„Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“
Lagið Husavik í flutningi Molly Sandén og Wills Ferrell, er komið í 13. sæti á iTunes listanum í Bretlandi og 31. sæti í Bandaríkjunum. Lagið er eitt af aðalnúmerum myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Um er að ræða lofsöng til Húsavíkur, heima aðalpersóna myndarinnar, og syngja… Lesa meira
Fréttir
Íslendingar stela senunni af vanaföstum Will Ferrell
„Ja Ja Ding Dong, 21st Century Viking og Lion of Love eru ómissandi“
Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er miklu fjörugri bíómynd heldur en halda mætti út frá bæði dómum myndarinnar, almennum ferli Wills Ferrells svo ekki sé minnst á þennan glataða titil. Það að risarnir hjá Netflix hafi ákveðið að vaða í gamansögu með Ferrell í hlutverki Íslendings sem… Lesa meira
Abbababb verður að kvikmynd – Óskað eftir leikprufum
Nú má búast við Prumpulaginu á hvíta tjaldinu.
Óskað er eftir krökkum á aldrinum 6-13 ára fyrir íslensku dans- og söngvamyndina Abbababb. Myndin er byggð á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna tónlistarmann og verður henni leikstýrt af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Abbababb hlaut 120 milljóna króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson (Reykjavík) skrifar handritið og þeir Júlíus Kemp og… Lesa meira
Nýjar frestanir í ljósi aukinna smita
Hefur bíósumrinu verið endanlega aflýst?
Frumsýning nýjustu kvikmyndarinnar frá Christopher Nolan, TENET, hefur verið færð aftar um nokkrar vikur og útlit er fyrir því að hið sama muni gerast með Mulan. Áætlað var að frumsýna báðar stórmyndirnar undir lok næstkomandi júlímánaðar en í ljósi aukninga á COVID-smitum vestanhafs er ólíklegt að grænt ljós verði gefið… Lesa meira
Týndu íslensku kvikmyndirnar – Hefur þú séð þær?
Þessar mega ekki gleymast!
Ólíkt því sem margir halda, þá gerist það annað slagið að kvikmyndir hverfa nánast af yfirborði jarðar. Íslenskar kvikmyndir hafa til dæmis því miður ekki allar ratað á stafrænt form. Í þeim flokki eru misfrægar bíómyndir, en þær eiga það líklega sameiginlegt að ekki hefur gefist tækifæri eða fjármagn til… Lesa meira
Ólíklegt að Gibson verði í framhaldsmyndinni – „Á ég eftir að fá AIDS?“
Hefur kjaftur Gibsons komið honum í klandur á ný?
Leikstjórinn og fyrrum stórleikarinn Mel Gibson hefur eina ferðina enn komið sér í sviðsljósið vegna umdeildra ummæla í garð gyðinga og Hollywood-bransinn farinn að bregðast við í takt. Andúðin að sinni gaus upp eftir að breski miðillinn Sunday Times birti viðtal við leikkonuna Winonu Ryder, þar sem hún rifjar upp… Lesa meira
Upphafsreiturinn sem borgaði sig: Á flugi í fimmtán ár
Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki – þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli – sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var…
Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki - þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli - sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var… Lesa meira
RIFF hlýtur 8 milljónir í styrk frá Evrópusambandinu
RIFF verður ekki á meðal fórnarlamba COVID.
Útlit er fyrir því að COVID hafi engin áhrif á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), en reiknað er með að hátíðin verði haldin í 17. sinn í haust.Í tilkynningu frá RIFF segir að aðstandendur hátíðarinnar hafi hlotið Creative Europe–Media-styrk frá Evrópusambandinu. Styrkurinn nemur nærri átta milljónum króna og er veittur… Lesa meira
Disney+ til Íslands í haust
Disney, Marvel, Pixar og fleira undir sama þakinu - loksins á leið til Íslands.
Streymisveitan Disney+ mun hefja göngu sína á íslenskan markað þann 15. september næstkomandi. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma en streymið hófst upphaflega vestanhafs í nóvember í fyrra. Þykir líklegt að verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88… Lesa meira
40 ára afmælisútgáfa Grease sýnd í næstu viku
Þá er bara að dusta rykið af gamla leðurjakkanum...
Hinn sívinsæla söngva- og dansmynd Grease frá 1978 er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum og það meira. Nú eru liðin yfir 40 ár frá því þau léku kærustaparið Danny og Sandy og sungu af innlifun um sumarástina. Félagslíf þeirra Danny og… Lesa meira
„Baby“ borinn þungum sökum: „Mér þykir þetta afar leitt“
Hjartaknúsarinn var sakaður um kynferðisbrot á dögunum - og segir sína hlið málsins.
Bandaríski leikarinn og skemmtikrafturinn Ansel Elgort hefur verið í brennidepli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Eins og víða hefur verið greint frá var leikarinn sakaður um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart stúlku árið 2014, en umrædd stúlka var þá undir lögaldri að eigin sögn.Ásakandinn, Gabby, gaf út yfirlýsingu á samskiptavefnum Twitter… Lesa meira
Lengri útgáfur Hringadróttinssögu – Í fyrsta sinn í bíó á Íslandi
Unnendur þríleiksins geta aldeilis farið að skipuleggja hámhorfið.
Í þessari viku má búast við opnun Sambíóanna í Egilshöll, en þar var skellt í lás vegna COVID-19 í heila þrjá mánuði, og á boðstólnum þar verður mikil veisla fyrir unnendur Lord of the Rings-þríleiksins frá Peter Jackson.Ekki nóg með það að kvikmyndirnar þrjá verði sýndar á stærsta bíótjaldi landsins,… Lesa meira
Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta
Hundamynd Balta er í öruggum höndum.
Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr en búist var við en ekki var reiknað með að þessi fasi kæmi fyrr en á… Lesa meira
Mótmælendamynd Sorkin mögulega beint á Netflix
Upphaflega átti að frumsýna myndina í október.
Næsta kvikmynd handritshöfundarins og leikstjórans Aaron Sorkin, gæti farið beint á Netflix, og sleppt því alfarið að fara í bíó. Aaron Sorkin svarar spurningum úr sal. Sagt er frá málinu í á vef Radio Times. Sorkin skaust upp á frægðarhimininn með handritsvinnu sinni við sjónvarpsþættina The West Wing, og hefur… Lesa meira
Ian Holm er látinn
Holm átti gífurlega flottan leikferil
Breski leikarinn Sir Ian Holm er látinn, 88 ára að aldri. Þetta staðfestir umboðsmaður Holm í samtali við fréttamiðilinn Guardian, en að hans sögn lést leikarinn á spítala vegna veikinda í tengslum við Parkinsons sem hann hafði glímt við undanfarin ár.Holm átti gífurlega flottan leikferil en var hvað þekktastur fyrir… Lesa meira
Endurbætt útgáfa Titanic sýnd í næstu viku
Myndin sem kom, sá, sigraði og sló öll möguleg met á sínum tíma.
Bíósumarið hefur verið vægast sagt undarlegt þetta árið vegna faraldursins. Í kvikmyndahúsum og þá ekki síst hérlendis hefur verið boðið upp á sýningar á eldri kvikmyndum, margar hverjar klassískar, og munu uppfyllingar af þessu tagi halda áfram næstu vikurnar.Þann 25. júní gefst fólki tækifæri að sjá stórmyndina Titanic á hvíta… Lesa meira
Rætt um Ráðherrann: „Þetta eru menn með mikil völd“
Ráðherrann er pólitísk dramasería en fjallar ekki um pólitíkina sjálfa.
„Það eru pólitískir leiðtogar starfandi í dag sem ég er ekki sannfærður um að séu geðheilir en þetta eru menn með mikil völd. Ég get aðeins ímyndað mér hvernig það er að vinna fyrir stofnun með einhverjum sem virðir ekki reglurnar og er stjórnlaus, það getur verið bæði erfitt og… Lesa meira
„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur
„Þessi mynd verður eflaust miklu betri en okkar“
Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur er á leið í tökur næstkomandi júlí en þar er um að ræða gamanmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar frá sömu framleiðendum. Nýverið úthlutaði Kvikmyndasjóður Íslands styrkjum af sérstakri 120 milljón króna fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Stærsta styrkinn hlýtur saumaklúbburinn, alls… Lesa meira
Enn ber vel í veiði
Íslenskt grín fer vel í landann nú í byrjun sumars eins og síðustu vikur.
Það er væntanlega hætt að koma nokkrum manni á óvart en rétt eina vikuna trónir íslenska gamanmyndin Síðasta veiðiferðin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, á sinni 15. viku á lista. Myndin fjallar um vinahóp sem fer í veiði með spaugilegum afleiðingum. Stórlaxar. Í öðru sæti listans er gamall kunningi, en það… Lesa meira
Í viðræðum um gerð seríu um dóttur 007
Dóttir James Bond verður spæjari eins og pabbinn.
Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins Sunday Mirror, þá á Killing Eve höfundurinn Phoebe Waller-Bridge í viðræðum um að skrifa handrit að kvikmyndaseríu sem á að fjalla um það þegar dóttir James Bond, 007, er þjálfuð upp í að verða njósnari. Phoebe Waller-Bridge Í blaðinu segir heimildarmaðurinn: “Bond fólk er mjög spennt… Lesa meira
Bond frumsýningardagur staðfestur
Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að „eftir mikla umhugsun og ítarlegt…
Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Gamla plakatið. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að "eftir mikla umhugsun… Lesa meira
Nolan er gamaldags
Það er eins gott að passa upp á handritið.
Tenet leikstjórinn Christopher Nolan er "mjög gamaldags" í því hvaða aðferðum hann beitir til að komast hjá því að eitthvað leki út um söguþræði mynda sinna. Þetta segir leikarinn Kenneth Branagh í samtali við vefmiðilinn Collider, en Branagh fer með hlutverk í myndinni. Branagh í hlutverki sínu í síðustu Nolan… Lesa meira
Sér eftir móðurhlutverkunum
Mæður vita best.
Óskarsverðlaunaleikkonan Marisa Tomei sér mikið eftir því að hafa verið töluð inn á það að taka að sér hlutverk mæðra í kvikmyndum. Hún upplýsir um þetta í nýju viðtali sem tekið var við hana í tengslum við nýjustu kvikmynd Judd Apatow, The King of Staten Island, sem frumsýnd verður á… Lesa meira
Nándarbann vegna COVID-19
Ekki koma of nálægt!
Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira
Skráir sig í uppistandskeppni í nýrri íslenskri gamanmynd
Það er fagnaðarefni að fá nýja íslenska gamanmynd í bíó.
Glæný íslensk gamanmynd, Mentor, verður frumsýnd 24. júní nk. í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíó Akureyri. Beta og mentorinn. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Betu, leikin af Sonju Valdín, sem skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó, leikinn af Þórhalli Þórhallssyni, sem vann… Lesa meira
Vinsældir veiðiferðarinnar halda áfram
Það er góð skemmtun að horfa á Síðustu veiðiferðina.
Gamanmyndin íslenska Síðasta veiðiferðin nýtur enn mikilla vinsælda hér á landi. Hún er rétt eina vikuna á toppi íslenska aðsóknarlistans, á sinni 14. viku á lista. Annað sæti bíóaðsóknarlistans er sömuleiðis skipað sömu mynd og í síðustu viku. Þar er á ferð teiknimyndin Áfram, eða Onward eins og hún heitir… Lesa meira
Nolan-veisla Sambíóanna handan við hornið
Hinir hörðustu Nolan- eða Batman-aðdáendur geta nú séð allar Dark Knight myndirnar í bíó á sömu helgi.
Síðastliðinn apríl tilkynnti Kvikmyndir.is í samvinnu við Sambíóin að útvaldir titlar frá leikstjóranum Christopher Nolan færu í sýningar í maí, en í ljósi yfirvofandi óvissu um útgáfu TENET, nýjustu mynd kappans, auk annarra ástæðna, varð ekki úr þeirri veislu á þeim tíma. Þó geta aðdáendur kvikmyndagerðarmannsins andað örlítið léttar þar… Lesa meira
Fjölgar í úrvali kvikmyndahúsa: Allir sýningartímar á einum stað
Við mælum með að fólk grípi eina gamla og eina nýja.
Eftir að kvikmyndahús á Íslandi og víðar neyddust til að skella í lás síðastliðinn mars vegna COVID hafa bíóin hægt og rólega verið að komast í sama horf.Eins og eflaust margir hafa tekið eftir er bíósumarið 2020 orðið sögulegt á marga vegu og voru allir stærstu titlarnir settir á bið.… Lesa meira
Sníkjudýr unnu fyrir tómum sal
Kórónuveiran leikur kvikmyndahátíðir grátt.
Það var heldur lítið um dýrðir á aðal kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Suður Kóreu fyrr í þessari viku, Daejong Film Awards, sem líkja má við Óskarsverðlaunin. Fór hátíðin fram fyrir nær tómum sal, og verðlaunahafar voru víðs fjarri, þar á meðal sjálfur Óskarsverðlaunahafinn Bong Joon-ho, sem fékk verðlaunin fyrir mynd sína Sníkjudýrin,… Lesa meira
Sambíóin á Akureyri og í Keflavík opna
Það er byrja að létta til í íslenskum bíóheimi.
Sambíóin hafa ákveðið að opna bíóhús sín á Akureyri og í Keflavík að nýju, en bíóin hafa verið lokuð vegna kórónuveirunnar. Þetta segir í tilkynningu frá bíóinu. Boðið verður upp á nýja mynd í bíóunum um helgina, hasarmyndina Lucky Day. Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Álfabakka. Lucky Day fjallar… Lesa meira

