Nýtt á Vodafone Leigunni

DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Theodore Melfi
Söguþráður Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercury-geimferðaráætlunin heppnaðist en hún snerist um að koma geimfaranum John Glenn á sporbaug um Jörðu – og síðan heilum á húfi til baka. Það fylgdist allur heimurinn með þessari áhættusömu tilraun og geimfarinn John Glenn varð heimsfrægur fyrir vikið sem fyrsti maðurinn sem komst á sporbaug um Jörðu. Færri vissu hins vegar að á bak við velgengni geimferðarinnar stóðu m.a. stærðfræðingarnir Dorothy Vaughan og Katherine G. Johnson ásamt verk- og vélfræðingnum Mary Jackson, en þær voru allar svartar á hörund og þurftu því ekki bara að glíma við verkefnið sjálft heldur margskonar fordóma bæði samfélagsins og nokkurra samstarfsmanna ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Greg Kinnear
Söguþráður Þunglyndur tannlæknir, Phil, sem á í miðaldra tilvistarvanda, reynir að átta sig á því afhverju einn af hans lífsglöðustu sjúklingum fremur sjálfsmorð. Til að komast að hinu sanna, þá ákveður Phil að villa á sér heimildir og þykjast vera þúsundþjalasmiður til að kynnast eiginkonu og dóttur hins látna. En hve lengi getur Phil haldið þessu áfram, þegar hann er sjálfur á mörkum þess að vilja kveðja þessa jarðvist.
Söguþráður
Spennumynd
Leikstjórn Patrick Durham
Söguþráður Callan snýr nú aftur vopnaður ævafornum, helgum og kraftmiklum krossi, og með honum í för er hópur vopnasérfræðinga. Saman þurfa þeir að vernda Los Angeles borg fyrir mestu ógninni sem borgin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir, erkiþorpurunum Muerte og Drago.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Quentin Tarantino
Söguþráður Sjónvarpsleikari sem má muna sinn fífil fegurri og staðgengill hans, reyna að öðlast frægð í kvikmyndaborginni, á síðustu árum gullaldarinnar í Hollywood, árið 1969 í Los Angeles.
DramaÆviágrip
Söguþráður Myndin er byggð á metsölubók og æviminningum föður og sonar, þeim David og Nic Sheff. Þetta er átakanleg en um leið heillandi saga af fjölskyldu sem þarf að takast á við fíkniefnavanda sonarins. Hún lýsir á raunsæislegan hátt reynslu af seiglu, áföllum og bata yfir margra ára skeið. Í myndinni er farið yfir meðferðir, brotthvörf, brotin loforð og gremju er Nic sekkur dýpra niður í eiturlyfjaheiminn, ásamt því hvernig faðir hans David reynir hvað hann getur að bjarga “fallega stráknum sínum” frá eyðileggingarmætti fíkninnar.
Glæpamynd
Leikstjórn Stephen McCallum
Söguþráður Þegar Knuck, fyrrverandi leiðtogi mótorhjólagengisins Copperheads, er látinn laus úr fangelsi eftir þriggja ára afplánun lendir hann fljótlega upp á kant við eftirmann sinn, Paddo, enda hafa þeir gjörólíka sýn á tilgang gengisins og framtíð þess. Afleiðingarnar verða barátta upp á líf eða dauða. Deilur þeirra Knucks og Paddos snúast um hvaða stefnu gengið á að taka því á meðan Paddo vill hafa starfsemina innan ramma laganna gefur Knuck lítið fyrir það. Og framundan er afdrifaríkt uppgjör ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Simon Curtis
Söguþráður Hundur að nafni Enzo lærði lífsreglurnar frá ökuþórnum, eiganda sínum, Denny.
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Terry Gilliam
Söguþráður Toby Grisoni gerði stutta mynd um Don Kíkóta á skólaárum sínum. Mörgum árum síðar hittir hann á ný skósmiðinn Javier sem fór með aðalhlutverkið í mynd hans og hefur síðan sannfærst um að hann sé í raun hinn eini sanni Don Kíkóti ...
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Guy Nattiv
Söguþráður Blásnauður ungur maður sem alinn er upp af snoðinkollum og kynþáttahöturum, og alræmdur á meðal þeirra sem telja hvíta kynstofninn vera æðri öðrum, snýr við blaðinu og breytir lífi sínu, með hjálp þeldökkra aðgerðasinna og konunnar sem hann elskar.
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn John Stimpson
Söguþráður Ástarsaga í stíl við söguna af Rómeó og Júlíu. Um áraraðir hafa Spruce- og Pines-fjölskyldurnar eldað saman grátt silfur enda keppinautar á grenitrjáamarkaðinum sem nær hámarki á hverju ári þegar trén eru seld sem jólatré til þúsunda heimila. En hvað gerist þegar þau Rick úr Spruce-fjölskyldunni og Julie úr Pine-fjölskyldunni fella hugi saman og þora svo hvorugt að segja sínum nánustu frá sambandinu?
Gamanmynd
Leikstjórn Ben Stiller
Söguþráður Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. En það er eingöngu upphafið á heldur ömurlegu ferli fyrir Zoolander, því CIA-útsendarinn Jeffries lætur heilaþvo hann og hyggst síðan láta hann myrða forseta Malasíu! Zoolander er algjörlega ómeðvitaður um þetta og reynir eftir fremsta megni að komast á toppinn í fyrirsætubransanum á ný. En hin nýja þrá sem blundar í brjósti hans leiðir hann í hverjar ógöngurnar af fætur annarri og á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar ...
GamanmyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Peter Weir
Söguþráður Truman lifir lífi sem er í raun blekking. Hann býr í risavöxnu myndveri þar sem faldar myndavélar eru við hvert fótmál. Allir vinir hans og fólkið í kringum hann eru í raun leikarar, sem leika í vinsælasta sjónvarpsþætti í heimi; The Truman Show. Truman heldur sjálfur að hann sé bara venjulegur maður sem lifir venjulegu lífi, og hefur ekki hugmynd um að verið sé að nota hann. Þar til einn dag að þá fer hann að gruna að ekki sé allt með feldu. En hvernig bregst hann við?
Gamanmynd
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður Mitch, Frank og Beanie er óánægðir með líf sitt, sem byrjar með því þegar vergjörn kærasta Mitch heldur framhjá honum, fyrrum partýdýrið Frank giftir sig, og einn sem ekki er tilbúinn til að hætta partýstandi, Beanie, sem er fjölskyldumaður, vill endurlifa villtu trylltu árin. Beanie stingur upp á að þeir félagarar stofni sinn eigin bræðralagsklúbb í húsi Mitch sem er á skólalóð menntaskólans þeirra, í þeim tilgangi að upplifa á nýjan leik gömlu dagana þegar þeir skemmtu sér sem mest. Fljótlega fyllist allt af fólki og partýið byrjar.
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Myndin segir í stuttu máli frá eftirmálum sem urðu af atburðunum sem áttu sér stað á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, þegar palestínskir hryðjuverkamenn úr samtökunum Svarti September rændu og myrtu 11 ísraelska íþróttamenn. Ísraelinn Avner sem leikinn er af Eric Bana (Troy) er kallaður til af Goldu Meir þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og er hans hlutverk að taka þá einstaklinga úr umferð ásamt nokkrum félögum sínum sem stóðu á bakvið morðin í Munchen.
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Brian De Palma
Söguþráður Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum. Jim Phelps er sendur til Prag í Tékklandi til að koma í veg fyrir þjófnað á háleynilegu efni. Eiginkona hans, Claire, og félagi hans Ethan Hunt, eru hluti af sérsveit Phelps. Til allrar óhamingju þá fer eitthvað hrikalega úrskeiðis og sendiferðin mistekst, og Ethan Hunt er sá eini sem lifir af. Eftir að hann tilkynnir að verkefnið hafi mistekist, þá grunar Kettridge, yfirmanni Ethans, að það sé Ethan að kenna að verkefnið klúðraðist. Núna þarf Ethan að beita óvenjulegum aðferðum, þar á meðal þarf hann að fá hjálp hjá vopnasalanum "Max", til að finna þá sem leiddu hann í gildru, og til að hreinsa nafn sitt af ásökunum.
Gamanmynd
Leikstjórn Mark S. Waters
Söguþráður Cady Heron er 15 ára gömul stúlka sem hefur eytt mestallri ævi sinni í Afríku, en þar fékk hún kennslu heimafyrir af foreldrum sínum sem eru dýrafræðingar. Þegar fjölskyldan flytur til Bandaríkjanna þá fer Cady í menntaskóla í úthverfi Illinois fylkis, þar sem hún fær hraðnámskeið í ýmsu er snýr að því að vera menntaskólastelpa; íþróttastrákarnir, klappstýrurnar, dópistarnir, svölu krakkarnir, og svo framvegis. Henni að óvörum þá kemst Cady inn í aðal stelpuklíkuna sem þekkt er undir nafninu "The Plastics", en þar ræður Regina George ríkjum, ásamt Grethcen Weiners og Karen Smith. Þó að Cady sé þakklát fyrir að hafa eignast nýja vini, þá áttar hún sig fljótt á því hve stjórnsamar nýju vinkonurnar geta verið og fljótlega þá fer hún útfyrir það sem leyfilegt er í hópnum, með því að fara á stefnumót með Aaron, sem er heillandi, myndarlegur ... en er fyrrum kærasti Regina. Ekki líður á löngu þar til Regina og vinkonurnar eru komnar í bardagaham, og Cady þarf að þola hefndaraðgerðir sem mörg ár í frumskógum Afríku hafa ekki búið hana undir.
Gamanmynd
Leikstjórn Fred Wolf
Söguþráður Frank og Nancy Teagarten, eru hin fullkomna lág - efristéttar fjölskylda sem ekur um í spegilgljáandi Range Rover og á heima í smekklegu húsi í Tudor stíl. Dóttir þeirra er að byrja í menntaskóla og þau aka henni fyrsta daginn, og gætu ekki verið stoltari. En þegar innheimtumaður bankar á dyrnar stuttu síðar verður það til þess að hrikta fer í lífsstílnum, og mögulega eru þau ekki eins fjárhagslega stöndug og maður hélt!  En þau eru staðráðin í að koma dóttur sinni í gegnum menntaskólann, og halda því bílskúrssölu á dóti til að afla fjár, en enda svo á klikkuðu fylleríi. Daginn eftir vakna þau og átta sig á að þau hafa gert ýmislegt sem þau hefðu kannski ekki átt að gera.  Í kjölfarið gera þau hvað þau geta til að fela þá staðreynd að ríkidæmið er að dvína.
Drama
Leikstjórn Xavier Giannoli
Söguþráður Jacques (Vincent Lindon) er blaðamaður á stóru svæðisbundnu dagblaði í Frakklandi. Orðspor hans sem óhlutdrægur og hæfileikaríkur rannsóknarblaðamaður fangar athygli Vatíkansins sem ræður hann í sérstakt verkefni; að sitja í nefnd sem á að rannsaka trúverðugleika guðlegrar opinberunar í litlu frönsku þorpi. Við komuna hittir hann hina ungu og viðkvæmu Önnu (Galatéa Belugi) sem segist hafa orðið persónulega vitni að opinberun Maríu meyjar. Sem strangtrúuð hefur hún öðlast fylgi í þorpinu, en finnur nú fyrir togstreitu milli trúar sinnar og hinna mörgu beiðna sem hún fær. Standandi frammi fyrir andstæðum sjónarmiðum kirkjuþegna og efasemdarmanna í hópnum, fer Jacques smám saman að afhjúpa huldar hvatir og þrýsting og verulega reynir nú á hans eigin trúarstoðir.
SpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Ray Ferrier er fráskilinn hafnarverkamaður og hefur ekki verið besti faðir í heimi. Þegar fyrrum eiginkona hans og nýr eiginmaður hennar skilja unglingsson hans Robbie og dóttur þeirra Rachel eftir í umsjá Ferrier yfir eina helgi, brestur á skrýtinn og kraftmikill stormur með miklum eldingum. Það sem á eftir fylgir er ótrúlegt stríð fyrir framtíð mannkyns, þegar geimverur ráðast á jörðina. Þetta er sýnt í gegnum sögu af bandarískri fjölskyldu sem reynir að lifa af í þessari nútímaútgáfu af sígildri skáldsögu H.G. Wells.