Everest – Fyrsta plakat! Stikla á morgun!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, hina sannsögulegu Everest.

Eins og sést á plakatinu hér að neðan þá er hver stórleikarinn af öðrum talinn þar upp, auk þess sem kynt er undir spennuna með setningunni: „The Most Dangerous Place on Earth“, eða Hættulegasti staður á Jörðinni.

Samkvæmt vefsíðunni The Film Stage er von á fyrstu stiklu úr myndinni á morgun!

everest

 

Everest verður frumsýnd 18. september nk. hér á Íslandi.