Spider-Man stefnir í 100 milljónir króna í tekjur

Hvorki fleiri né færri en fimmtíu og fimm þúsund manns hafa séð ofurhetjusmellinn Spiderman: No Way Home frá því hún var frumsýnd í desember sl. en myndin situr nú fimmtu vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu nálgast það að vera eitt hundrað milljónir króna og geri aðrir betur! Tekjurnar eru nú komnar í 83 milljónir.

Það er þó efnilegur keppinautur í öðru sæti aðsóknarlistans sem gæti allt eins hrifsað toppsætið af Köngulóarmanninum eftir sýningar næstu helgar. Þar er komin hrollvekjan Scream, sem hefur fengið þrælgóðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.

Önnur ný mynd, Skrímslafjölskyldan 2, fór beint í fimmta sæti listans og gaman verður að sjá hvernig framhaldið verður hjá henni einnig.

Njósnaspennutryllirinn The 355, sem er sögð vera í stíl við Mission Impossible, kemur ný í bíó á morgun, föstudag, og verður jafnframt áhugavert að sjá hvernig henni vegnar.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: