Ævar og Gyllenhaal eru Finnur Klængs – sjáðu alla íslensku leikarana

Disney-teiknimyndin Skrýtinn heimur, eða Strange World, er væntanleg í bíó 25. nóvember næstkomandi. Myndin segir frá hinni goðsagnakenndu Klængs landkönnunarfjölskyldu. Misklíð milli þeirra gæti sett strik í reikning væntanlegs leiðangurs sem er jafnframt sá mikilvægasti til þessa.

Með í för er sundurleitur hópur sem samanstendur m.a. af hrekkjóttu slími, þrífættum hundi og fleiri gírugum skepnum.

Fjölskylda og föruneyti á ferð. Maríanna, Ægir, Finnur, Eyþór og Kallistó.

Myndin verður sýnd með íslensku tali en leikararnir eru: Finnur Klængs – Ævar Þór Benediktsson, Ægir Klængs – Steinn Ármann Magnússon, Eyþór Klængs – Benedikt Gylfason, Kallistó – Sólveig Gumundsdóttir og Maríanna – Þórunn Erna Clausen.

Í ensku útgáfunni fer Jake Gyllenhaal með hlutverk Finns Klængs, Dennis Quaid er Ægir Klængs, Jaboukie Young-White er Eyþór Klængs, Gabrielle Union er Maríanna og Sólveig Guðmundsdóttir er Kallistó.

Rólegur pabbi!

Með íslensk aukahlutverk í myndinni fara Bjartmar Þórðarson, Björn Thorarensen, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Grettir Valsson, Jónmundur Grétarson, Katla Njálsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir .

Þrír söngvarar

Söngur er í höndum Jóns Svavars Jósefssonar, Björns Thorarensen og Arnar Ýmis Arasonar.

Þýðing leiktexta: Harald G. Haralds

Þýðing söngtexta: Björn Thorarensen

Upptökustjóri: Hrund Ölmudóttir

Leikstjóri: Rósa Guðný Þórsdóttir

Fjölskyldan finnur óvænt hinn fræga pabba sinn í ferðinni.