Ósigrandi Leynilögga

Leynilögga er ósigrandi á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin er sú vinsælasta á Íslandi rétt eina ferðina, eftir að hafa gefið toppsætið eftir í stuttan tíma til Eternals fyrir tveimur helgum síðan.

Alvöru byssa.

Tekjur af sýningu Leynilöggu eru nú komnar í sjötíu milljónir króna og nærri 40 þúsund manns hafa barið þau Audda, Egil Einarsson, Steinunni Ólínu og Vivan ofl. augum í þessari grínhasarmynd.

Önnur vinsælasta kvikmynd landsins eftir sýningar um síðustu helgi er Eternals, aðra vikuna í röð, en tekjur af sýningum Marvel myndarinnar nema nú samtals rúmum sautján milljónum króna og ellefu þúsund manns hafa séð hana í bíó.

Þriðja og fjórða sæti listans er einnig óbreytt milli vikna, en þar sitja íslenska fjölskyldumyndin Birta og James Bond myndin No Time to Die. Birtu hafa fimm þúsund manns séð í bíó en 57 þúsund manns hafa séð Bond.

Miðasölutekjur í bíó drógust annars talsvert saman milli vikna, eða um 35%, og er ástæðan væntanlega hertar sóttvarnaraðgerðir hér innanlands.  Ellefu milljónir komu samtals í kassann þessa helgina en næstum sautján um síðustu helgi.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér að neðan: