Sér eftir móðurhlutverkunum

Óskarsverðlaunaleikkonan Marisa Tomei sér mikið eftir því að hafa verið töluð inn á það að taka að sér hlutverk mæðra í kvikmyndum.

Hún upplýsir um þetta í nýju viðtali sem tekið var við hana í tengslum við nýjustu kvikmynd Judd Apatow, The King of Staten Island, sem frumsýnd verður á Íslandi 17. júní nk.  Þar leikur Tomei móður persónu aðalleikarans, Pete Davidson.

Tomei í móðurhlutverkinu í King of Staten Island.

Eins og aðdáendur Marvel ofurhetjukvikmynda vita, þá leikur Tomei einnig móðurlegt hlutverk í Spider-Man, þar sem hún fer með hlutverk May frænku Köngulóarmannsins, Peter Parker.

“Ég sé mikið eftir því að hafa byrjað að feta þessa slóð,” segir Tomei við Collider vefritið. “Ég var, þú veist, töluð inn á það – ekki [King of Staten Island], heldur meina ég í þessa breytingu – og ég hef alltaf sagt við sjálfa mig, “Oh, ég gæti leikið svo mörg önnur hlutverk. Í raun og veru er, [að leika mæður] meira út fyrir rammann en nokkuð annað.”

Tomei segir ekki hver það var sem sannfærði hana um að fara inn á þessa braut.

Hún segir að þetta hafi mögulega ekki verið rétta leiðin fyrir hana, en hún reyni þó að gera gott úr öllu saman.

Tomei segir að hún vildi til dæmis frekar leika hættukvendið ( Femme Fatale ), eða leika í rómantískum gamanmyndum.