Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taken 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. desember 2008

His daughter was taken. He has 96 hours to get her back.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Faðir unglingsstúlku þarf að nota alla þekkingu sína og reynslu sem fyrrverandi njósnari til að bjarga henni úr klóm misyndismanna. Bryan (Liam Neeson) er fyrrverandi leyniþjónustumaður í Bandaríkjunum, fráskilinn og umhyggjsamur faðir hinnar 17 ára Kim (Maggie Grace). Kim og vinkona hennar Amanda fara saman í ferðalag til Evrópu og þegar þær eru staddar... Lesa meira

Faðir unglingsstúlku þarf að nota alla þekkingu sína og reynslu sem fyrrverandi njósnari til að bjarga henni úr klóm misyndismanna. Bryan (Liam Neeson) er fyrrverandi leyniþjónustumaður í Bandaríkjunum, fráskilinn og umhyggjsamur faðir hinnar 17 ára Kim (Maggie Grace). Kim og vinkona hennar Amanda fara saman í ferðalag til Evrópu og þegar þær eru staddar í París hringir Kim í föður sinn til að láta vita af sér. Á meðan á símtalinu stendur sér hún ókunna menn ræna Amöndu og koma svo í humátt á eftir henni sjálfri. Bryan skipar Kim að hlaupa inn í næsta svefnherbergi og fela sig undir rúmi. Þegar þangað er komið gefur Bryan dóttur sinni fyrirmæli: “Hlustaðu vel, þetta er mikilvægt. Þeir munu ná þér…”... minna

Aðalleikarar

Neeson sem Badass? Virkar!!!
Taken er mynd sem ég vissi ekkert um nema það að Luc Besson var handritshöfundur, og það var sem leiddi mann á þessa mynd.

Myndin segir frá fyrrverandi lögreglumanni sem hefur sínar skoðanir hvað varðar öryggi. Þegar dóttir hans ætlar sér að fara út í heim með vinkonu sinni, verður hann fyrst skeptical um hvort það sé ráðlagt. En hann leyfir það eftir nokkrar umræður og nokkur skilyrði. En það versta gerist: Henni er rænt og nú ætlar hann sér að ná fram hefndum á þeim sem rændu henni.

Liam Neeson er hvað þekktastur fyrir að taka að sér frekar alvarleg hlutverk. En að sjá hann sem mann sem hefur ekkert að tapa og á killing spree er snilld, og bara gaman að horfa á.

Myndin er hröð með frábærum skotbardögum og virkilega góðum bílaeltingaleikjum og, af og til, nokkur verulega óþægileg atriði sem henta ekki öllum.

Alveg fínasta mynd sem er hægt að hafa gaman að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Taken er solid þriller um mannsal og mannrán. Liam Neeson er fyrrverandi súpernjósnari sem gengur berserksgang í leit að dóttur sinni í París. Það er í raun allt sem maður þarf að vita. Þetta er í raun gamalt plott sem hefur verið endurtekið mörgum sinnum í t.d. The Searchers og Commando. Það er eitthvað svo frumstætt og mannlegt við þetta að það er góð ástæða til að endurtaka leikinn. Ánægjan verður því ekki endilega HVAÐ heldur HVERNIG. Neeson beitir skemmtilegum njósnabrögðum sem er gaman að fylgjast með. Myndin er hröð og spennandi, það er barist með byssum og höndum og manni leiðist aldrei. Myndin er 1,5 klst. sem er lykilatriði í svona myndum. Liam Neeson er auðvitað frábær leikari og bókstaflega heldur myndinni uppi einn síns liðs. Ég hefði aldrei haldið að hann gæti verið svona bad ass. Allt í allt frábær skemmtun, bara ekki búast við mikilli dýpt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Non-stop eltingarleikur
Besta mynd Liam Neeson ever! Allavega skemmtunarmynd. Hann leikur pabba stelpu sem verður rænt í París ásamt vinkonu hennar. Hann er fyrrverandi lögga eða sérsveitarmaður og leitar henni um alla París og flettir ofan af dópbissness og vændisölu.

Liam Neeson smellur 100% í hlutverkið og Maggie Grace, Famke Jenssen og aðrir leikarar koma vel út en hann heldur myndinni uppi alveg sjálfur ásamt hasarinum. Tónlistin er vel valin og klippingin ekki of hröð og myndatakan ekki of hrist. Bourne stíll en meira ,,under control''.

9/10
Ein besta hasarmynd/hefndarmynd þessa áratugs, en kannski aðeins of stutt
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kom mér á óvart

Taken er mjög góð mynd bara hasarinn plotið og spennan er algjört gull og myndinn sannar að Luc Beson getur bara skrifað góðar spennumyndir.
Liam Neeson er helvíti góður sem fyrrverandi leyniþjónustumaður og allt sem hann seigir er "solid gold".
Eina sem truflaði mig aðeins var að mér fanst þessi maður á eftirlaunum aðeins of ósnertanlegur því að hann verður aldrei kýldur, skotinn eða stúnginn fyrr en í seinasta hasaratriðinu en þá fér hann óvenjulega mikinn skaða á sig.Svo fanst mér myndinn dáltið stutt en það er kanski út af því að ég hafði svo gamman af henni.
Hasarinn er ferskur, hraður og taugatrékjandi.
Plotið er basic og það virkar það eru einginn twist eða neitt sem bætir í, Sagan er altaf eins og heldur sig við basic " leyniþjónustumaður að bjarga fjölskildumeðlimi"sem er gott.
Taken er bara hasar spennumynd og reynir ekkert meira en það er.Það eru náttúrulega nokkur drama atriði en þau eiðilegja ekkert spennuna.
Þannig ef þú ert að leita af góðri spennu hasar mynd taken er þín mynd til að horfá á föstudagskvöldi með Snakki, kóki og Vinum þannig að ég mæli með Taken.
4.5 af 5

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
"Badass" mynd!
Það sést langar leiðir að Taken er ekki frumleg bíómynd. Það sem hún er - aftur á móti - er fyrirtaks afþreying sem kemur sér beint að efninu og heldur þér í heljargreipum meðan þú horfir á Liam Neeson berja frá sér hvern vonda kallinn á eftir öðrum á meðan hann er í kapphlaupi við tímann.

Stærsti kosturinn við þessa blessuðu ræmu er að hún er í fimmta gír frá upphafi til enda og heldur spennunni nánast allan tímann. Handritið er voða standard, jafnvel fyrir mann eins og Luc Besson. Myndin er einföld en samt eitthvað svo skemmtileg og ef það væri ekki fyrir þennan ljómandi mikla töffaraskap i Neeson, þessa ofurkeyrslu og hlaðborðið af ofbeldi hefði myndin rétt eins getað farið beint á DVD.

Neeson er ógurlega vanmetinn sem harðjaxl en hann er algjörlega maðurinn í þetta hlutverk! Hann gerir kannski ekkert sem Kiefer Sutherland gerir ekki reglulega í 24-þáttunum (þ.e. að vera grimmur og hlaupa mikið), en karakterinn hans er svo jarðbundinn og pollrólegur að maður getur varla annað en dáðst að taktíkinni hjá þessum manni. Síðan lemur hann bókstaflega allt frá sér sem er í vegi hans. Maður heldur klárlega með honum og trúir því að þessi maður gæti e.t.v. lúbarið Jason Bourne og Bond á sama tíma.

Leikstjórnin er einnig miskunarlaus, þá á góðan hátt, og Pierre Morel (sem gerði seinast adrenalínvímuna District 13 - sem alltof fáir sáu) veit greinilega hvernig best skal meðhöndla svona hefndarmynd. Hann gerir sér grein fyrir hvað það er sem flestir vilja sjá af svona mynd, og hefur hann dauðar eða tilgangslausar senur í lágmarki, og afþreyingargildið í hámarki. Ekki margar myndir komast upp með slíka keyrslu, en þessi gerir það vegna þess að hún er svo asskoti þunn, en innihaldslaus er hún alls ekki.

Þið þekkið það eflaust þegar einhver notar lýsinguna "stanslaus rússíbani frá upphafi til enda." Nú, Taken er ein af fáum myndum sem fullkomlega stendur undir slíkri lýsingu. Hún tekur stuttan tíma í það að kynna persónur til leiks og sambönd þeirra, en um leið og söguþráðurinn er kominn á skrið, þá hægir myndin aldrei á sér. Kvikmyndataka og klipping heldur myndinni líka á réttu nótunum, og kemur hvort tveggja vel út og setur réttan fíling á atburðarásina. Hljóðvinnslan er sömuleiðis helviti öflug. Byssuhvellir og brak í beinum koma þar mikið við sögu.

Þetta er alls ekki fullkomin mynd, en svona myndir eru það nú voða sjaldan. Ég, fyrir mitt leyti, skemmti mér konunglega! Það er líka með því jákvæðasta sem hægt er að segja um afþreyingarmynd.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2024

Eins manns her - Villimannslegur stórsigur

Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um fyrstu kvikmynd Slumdog Millionaire leikarans Dev Patel sem leikstjóra, hasarmyndina Monkey Man, sem kölluð hefur verið John Wick í Mumbai, lýsir myndinni sem Villi...

04.11.2023

Óvæntar persónur, vatnavísundur og grín með erindi

Margar nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó þessa helgina og fjölbreytnin er mikil! Tröll, Joy Ride, Freelance, The Delinquets eru þar á meðal en einnig fjöldi skemmtilegra mynda á barnakvikmyndahátíð í Bíó p...

28.08.2023

Neeson örvæntingarfullur í bíl með sprengju

Í nýjasta spennutrylli sínum Retribution er hinn 71 árs gamli Liam Neeson mættur enn á ný í hlutverki hins gallharða nagla sem við höfum séð hann í í ótal myndum síðustu ár. En kannski stendur þessi erkitöffari nú...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn