Fjölgar í úrvali kvikmyndahúsa: Allir sýningartímar á einum stað

Eftir að kvikmyndahús á Íslandi og víðar neyddust til að skella í lás síðastliðinn mars vegna COVID hafa bíóin hægt og rólega verið að komast í sama horf.

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir er bíósumarið 2020 orðið sögulegt á marga vegu og voru allir stærstu titlarnir settir á bið. Þá hafa kvikmyndahúsin á Íslandi tekið upp á því að fylla í eyðurnar með smærri kvikmyndum sem upphaflega stóð til að gefa út á VOD-leigum, ásamt vænum sarpi af eldri klassískum myndum – til að mynda The Shining, The Shawshank Redemption og eru fleiri á leiðinni.

Fyrir ykkur sem ekki vissuð það fyrir eru allir sýningartímar í bíó aðgengilegir á einum stað á kvikmyndir.is. Á sýningartímasíðunni er hægt að skoða sýnishorn úr myndum, kaupa miða í bíó og margt margt fleira.
Upplýsingar um sýningartíma eru fengnar frá miði.is og Sambíóunum. Kvikmyndum er raðað eftir fjölda sýninga.

Þýðir þá ekki annað en að skella sér í bíó, jafnvel grípa eina gamla og eina nýja, eins og oft var hefðin á myndbandsleigum í denn.