Enn ber vel í veiði

Það er væntanlega hætt að koma nokkrum manni á óvart en rétt eina vikuna trónir íslenska gamanmyndin Síðasta veiðiferðin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, á sinni 15. viku á lista. Myndin fjallar um vinahóp sem fer í veiði með spaugilegum afleiðingum.

Stórlaxar.

Í öðru sæti listans er gamall kunningi, en það er engin önnur en Christopher Nolan kvikmyndin The Dark Knight, sem fjallar um Batman og Jókerinn. Þetta er gömul mynd sem er hluti af Christopher Nolan maraþoni SAM bíóanna, sem á að enda með sýningu á nýjustu mynd leikstjórans, Tenet.

Í þriðja sæti listans er svo myndin sem var í öðru sæti í síðustu viku, teiknimyndin Áfram, eða Onward.

Auk The Dark Knight eru þrjár “nýjar” kvikmyndir á listanum þessa vikuna. Í fimmta sæti er hin sígilda gamanmynd Stella í orlofi, í áttunda sæti er Batman Begins og í því níunda er Valley Girl, sem er splunkuný, amk. í samanburði við þær tvær á undan.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: