Ástarbréf til vísindaskáldsagna

Bósi okkar Ljósár úr teiknimyndinni ástsælu Leikfangasögu, eða Toy Story, er loksins kominn í bíó og það á sjálfum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní. Það er vel við hæfi enda er Bósi skyldurækinn og fylginn sér, vill vera til fyrirmyndar í sem flestu og leiða okkur til betri vegar.

Græddi 130 milljarða

Ljósár er fimmta kvikmyndin í Toy Story seríunni. Tekjur síðustu kvikmyndar í seríunni, Toy Story 4, námu samtals einum milljarði Bandaríkjadala, eða 130 milljörðum íslenskra króna.

Flott teymi.

Við kynntumst Bósa upphaflega í fyrstu Leikfangasögukvikmyndinni árið 1995 þegar foreldrar Andy gáfu honum leikfangið. Eins og unnendur myndarinnar vita þá var Andy yfir sig ánægður með gjöfina því þessi hugaða hetja var úr uppáhaldskvikmyndinni hans. Kvikmyndin Ljósár er um þá kvikmynd. „Ljósár er um sögu Bósa Ljósár, persónuna sjálfa, frekar en leikfangið,“ segir Efren Ramirez sem leikur Airman Díaz í myndinni, við Distractify. „Þeir ákváðu að halda áfram að skoða ekki bara leikföngin, heldur hinar raunverulegu persónur á bakvið þau,“ segir Ramirez um framleiðendur myndarinnar.

Chris Evans er Bósi.

„Þau geta fjallað um persónuna og hvað hann gekk í gegnum sem geimfari og geimkönnuður,“ bætir Ramirez við.

Hasar í geimnum.

Í umfjöllun Wealth of Geeks segir að Ljósár sé ástarbréf til vísindaskáldsagna fyrri tíma. Vísað er í myndir eins og Star Wars, Aliens, Interstellar og 2001: A Space Odyssey. Í umfjölluninni segir að þetta sé augljóst hverjum þeim sem myndina sér. Litrík geimferðalögin, óhugnanlegt yfirborð plánetunnar og endurvarp á glerinu í geimhjálmunum skapi allt sannkallaða veislu fyrir augað.

Útlitslega flottust

Þá segir að Ljósár sé án efa útlitslega flottasta kvikmynd Pixar framleiðslufyrirtækisins til þessa.

Fjallmyndarlegur geimkönnuður.

Einnig segir í umfjölluninni að Chris Evans, sem fer með hlutverk Bósa, standi sig frábærlega.

Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson talar fyrir Bósa Ljósár á íslensku og leikkonan Aldís Amah Hamilton talar fyrir Sirrý Hofdal í íslensku talsetningunni á nýjustu mynd Disney og Pixar, Ljósár.