförinni. Þau kynnast Stingo, þuli myndarinnar, ungum bandarískum rithöfundi í New York. En hamingju Sophie og Nathan er stefnt í voða af draugum fortíðar og þráhyggju hans.
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Brent Bell
Söguþráður Þegar fjölskylda flytur inn í stórhýsið í Heelshire, þá vingast yngsti sonurinn við raunverulega útlítandi postulínsdúkkuna Brahms. Þetta hefur í för með sér hrollvekjandi atburðarás.
SpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Carson Phillips, fyrrum fótboltastjarna sem nú starfar sem einkaspæjari, er veikur fyrir konum í vanda. Hann fer að rannsaka mannshvarf, en fljótlega kemur í ljós flókinn vefur glæpa og grunaðra aðila. Og líkin hrannast upp. Þegar hann kemst að því að löngu týnd dóttir hans er efst á lista grunaðra í málinu, þá á hann í kapphlaupi við klukkuna um að bjarga henni, leysa málið og komast að leyndarmálum sem liggja grafin í bænum.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Ben Elton
Söguþráður Sam og Lucy Bell eru hjón sem hafa það allt: þau eru myndarleg, þau njóta velgengni í starfi, og ástarlíf þeirra í miklum blóma. Það eina sem vantar er það sem þeim langar mest í - barn. Þau reyna allt hvað þau geta til að eignast barn: nýaldarfræði, nálastungur og öðruvísi kynlíf, en ekkert gengur. Brátt fer þetta að verða að þráhyggju og ástarlíf þeirra geldur fyrir það, en að lokum leita þau til sérfræðinga með vandamál sín. Á sama tíma fer Sam að verða óánægður í vinnu, og ákveður að skrifa leikrit, en fljótlega fær hann ritstíflu. Hippinn vinur hans, Druscilla, hvetur hann til að horfa inn á við, og þá fær Sam innblásturinn sem hann þurfti og ákveður að skrifa leikrit um par sem er að reyna að eignast barn. En Lucy hryllir við hugmyndinni og bannar honum að segja sögu þeirra. Ást þeirra er nú í hættu … en niðurstaðan gæti komið á óvart.
Spennumynd
Söguþráður Lögreglustjóri í smábæ, sem hefur ekki gengið með skammbyssu síðan hann hætti í Texas Rangers rannsóknarlögreglunni, eftir skotbardaga sem endaði hörmulega, þarf að grípa aftur til byssunnar, þegar hópur útlaga á mótorhjólum, ræðst inn í bæinn, með yfirgangi og ofbeldi.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Alfred Hitchcock
Söguþráður Marion Crane, skrifstofukona frá Phoenix, er búin að fá nóg af lífi sínu. Hún þarf að hitta ástmann sinn Sam í hádegishléum og getur ekki gifst honum því Sam þarf að borga mestallar tekjur sínar í meðlag. Föstudag einn treystir vinnuveitandi Marion henni fyrir að fara með 40.000 dali í bankann. Hún ákveður að grípa tækfærið og hefja nýtt líf. Marion fer úr bænum og stefnir á búð Sams í Kaliforníu. Þreytt eftir langa keyrslu, lendir hún í stormi og beygir út af þjóðveginum og að Bates mótelinu. Mótelinu er stjórnað af feimnum ungum manni sem heitir Norman Bates sem virðist vera kúgaður af móður sinni.
SpennumyndDramaSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Eldfjallafræðingurinn Harry Dalton og bæjarstjórinn í Dante´s Peak, Rachel Wando, reyna að sannfæra bæjarstjórnina og aðra eldfjallafræðinga, um að eldfjallið fyrir ofan bæinn, er stórhættulegt. Öryggi fólks er í hættu en viðskiptalegir hagsmunir spila inn í. Þegar eldfjallið að lokum rumskar, þá þurfa Harry og Rachel að drífa sig að eldfjallinu til að bjarga tveimur börnum hennar og fyrrum tengdamóður. Nú vex spennan fyrir alvöru og þau reyna að komast í öruggt skjól á meðan bærinn eyðileggst í hamförum.
Drama
Leikstjórn Alex Kendrick
Söguþráður Þessi hugljúfa mynd segir frá Tony og Elizabeth Jordan, hjónum sem virðist ganga allt í haginn. Þau eru í góðri vinnu, eiga fallega dóttur, og búa í draumahúsinu sínu. En útlitið getur blekkt. Í raun og veru er hjónabandið þeirra orðið hálfgert stríðsástand og dóttir þeirra líður fyrir ástandið. Eftir að hafa fengið góð frá frá Miss Clara, eldri konu, þá uppgötvar Elizabeth að hún getur barist fyrir fjölskyldu sinni í staðinn fyrir að berjast gegn henni. Með bænina að vopni þá breytir hún lífi sínu og sinna.
Útgefin: 7. janúar 2016
Gamanmynd
Leikstjórn Hugh Wilson
Söguþráður Eftir að hafa í mörg ár verið til staðar fyrir eiginmenn sína á meðan þeir klifu metorðastigann í viðskiptalífinu, þá hefur þremur eiginkonum nú öllum verið kastað fyrir róða fyrir yngri konur. En konurnar þrjár eru ákveðnar í að hefna sín á mönnunum. Þær búa til skothelt plan til að ná sér niðri á eiginmönnunum fyrrverandi - með því að skaða þá fjárhagslega!
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Wolfgang Reitherman
Söguþráður
Drama
Leikstjórn Melina Matsoukas
Söguþráður Myndin fjallar um par á sínu fyrsta stefnumóti sem leggur á flótta eftir að annað þeirra drepur lögregluþjón í sjálfsvörn. Atvikið næst á myndband og fer á flug á netinu.