Vandað framhald

Konungsríkið Arendelle er í hættu. Drottningin Elsa og systir hennar Anna, Kristján, snjókarlinn ÓIafur og hreindýrið Sveinn halda til skógar sem er umvafinn töfrum í von um að komast að uppruna krafta Elsu. Lausnin á þeirri ráðgátu gæti varpað miklu ljósi á fortíð konungsríkisins og framtíð þess einnig. „Frozen“ (2013) reyndist vera alger gullnáma fyrir […]

Deadpool og Hangover stjörnur í Tomma og Jenna

Leikhópurinn fyrir væntanlega kvikmynd um ærslabelgina Tomma og Jenna, eða Tom & Jerry, sem voru fastagestir í samnefndum teiknimyndum í íslensku sjónvarpi um árabil, er nú að skríða betur og betur saman. Nýjasta viðbótin í hópinn er enginn annar en Hangover leikarinn Ken Jeong, og Deadpool 2 leikarinn Rob Delaney. Jeong er auk þess að […]

Rotten verður stökkbreytt svín

John Lydon, öðru nafni Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols og PIL, mun tala fyrir ófrýnilegt illmenni í nýrri teiknimyndaseríu frá Nickelodeon um Ninja skjaldbökurnar;  Rise of the Teenage Mutant Ninja Turtles. Rotten mun fara með hlutverk Meat Sweats, valdagráðugs stökkbreytts svíns. Teiknimyndaserían verður frumsýnd í september nk. á Channel 5 og Nicktoons, en sagt […]

Hrakningasaga og Hin ótrúlegu 2 í nýjum Myndum mánaðarins

Júníhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í júnímánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Á forsíðum blaðsins eru tvær myndir sem […]

Nýtt í bíó – Lói – Þú flýgur aldrei einn

Íslenska teiknimyndin Lói – Þú flýgur aldrei einn kemur í bíó í dag, en myndin var frumsýnd við hátíðlega athöfn í gær.  Myndin verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri. Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini […]

Will Smith veitir þrjár óskir

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur ráðið Independence Day leikarann Will Smith í hlutverk andans í lampanum, í nýrri leikinni mynd um ævintýri Aladdins. Þá hefur Power Rangers leikkonan Naomi Scott verið ráðin í hlutverk Jasmínar prinessu og Mena Massoud verður Aladdin. Upprunalega teiknimyndin um Aladdin sem frumsýnd var árið 1992, var gamansöm útgáfa af arabískri þjóðsögu um […]

Baldwin snýr aftur í Stubbur stjóri 2

Stubbur stjóri, eða Boss Baby eins og teiknimyndin heitir á frummálinu, er enn í bíó hér á Íslandi, en nú þegar hafa Dreamwork Animation boðað að framhaldsmynd sé á leiðinni.  Tekjur myndarinnar á heimsvísu eru nú orðnar meira en hálfur milljarður bandaríkjadala, og því kemur ekki á óvart að ákveðið hafi verið að gera framhald. […]

Nýtt í bíó – Stubbur stjóri

Teiknimyndin Stubbur stjóri verður frumsýnd á morgun, fimmtudag, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. „Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á!,“ segir í tilkynningu frá Senu. Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Myndin fjallar […]

Steinaldarfjölskylda í frost

Ef þú hefur verið að bíða í ofvæni eftir framhaldi á ævintýrum steinaldarfjölskyldunnar í teiknimyndinni skemmtilegu The Croods frá árinu 2013, þá eru hér slæmar fréttir fyrir þig; DreamWorks Animation og móðurfélagið Universal, hafa hætt við The Croods 2. The Croods sló í gegn á sínum tíma, og þénaði meira en 587 milljónir Bandaríkjadala í bíó um […]

Hálfguð og kjúklingur úti á hafi – Fyrsta stikla

Í júní sl. fengum við smá sýnishorn af Dwayne Johnson í hlutverki hálfguðsins Maui í nýju Disney-teiknimyndinni Moana, en nú er komið að fyrstu stiklu í fullri lengd. Í stiklunni er sól og sumar og mikið fjör, en myndin fjallar um titilpersónuna Moana, sem Auli’i Cravalho leikur, sem hittir Maui sem fer með henni í sjóferð yfir […]

Shrek hættur við að hætta

Í framhaldi af yfirtöku NBC Universal á Dreamworks Animation kvikmyndafyrirtækinu, þá hefur verið tilkynnt að von sé á fimmtu teiknimyndinni um græna risann viðkunnalega, Shrek, Shrek 5, árið 2019.  Jafnframt er von á teiknimyndinni Shadows, eftir Edgar Wright og David Walliams. Yfirlýsingin kemur mörgum aðdáendum Shrek seríunnar á óvart, þar sem síðasta mynd, Shrek Forever […]

Nýtt í bíó – Angry Birds bíómyndin

Angry Birds bíómyndin verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 11. maí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Kvikmyndin um fiðurféð ergilega gerði garðinn upphaflega frægan í tölvuleiknum Angry Birds og nú fá áhorfendur loksins að vita hvers vegna fuglarnir eru alltaf svona reiðir! Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan. Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við […]

Nýtt í bíó – Kung Fu Panda 3

Teiknimyndin Kung Fu Panda 3 verður frumsýnd á föstudaginn næsta þann 18. mars í tvívídd og þrívídd og bæði með íslensku og ensku tali í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Í myndinni segir frá því þegar löngu týndur faðir Pós birtist skyndilega, en pandan okkar […]

Matur étinn lifandi í Pulsupartýi – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir teiknimyndina Sausage Party, eða Pulsupartý í lauslegri snörun, er komin út, en myndin er sögð vera fyrsta bannaða ( R-rated ) tölvuteiknaða bíómyndin. Eins og sést í stiklunni, sem líka er bönnuð börnum, þá er það líklega miskunnarlaus slátrun matarins og ljótt orðbragð, sem er ástæða bannsins. Með helstu hlutverk fara þekktir gamanleikarar, […]

Star Wars leikkona lítur til baka

Daisy Ridley er ein umtalaðasta leikkonan í Hollywood um þessar mundir eftir frábæra frammistöðu í lykilhlutverki í Star Wars: The Force Awakens, þar sem hún leikur Rey. Þeir sem ekki hafa þolinmæði til að bíða til 2017, eftir að sjá hana í næsta kafla af Star Wars sögunni, Kafla VIII, geta hlustað á leikkonuna í […]

Storkur býr til barn – Fyrsta stikla!

Warner Bros. framleiðslufyrirtækið hefur gefið út fyrstu stiklu fyrir myndina Storkar, eða Storks eins og hún heitir á frummálinu. Leikstjórar eru Nicholas Stoller og Doug Sweetland, en með helstu hlutverk fara Andy Samberg, Kelsey Grammer, Keegan-Michael Key og Jordan Peele. Eins og flestir ættu að vita þá hafa Storkar það hlutverk með höndum, amk. í […]

Nýtt í bíó – Hótel Transylvanía 2!

Teiknimyndin Hótel Transylvanía 2 verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 25. september í Smárabíói, Háskólabíói, Álfabakka, Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri í 2D og 3D. Að þessu sinni virðist allt vera á réttri leið á hótelinu, sem var upphaflega bara fyrir skrímsli en tekur nú á móti mönnum líka. En Drakúla hefur þungar áhyggjur! Afastrákurinn hans, […]

Losar sverð úr steðja

Disney heldur áfram að færa teiknimyndir sínar yfir í leikinn búning og nú er fyrirtækið með í undirbúningi leikna útgáfu af „Sword in Stone“ eða Sverð fast í steini, í lauslegri þýðingu. Handritið mun Game of Thrones handritshöfundurinn Bryan Cogman skrifa, samkvæmt frétt Variety. Upphaflega teiknimyndin var byggð lauslega á samnefndri skáldsögu T.H. White, sem […]

John C. Reilly í Wreck-it Ralph 2

John C. Reilly, sem lék aðalhlutverkið í myndinni um Rústarann Wreck it Ralph, sem frumsýnd var árið 2012, hefur tilkynnt opinberlega að von sé á framhaldi á þessari skemmtilegu teiknimynd. Myndin fjallar um persónu í tölvuleik sem rústar byggingu sí og æ, en þráir ekkert heitar en vera elskaður og dáður. Orðrómur hefur verið í […]

Smáfólk í bíó – Fyrsta stikla!

FOX Family Entertainment frumsýndi í gær fyrstu stikluna fyrir The Peanuts Movie, eða Smáfólk, eins og teiknimyndasagan heitir í íslenskri þýðingu. Stiklan er fyrsta sýnishorn úr þessari fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem gerð er eftir sögunni, en við sögu koma kunnir kappar eins og Charlie Brown ( Kalli Bjarna ) Snoopy ( Snati ) […]

Dórótea snýr aftur til Oz – Frumsýning

Hin litríka og skemmtilega teiknimynd Töfralandið Oz: Dórótea snýr aftur, verður frumsýnd með íslensku tali, miðvikudaginn 28. maí. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Myndin er eftir þá Will Finn og Dan St. Pierre sem eiga að baki margar þekktar myndir eins og The Road […]

Addams fjölskyldan aftur á kreik

Hin mjög svo geðþekka Addams fjölskylda mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstunni, en nú í formi teiknimyndar sem MGM kvikmyndafyrirtækið hyggst framleiða. MGM er nú á síðustu metrunum í samningaviðræðum við framleiðendur, en Addams family var upphaflega teiknimyndasaga eftir Charles Addams. Pamela Petteler, sem skrifaði m.a. Corpse Bride og Monster House, hefur verið fengin til […]

Krísu Kalli nýr í Toy Story!

Eins og við sögðum frá á dögunum þá er von á fyrstu Toy Story sjónvarpsmyndinni á Halloween í Bandaríkjunum þann 16. október nk., Toy Story of Terror! Um er að ræða 30 mínútna mynd með öllum helstu persónum úr Toy Story teiknimyndunum þremur sem búið er að gera. Auk fastagesta koma einnig við sögu ný […]

Skósveinar fluttir frá jólum til sumars

Universal kvikmyndaverið bandaríska tilkynnti í dag að það væri búið að fresta frumsýningu á sérstakri mynd um Skósveina Gru ( Minions ) í Aulanum ég, en myndin er hliðarmynd af Aulanum ég, eða Despicable Me eins og hún heitir á frummálinu. Myndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, hefur verið færð frá 19. desember 2014 […]

Teiknimyndameistari hættir

Tilkynnt hefur verið að teiknimyndameistarinn japanski, Hayao Miyazaki, sem er 72 ára gamall, sé sestur í helgan stein og nýjasta mynd hans, The Wind Rises, sé hans síðasta mynd. The Wind Rises hefur notið gríðarlegra vinsælda í Japan og er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Miyazaki stofnaði kvikmynda – og teiknimyndafyrirtækið Studio Ghibli og […]

Falleg stikla úr vinsælli teiknimynd Miyazaki

Stikla með enskum texta er komin fyrir nýjustu teiknimynd Hayao Miyazaki, sem er jafnframt sú fyrsta frá honum í fimm ár,  The Wind Rises. Myndin er byggð á skáldsgöu Tatsuo Hori og segir skáldaða sögu byggða á Jiro Horikoshi, verkfræðingnum sem smíðaði Mitsubishi A6M Zero orrustu flugvélina sem Japanir notuðu í Síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er […]

Eilífur vetur í Frozen – Ný stikla og myndir!

Ný stikla er komin út fyrir  nýjustu teiknimynd Disney teiknimyndafyrirtækisins, eða Walt Disney Animation Studios. Myndin heitir Frozen, og er úr smiðju þeirra sömu og gerðu teiknimyndirnar Tangled og Wreck It Ralph, sem frumsýnd var í fyrra. Frozen er byggð á ævintýri eftir Hans Christian Andersen, Snjódrottningunni, eða The Snow Queen. Sjáðu stikluna hér fyrir […]

Frumsýning: Hákarlabeita 2

Sena frumsýnir teiknimyndina Hákarlabeita 2 – Hættur á háflæði, á föstudaginn næsta, þann 1. febrúar, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Hákarlabeita 2 er framhald samnefndrar teiknimyndar sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum árum, en þessar myndir höfða fyrst og fremst til yngstu áhorfendanna. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Skrautfiskurinn Sær […]

Skrímsli í skóla – Ný sjónvarpsauglýsing

Disney Pixar hefur sent frá sér nýja sjónvarpsauglýsingu fyrir nýju Monsters teiknimyndina, Monsters University, en áður höfum við séð kitlu og plaköt. Í auglýsingunni sjáum við háskólann og nokkra nemendur segja hvað það sé frábært að fara í skólann, rétt eins og í auglýsingu fyrir hvern annan háskóla. Sjáið auglýsinguna hér fyrir neðan: Monster’s University gerist […]

Frumsýning – Hvíti kóalabjörninn

Sena frumsýnir á föstudaginn næsta, þann 4. janúar, teiknimyndina Hvíti kóalabjörninn, eða Outback eins og myndin heitir á frummálinu. Hér er um að ræða teiknimynd fyrir unga kvikmyndaunnendur, talsett á íslensku og full af fjöri, húmor og hæfilega spennandi ævintýrum og uppákomum við þeirra hæfi, eins og segir í tilkynningu frá Senu. Í myndinni segir […]