Stressuð Garner stalst í bíó

Hversu oft ætli leikurum langi ekki að vera fluga á vegg á almennum sýningum kvikmynda sem þeir leika í, til að upplifa með eigin augum hvernig venjulegum bíógestum líkar við myndina …

Þetta er nákvæmlega það sem Jennifer Garner, aðalleikona Peppermint gerði á dögunum, er hún keypti sér miða á myndina í kvikmyndahúsi í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Í Peppermint leikur Garner móður sem breytist í sannkallaða drápsmaskínu, eftir að fjölskylda hennar er myrt í skotárás úr bíl.

Eins og sést í myndbandinu sem leikkonan birti á Instagram reikningi sínum, þá er Garner ögn stressuð, og reynir að fela sig þegar áhorfendur fara út úr bíóhúsinu.

„Líkar þeim myndin?“ hvíslar leikkonan í myndbandinu.

Peppermint verður frumsýnd hér á Íslandi á föstudaginn kemur, þann 14. september. Ætli Garner láti sjá sig!

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan, og stiklu úr myndinni þar fyrir neðan: