Jóker og snjómaður í nýjum Myndum mánaðarins

Októberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í októbermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Á forsíðum blaðsins eru tvær afar spennandi en ólíkar kvikmyndir, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Annarsvegar er það ný ofurhetjumyndin Joker eftir Todd Philips, með tónlist eftir Hildi Guðnadóttur, og hinsvegar er það teiknimyndin Everest – Ungi snjómaðurinn.

Joker kemur í bíó 4. október nk. og Everest – Ungi snjómaðurinn kemur einnig í bíó þann sama dag.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is