Unnendur þríleiksins geta aldeilis farið að skipuleggja hámhorfið.
Í þessari viku má búast við opnun Sambíóanna í Egilshöll, en þar var skellt í lás vegna COVID-19 í heila þrjá mánuði, og á boðstólnum þar verður mikil veisla fyrir unnendur Lord of the Rings-þríleiksins frá Peter Jackson.Ekki nóg með það að kvikmyndirnar þrjá verði sýndar á stærsta bíótjaldi landsins,… Lesa meira
Fréttir
Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta
Hundamynd Balta er í öruggum höndum.
Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr en búist var við en ekki var reiknað með að þessi fasi kæmi fyrr en á… Lesa meira
Mótmælendamynd Sorkin mögulega beint á Netflix
Upphaflega átti að frumsýna myndina í október.
Næsta kvikmynd handritshöfundarins og leikstjórans Aaron Sorkin, gæti farið beint á Netflix, og sleppt því alfarið að fara í bíó. Aaron Sorkin svarar spurningum úr sal. Sagt er frá málinu í á vef Radio Times. Sorkin skaust upp á frægðarhimininn með handritsvinnu sinni við sjónvarpsþættina The West Wing, og hefur… Lesa meira
Ian Holm er látinn
Holm átti gífurlega flottan leikferil
Breski leikarinn Sir Ian Holm er látinn, 88 ára að aldri. Þetta staðfestir umboðsmaður Holm í samtali við fréttamiðilinn Guardian, en að hans sögn lést leikarinn á spítala vegna veikinda í tengslum við Parkinsons sem hann hafði glímt við undanfarin ár.Holm átti gífurlega flottan leikferil en var hvað þekktastur fyrir… Lesa meira
Endurbætt útgáfa Titanic sýnd í næstu viku
Myndin sem kom, sá, sigraði og sló öll möguleg met á sínum tíma.
Bíósumarið hefur verið vægast sagt undarlegt þetta árið vegna faraldursins. Í kvikmyndahúsum og þá ekki síst hérlendis hefur verið boðið upp á sýningar á eldri kvikmyndum, margar hverjar klassískar, og munu uppfyllingar af þessu tagi halda áfram næstu vikurnar.Þann 25. júní gefst fólki tækifæri að sjá stórmyndina Titanic á hvíta… Lesa meira
Rætt um Ráðherrann: „Þetta eru menn með mikil völd“
Ráðherrann er pólitísk dramasería en fjallar ekki um pólitíkina sjálfa.
„Það eru pólitískir leiðtogar starfandi í dag sem ég er ekki sannfærður um að séu geðheilir en þetta eru menn með mikil völd. Ég get aðeins ímyndað mér hvernig það er að vinna fyrir stofnun með einhverjum sem virðir ekki reglurnar og er stjórnlaus, það getur verið bæði erfitt og… Lesa meira
„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur
„Þessi mynd verður eflaust miklu betri en okkar“
Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur er á leið í tökur næstkomandi júlí en þar er um að ræða gamanmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar frá sömu framleiðendum. Nýverið úthlutaði Kvikmyndasjóður Íslands styrkjum af sérstakri 120 milljón króna fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Stærsta styrkinn hlýtur saumaklúbburinn, alls… Lesa meira
Enn ber vel í veiði
Íslenskt grín fer vel í landann nú í byrjun sumars eins og síðustu vikur.
Það er væntanlega hætt að koma nokkrum manni á óvart en rétt eina vikuna trónir íslenska gamanmyndin Síðasta veiðiferðin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, á sinni 15. viku á lista. Myndin fjallar um vinahóp sem fer í veiði með spaugilegum afleiðingum. Stórlaxar. Í öðru sæti listans er gamall kunningi, en það… Lesa meira
Í viðræðum um gerð seríu um dóttur 007
Dóttir James Bond verður spæjari eins og pabbinn.
Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins Sunday Mirror, þá á Killing Eve höfundurinn Phoebe Waller-Bridge í viðræðum um að skrifa handrit að kvikmyndaseríu sem á að fjalla um það þegar dóttir James Bond, 007, er þjálfuð upp í að verða njósnari. Phoebe Waller-Bridge Í blaðinu segir heimildarmaðurinn: “Bond fólk er mjög spennt… Lesa meira
Bond frumsýningardagur staðfestur
Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að „eftir mikla umhugsun og ítarlegt…
Nýr frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir nýjustu James Bond kvikmyndina, No Time To Die, þá 25. í röðinni, en frumsýningu myndarinnar var frestað á sínum tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Gamla plakatið. Teymið sem stendur á bakvið gerð kvikmyndarinnar tikynnti um frestunina í mars sl. og sagði þá að "eftir mikla umhugsun… Lesa meira
Nolan er gamaldags
Það er eins gott að passa upp á handritið.
Tenet leikstjórinn Christopher Nolan er "mjög gamaldags" í því hvaða aðferðum hann beitir til að komast hjá því að eitthvað leki út um söguþræði mynda sinna. Þetta segir leikarinn Kenneth Branagh í samtali við vefmiðilinn Collider, en Branagh fer með hlutverk í myndinni. Branagh í hlutverki sínu í síðustu Nolan… Lesa meira
Sér eftir móðurhlutverkunum
Mæður vita best.
Óskarsverðlaunaleikkonan Marisa Tomei sér mikið eftir því að hafa verið töluð inn á það að taka að sér hlutverk mæðra í kvikmyndum. Hún upplýsir um þetta í nýju viðtali sem tekið var við hana í tengslum við nýjustu kvikmynd Judd Apatow, The King of Staten Island, sem frumsýnd verður á… Lesa meira
Nándarbann vegna COVID-19
Ekki koma of nálægt!
Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira
Skráir sig í uppistandskeppni í nýrri íslenskri gamanmynd
Það er fagnaðarefni að fá nýja íslenska gamanmynd í bíó.
Glæný íslensk gamanmynd, Mentor, verður frumsýnd 24. júní nk. í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíó Akureyri. Beta og mentorinn. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Betu, leikin af Sonju Valdín, sem skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó, leikinn af Þórhalli Þórhallssyni, sem vann… Lesa meira
Vinsældir veiðiferðarinnar halda áfram
Það er góð skemmtun að horfa á Síðustu veiðiferðina.
Gamanmyndin íslenska Síðasta veiðiferðin nýtur enn mikilla vinsælda hér á landi. Hún er rétt eina vikuna á toppi íslenska aðsóknarlistans, á sinni 14. viku á lista. Annað sæti bíóaðsóknarlistans er sömuleiðis skipað sömu mynd og í síðustu viku. Þar er á ferð teiknimyndin Áfram, eða Onward eins og hún heitir… Lesa meira
Nolan-veisla Sambíóanna handan við hornið
Hinir hörðustu Nolan- eða Batman-aðdáendur geta nú séð allar Dark Knight myndirnar í bíó á sömu helgi.
Síðastliðinn apríl tilkynnti Kvikmyndir.is í samvinnu við Sambíóin að útvaldir titlar frá leikstjóranum Christopher Nolan færu í sýningar í maí, en í ljósi yfirvofandi óvissu um útgáfu TENET, nýjustu mynd kappans, auk annarra ástæðna, varð ekki úr þeirri veislu á þeim tíma. Þó geta aðdáendur kvikmyndagerðarmannsins andað örlítið léttar þar… Lesa meira
Fjölgar í úrvali kvikmyndahúsa: Allir sýningartímar á einum stað
Við mælum með að fólk grípi eina gamla og eina nýja.
Eftir að kvikmyndahús á Íslandi og víðar neyddust til að skella í lás síðastliðinn mars vegna COVID hafa bíóin hægt og rólega verið að komast í sama horf.Eins og eflaust margir hafa tekið eftir er bíósumarið 2020 orðið sögulegt á marga vegu og voru allir stærstu titlarnir settir á bið.… Lesa meira
Sníkjudýr unnu fyrir tómum sal
Kórónuveiran leikur kvikmyndahátíðir grátt.
Það var heldur lítið um dýrðir á aðal kvikmyndaverðlaunahátíðinni í Suður Kóreu fyrr í þessari viku, Daejong Film Awards, sem líkja má við Óskarsverðlaunin. Fór hátíðin fram fyrir nær tómum sal, og verðlaunahafar voru víðs fjarri, þar á meðal sjálfur Óskarsverðlaunahafinn Bong Joon-ho, sem fékk verðlaunin fyrir mynd sína Sníkjudýrin,… Lesa meira
Sambíóin á Akureyri og í Keflavík opna
Það er byrja að létta til í íslenskum bíóheimi.
Sambíóin hafa ákveðið að opna bíóhús sín á Akureyri og í Keflavík að nýju, en bíóin hafa verið lokuð vegna kórónuveirunnar. Þetta segir í tilkynningu frá bíóinu. Boðið verður upp á nýja mynd í bíóunum um helgina, hasarmyndina Lucky Day. Myndin verður einnig sýnd í Sambíóunum Álfabakka. Lucky Day fjallar… Lesa meira
Síðasta veiðiferðin komin í 35 milljónir króna
Gott íslenskt grín heillar landann.
Síðasta veiðiferðin, gamanmyndin um miðaldra karlana sem fara í epíska veiðiferð þar sem mikið gengur á, situr enn sem fastast á toppi í íslenska bíóaðsóknarlistans, þrettándu vikuna í röð. Eru tekjur af miðasölu á myndina nú komnar í tæplega 35 milljónir króna samtals frá frumsýningu. Nektin er ekkert vandamál hjá… Lesa meira
Krafist þess að fá upprunalegu útgáfu Suicide Squad
Bænum aðdáenda var svarað með Justice League. Þá er komið að næstu áskorun.
Eins og mörgum unnendum DC-myndasagnaheimsins er kunnugt um hefur nú fengist staðfest að leikstjórinn Zack Snyder fái að gefa út stórepíkina Justice League, í sínu upprunalega formi á næsta ári. Hreyfingin #ReleaseTheSnyderCut skilaði aldeilis glæstum árangri og uppskar það gífurlegan fögnuð hjá aðdáendum leikstjórans að loksins verði hægt að sjá… Lesa meira
The Goonies sýnd um helgina
Þessi stórfræga '80s ævintýramynd bætist í nostalgíusarp íslenskra kvikmyndahúsa.
Bandaríska ævintýramyndin The Goonies hefur lengi verið í miklu uppáhaldi marga ‘80s-barna en um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum Álfabakka.Myndin er frá árinu 1985 og sameina þeir Richard Donner og Steven Spielberg krafta sína í myndinni. Hér segir frá hópi krakka sem finna fjarsjóðskort á háalofti hjá einum meðlimi hópsins.… Lesa meira
Stella sýnd í endurbættri útgáfu
Stella Löve prýðir hvíta tjaldið á ný - nú í endurbættri útgáfu.
Óhætt er að fullyrða að gamanmyndin og frasaveitan Stella í orlofi sé einhver ástsælasta perla íslenskrar kvikmyndasögu. Nýverið hafa aðstandendur myndarinnar tekið hana í gegn með því að hreinsa upp hljóð og mynd sem hefur skilað sér í útgáfu sem nýtur sín ótrúlega vel á stóru tjaldi. Að þessu tilefni… Lesa meira
Lægðir, hægðir og fortíðardraugar glæpaforingja
Tom Hardy er bestur þegar hann er kominn í ruglið. Staðreynd.
Ef eitthvað hefur sannað sig ítrekað, þá er það sú regla að Tom Hardy er alltaf bestur þegar hann er ekki í lagi. Eins og óteljandi taktar frá honum hafa sýnt (hvort sem það kemur frá Warrior, Legend Lawless, Mad Max eða Venom) er maðurinn hreint dásamlegur þegar allir taumar… Lesa meira
Líklegast engin Óskarsverðlaun á næsta ári
Jæja. Nú á Bloodshot engan séns.
Öruggt er að fullyrða að kvikmyndaiðnaðurinn eins og hann leggur sig, líkt og flestar starfsgreinar, hafi orðið fyrir talsverðu áfalli vegna kórónuveirunnar. Bæði hefur gífurlegum fjölda kvikmynda verið frestað og er ekki hægt að standa í fjölmennum tökum um þessar mundir. Einnig er víða deilt um hvort flest kvikmyndahús megi… Lesa meira
Skorað á Christopher Nolan að fresta Tenet
„Mig dauðlangar að sjá myndina þína, en ekki nógu mikið til að leggja líf mitt í hættu.“
Margir bíða óþreyjufullir eftir nýjum fregnum af komandi stórmynd leikstjórans Christopher Nolan. Þessi nýi hasartryllir leikstjórans ber heitið Tenet og ríkir mikil leynd yfir söguþræði hans en sumir í leikhópnum hafa jafnvel viðurkennt í fjölmiðlum að þeir hafi ekki hugmynd um hvað kvikmyndin fjallar um. Eins og staðan er þegar… Lesa meira
The Shining og Shawshank sýndar um helgina
Tvær gamlar og góðar fylla í nokkrar eyður kvikmyndahúsa á COVID-tímum.
Nú um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum á tveimur ólíkum perlum sem sprottnar eru úr hugarheimi rithöfundarins Stephen King. Gefst þá bíógestum tækifæri til að upplifa The Shining frá 1980 og The Shawshank Redemption (1994) í kvikmyndasal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambíóunum og er verðið 1000 krónur á… Lesa meira
Þekkir þú Tom Hardy karakterinn? – Taktu þátt í Capone-bíómiðaleik
Giskaðu á réttan Tom og þú gætir unnið bíómiða fyrir tvo.
Glæpamyndin Capone var frumsýnd síðastliðnu helgi en þar fær breski leikarinn Tom Hardy aldeilis að sýna sínar villtari hliðar - sem flestir geta verið sammála um. Að venju sýnir hann tilþrifaríka frammistöðu sem fellur undir sama dálk og ýmsir aðrir stórbrotnir taktar þar sem Hardy leikur sér að geggjuninni. Capone… Lesa meira
Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest
Hleðst þá meira á kvikmyndaárið 2021.
Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir að kórónaveiran hafi ollið því að eftirvinnsla myndarinnar nái ekki upprunalega frumsýningardeginum sökum… Lesa meira
Vitleysingar og fyrrum glæpaforingi vinsælastir
Þessi veiðiferð er ósigrandi.
Aðsókn í kvikmyndahúsum Íslands hefur smám saman tekið gott flug eftir að þau opnuðu (flest) aftur 4. maí. Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans og hefur haldið þeirri siglingu frá frumsýningu hennar í mars, þó vissulega sé tillit tekið til þess að kvikmyndahúsin lokuðu nokkrum vikum seinnar.Engu að… Lesa meira

