Þriðja vika Everest á toppnum!

Það er tíðindalaust á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þessa helgina. Baltasar Kormákur er þar sem kóngur í ríki sínu með stórmynd sína Everest, þriðju vikuna í röð! Meira að segja toppmyndin í Bandaríkjunum þessa helgina, The Martian, nær ekki að velta Everest úr sessi, og situr í öðru sæti, ný á lista.

everest-620x439

Í þriðja sæti listans er svo teiknimyndin Hotel Transylvania 2, sem var önnur vinsælasta myndin á Íslandi í síðustu viku.

Ein ný mynd önnur er á listanum, mafíumyndin sannsögulega Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverkinu.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxibo