1917 ryður Stjörnustríði af toppnum

Eftir langa veru Star Wars: The Rise of Skywalker á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, er nú komin ný mynd á toppinn, Golden Globe verðlaunamyndin 1917, eftir Sam Mendes. Star Wars situr því núna í öðru sæti listans, en í þriðja sæti er sem fyrr teiknimyndin Spies in Disguise.

Hermaður í skotgröfum.

Ný mynd er í fjórða sæti aðsóknarlistans, Gullregn eftir Ragnar Bragason. Myndin er byggð á gríðarlega vinsælu leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir átta árum síðan. Sjáðu nokkrar ljósmyndir úr verkinu hér fyrir neðan, ásamt aðsóknarlistanum í heild sinni: