Konungurinn lengi lifi

Aðra vikuna í röð situr Disney myndin konungur ljónanna, eða The Lion King, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, margfalt vinsælli en næsta mynd á eftir, fyrrum toppmyndin Spider-Man: Far from Home, sem sat einnig í öðru sætinu í síðustu viku.

Ungur konungur

Þriðja sætið er einnig óbreytt. Þar situr sömuleiðis gömul toppmynd, Toy Story 4 ,sem nú hefur setið á listanum í sex vikur.

Tvær nýjar myndir er á topplistanum að þessu sinni. Anna fer beint í fjórða sætið og beint í 14. sætið fer myndin með langa nafnið: The Man who Killed Hitler and then The Bigfoot.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: