Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Helena Stefánsdóttir leikstjóri segir í samtali við Morgunblaðið, spurð að því hvernig hugmyndin hafi kviknað, að fyrsta myndin sem hafi birst henni hafi verið af kvöldverði þar sem fjölskylda er samankomin. ´Ég sá fyrir mér ofboðslega fallegan fjölskyldukvöldverð þar sem þjáning eða gremja krauma undir yfirborðinu en allir eiga að vera glaðir.´
Natatorium er fyrsta kvikmynd Helenu í fullri lengd.
Titillinn, Natatorium, er fenginn að láni úr latínu og merkir sundhöll.
Í Natatorium er hið þekkta heilkenni Munchausen Syndrome by Proxy tekið fyrir en um er að ræða sálrænt ástand þar sem einhver framkallar vísvitandi einkenni veikinda hjá annarri manneskju. Er megintilgangurinn að vera ómissandi, að fá viðurkenningu fyrir að vera góð við sjúklinginn og vera miðpunktur athyglinnar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
23. febrúar 2024
VOD:
15. apríl 2024