Jóker og snjómaður í nýjum Myndum mánaðarins

Októberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í októbermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Á forsíðum blaðsins eru tvær afar spennandi […]

Heimsfrægur leikari á RIFF

Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26.09. – 06.10. 2019. John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Í tilkynningu frá RIFF segir að hann hafi leikið mikilvæg hlutverk í bíómyndum eins og Three Billboards […]

Lesendur völdu Mad Max bestu myndina

Lesendur Kvikmynda.is hafa gert upp hug sinn í skoðanakönnun um bestu mynd ársins 2015 sem við efndum til skömmu fyrir áramót. 1. Mad Max: Fury Road   Hún naut nokkurra yfirburða í skoðanakönnuninni og ljóst að þessi endurræsing á gömlu Mad Max-myndunum, þar sem Mel Gibson var í aðalhlutverki, fær fljúgandi start. Tvær aðrar myndir í bálknum eru fyrirhugaðar og er […]

Everest klífur yfir 200 milljónir dala

Everest, mynd Baltasars Kormáks, hefur rofið 200 milljón dala múrinn í miðasölunni um heim allan, en það eru yfir 26 milljarðar króna.  Í Norður-Ameríku hefur myndin náð inn rúmum 43 milljónum dala í miðasölunni. Annars staðar í heiminum eru tekjurnar komnar í tæpar 160 milljónir dala, samkvæmt Boxofficemojo.com. Everest kostaði 55 milljónir dala og því hefur Baltasar tekist […]

Þrefaldur hagnaður Everest

Everest hefur halað inn 166 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni um heim allan síðan hún var frumsýnd 18. september.  Myndin kostaði „aðeins“ 55 milljónir dala í framleiðslu og því eru tekjurnar orðnar þrefalt hærri en sú upphæð. Tekjur myndarinnar nema 111 milljónum dala, eða um 14 milljörðum króna. Til samanburðar kostaði næstvinsælasta mynd Baltasars, 2 Guns, […]

Trúðar á toppnum!

Það eru engir aðrir en Íslandsvinirnir Frank og Casper í myndinni Klovn Forever sem sitja á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, en myndin, sem er ný á lista, fékk meiri aðsókn en Everest, þó að mjótt hafi verið á munum. Þar með er þriggja vikna óslitinni sigurgöngu Everest á listanum lokið. Í þriðja sæti listans […]

Þriðja vika Everest á toppnum!

Það er tíðindalaust á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa helgina. Baltasar Kormákur er þar sem kóngur í ríki sínu með stórmynd sína Everest, þriðju vikuna í röð! Meira að segja toppmyndin í Bandaríkjunum þessa helgina, The Martian, nær ekki að velta Everest úr sessi, og situr í öðru sæti, ný á lista. Í þriðja sæti listans er svo teiknimyndin […]

Ekkert haggar Everest

Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, gefur ekkert eftir og heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Aðsóknin á myndina var rösklega tvöfalt meiri en á myndina í öðru sætinu, teiknimyndina Hótel Transylvanía 2, sem var frumsýnd um helgina. Í þriðja sæti er önnur ný mynd, spennumyndin Sicario, sem er með tónlist eftir Jóhann […]

Variety spáir Hrútum Óskarstilnefningu

Hið virta kvikmyndarit Variety spáir því að Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hljóti tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.  Myndin hlaut verðlaunin Un Certain Regard á Cannes-hátíðinni í vor. Á lista Variety er Hrútar í fjórða sæti yfir líklegustu erlendu myndirnar til að hreppa Óskarinn. Í efsta sæti er Son of Saul frá Ungverjalandi, í öðru […]

Everest rís hæst!

Það er engin önnur en Everest, Hollywood stórmynd, Baltasars Kormáks, sem var langvinsælasta mynd helgarinnar hér á landi með 15,5 milljónir íslenskra króna í aðgangseyri. Næsta mynd á lista, toppmynd síðustu viku, Maze Runner 2: The Scorch Trials þénaði 2,7 milljónir í öðru sætinu. Í þriðja sæti er svo gamall kunningi, Inside Out, sem er búin að […]

Ekkja ánægð með Everest

Varúð – spilliefni! Þessi frétt getur spillt fyrir þeim sem ætla að sjá Everest og vilja ekki vita hverjir létust í ferðinni á hæsta tind veraldar. Þeim er ráðlagt að hætta lestri, nú þegar. Ekkja eins þeirra fjallgöngumanna sem kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fjallar um er ánægð með útkomuna á hvíta tjaldinu. „Ég hafði mínar efasemdir […]

Josh Brolin um Everest: „Þetta var hryllilegt"

Josh Brolin segir að það hafi reynt mikið á sig að leika í Everest, mynd Baltasars Kormáks. „Hluti af því að taka þátt í svona mynd, sem gerir það spennandi, er þegar leikstjóri frá Íslandi kemur til þín og segir: „Ég vil gera þetta á þann hátt sem ég tel að enn sé hægt að gera […]

Everest fær góða dóma hjá Hollywood Reporter

Everest, nýjasta mynd Baltasars Kormáks, fær mjög góða dóma í kvikmyndaritinu virta The Hollywood Reporter.   Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Gagnrýnandinn segir myndina bæði raunsæja og spennandi. Leikararnir fá einnig plús í kladdann fyrir sína frammistöðu. „Everest fer ekki ódýru leiðina eða reynir að búa til mikið úr hlutunum þegar […]

25 haustmyndir sem þú mátt ekki missa af

Kvikmyndasíðan The Wrap hefur tekið saman lista yfir 25 haustmyndir sem blaðamenn hennar dauðlangar að sjá. Þar á meðal eru Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks,  Hateful Eight frá Quentin Tarantino, Bond-myndin Spectre og að sjálfsögðu Star Wars: The Force Awakens.  Hér fyrir neðan er listi yfir tíu af þessum myndum með frumsýningardögunum vestanhafs en hérna er hægt […]

Vill kvenkyns Che Guevara í Hollywood

Robin Wright segir að bylting þurfi að eiga sér stað í Hollywood til að jafnrétti kynjanna verði að veruleika.   „Sem betur fer er loksins farið að tala opinberlega um jafnrétti kynjanna en við þurfum á kvenkyns Che Guevara að halda,“ sagði House of Cards-leikkonan við London Evening Standard og átti þar við argentíska uppreisnarleiðtogann sem […]

Kynnast náttúröflunum í Everest

„Baltasar vill að við kynnumst náttúruöflunum,“ segir Jake Gyllenhaal í nýju kynningarmyndbandi fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en í myndbandinu er rætt við Baltasar og nokkra leikara um það hvernig aðstæður voru á tökustað m.a. Í myndbandinu er mikið rætt um áhersluna sem leikstjórinn setur á að taka myndina upp í sem raunverulegustu aðstæðum, […]

Everest – Fyrsta stikla!

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest er komin út. Myndin er þriðja Hollywoodmynd Baltasars, en áður hefur hann gert 2 Guns og Contraband. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes, Robin Wright, Michael Kelly, Sam Worthington, Keira Knightley og Emily Watson „Við þurfum að bera dótið okkar á ösnum. […]

Everest – Fyrsta plakat! Stikla á morgun!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, hina sannsögulegu Everest. Eins og sést á plakatinu hér að neðan þá er hver stórleikarinn af öðrum talinn þar upp, auk þess sem kynt er undir spennuna með setningunni: „The Most Dangerous Place on Earth“, eða Hættulegasti staður á Jörðinni. Samkvæmt vefsíðunni The Film Stage er […]

Ný mynd úr Everest

Ný mynd úr kvikmynd Baltasar Kormáks, Everest, hefur verið opinberuð af kvikmyndafyrirtækinu Universal Pictures. Á myndinni má sjá fúlskeggjaðann Jake Gyllenhaal í fararbroddi. Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á hæsta fjalli jarðar, Everest, 11. maí árið 1996 en það er mannskæðasta slys sem orðið hefur á fjallinu. Með aðalhlutverk í […]

Fyrsta myndin úr Everest

Fyrsta myndin úr kvikmynd Baltasar Kormáks, Everest, hefur verið opinberuð. Universal Pictures opinberuðu myndina með fréttatilkynningu í dag og staðfestu einnig að Everest verði frumsýnd þann 27. febrúar, 2015. Á myndinni sést leikarinn Jason Clarke, fremstur í fararbroddi í stormviðri. Everest er byggð á sannsögulegum atburði, þegar átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri á hæsta fjalli […]

Baltasar ræðir við Brolin og Gyllenhaal

Leikararnir Josh Brolin, John Hawkes, Jake Gyllenhaal og Jason Clarke eiga allir í viðræðum um að leika stór hlutverk í fjallgöngumyndinni Everest sem leikstýrt verður af Baltasar Kormáki.   Samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum þá er það Baltasar sjálfur sem er nú að stilla upp leikaraliðinu fyrir myndina, en hann hyggst samkvæmt vefsíðunni, hefja tökur í nóvember […]

Bale ræðir um leik í mynd Baltasars Kormáks, Everest

Óskarsverðlaunahafinn Christian Bale á nú í viðræðum um að taka að sér hlutverk í mynd Baltasars Kormáks, Everest, en myndin fjallar um leiðangur á hæsta fjall veraldar, Mount Everest, árið 1996. Leiðangurinn lenti í miklu óveðri og átta menn dóu á tveim dögum, sem varð til þess að árið 1996 varð mannskæðasta árið á Mount Everest. […]

Framleiðendur Sherlock Holmes vilja vinna með Baltasar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að skoða tilboð frá framleiðendum Sherlock Holmes kvikmyndanna, um að gera stóra mynd, sem hugsanlega yrði byrjunin á myndaflokki í svipuðum stíl og Sherlock Holmes myndirnar. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu segir að Baltasar Kormákur geti nú valið úr tilboðum eftir frábært gengi Hollywood-myndarinnar […]

Sony Pictures setur Everest í framleiðslu

Leikstjórinn Doug Liman er ansi upptekinn þessa daganna en ásamt því að leikstýra væntanlegu manga-myndinni All You Need Is Kill og reyna að halda sci-fi verkefninu Luna á lífi, hefur hann samþykkt að leikstýra nýrri mynd fyrir Sony Pictures að nafni Everest. Everest er byggð á bók Jeffrey Archer frá árinu 2009 og fjallar um […]