Amy og Goldie í klóm mannræningja – Fyrsta stikla og bannaða stikla úr Snatched

Gamanleikkonunum Amy Schumer og Goldie Hawn er rænt í „Liam Neeson – Taken“ stíl í fyrstu stiklunni fyrir nýjustu mynd sína, gamanmyndina Snatched. Í myndinni eru leikkonurnar í hlutverk mæðgna, þar sem Hawn er móðirin en Schumer dóttirin.

amy-sch

Þegar kærastinn segir henni upp, þá ákveður Emily að fara með móður sinni, sem er ofur varkár, í ævintýralegt frí til Ecuador. Það endar ekki betur en svo að þeim er rænt. Það hefur hinsvegar góð áhrif á samband þeirra og þær bindast fyrir vikið traustari böndum við það að reyna að losna úr prísundinni í frumskóginum.

Leikstjóri er Jonathan Levine og Katie Dippold skrifar handrit sem hún byggir á sambandi sínu við móður sína.

Aðrir helstu leikarar eru Christopher Meloni, Ike Barinholtz, Óscar Jaenada, Randall Park og Wanda Sykes.

Hlutverk Hawn í myndinni er fyrsta kvikmyndahlutverk hennar síðan hún lék í The Banger Sisters frá árinu 2002.

Myndin kemur í bíó hér á landi og í Bandaríkjunum á mæðradagshelginni svokölluðu, 12. maí nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og bönnuðu dónalegu stikluna ( red band ) þar fyrir neðan: