Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Með þessari mynd verður Jon Watts fyrsti leikstjórinn til að leikstýra Marvel þríleik, en enginn leikstjóri hefur náð að leikstýra öllum þremur myndunum í þríleik, sbr. Iron Man og Captain America. Það mesta sem leikstjórar hafa náð til þessa eru tvær myndir í röð.
Aðalleikarinn Tom Holland byrjaði að leika í myndinni aðeins tveimur dögum eftir að tökum lauk á annarri mynd hans, Uncharted, sem kemur í bíó 2022.
Þetta er í tíunda skipti sem leikarinn og leikstjórinn Jon Favreau kemur að Marvel kvikmynd. Hann kom við sögu í Iron Man þríleiknum, The Avengers fjórleiknum og þremur Spider-Man myndunum nýjustu.
Þegar Peter Parker er að klæða sig í búning köngulóarmannsins ofaná bílþaki þá er leigubíll í baksýn. Númer leigubílsins er 1228. Það er vísun í afmælisdag Stan Lee, höfund Spider-Man, en hann fæddist 28. desember 1922.
Þetta er 27. Marvel kvikmyndin.
Alfred Molina, sem leikur Doc Ock, var yngdur með stafrænni tækni til að láta hann líta meira út eins og í síðustu Spider-Man mynd sem hann lék í árið 2004. Þá voru armarnir á baki hans tölvugerðir, en voru ekki handstýrðir eins og í fyrri myndinni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Stan Lee, Steve Ditko, Mike J. Regan, Erik Sommers
Kostaði
$200.000.000
Tekjur
$1.911.432.550
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
17. desember 2021
VOD:
13. apríl 2022