Risahelgi hjá Doctor Strange

Doctor Strange in the Multiverse of Madness kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi og halaði inn næstum sextán milljónum króna í miðasölunni. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var myndin sýnd í átján bíósölum og rúmlega níu þúsund manns fóru í bíó að sjá Marvel hetjurnar.

Myndin var frumsýnd um miðja síðustu viku og heildaraðsókn er því samtals nærri fimmtán þúsund manns og tekjurnar 25 milljónir.

Aðrar myndir stóðu Doctornum töluvert langt að baki, en Sonic The Hedgehog 2 náði öðru sætinu með 1,3 milljónir í tekjur og Berdreymi, sem er fyrrum toppmynd listans, situr í því þriðja með nánast sömu tekjur og Sonic.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: