
Teiknimyndin Frozen II var frumsýnd um helgina, og það er skemmst frá því að segja að myndin sló í gegn, en 14.301 gestur dreif sig í bíó að sjá kvikmyndina. Tekjurnar námu 16 milljónum króna yfir helgina alla. Það þýðir að 68% allra sem fóru í bíó um helgina, sáu Frozen II, geri aðrir betur! […]