Kynnast náttúröflunum í Everest

„Baltasar vill að við kynnumst náttúruöflunum,“ segir Jake Gyllenhaal í nýju kynningarmyndbandi fyrir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en í myndbandinu er rætt við Baltasar og nokkra leikara um það hvernig aðstæður voru á tökustað m.a.

balti

Í myndbandinu er mikið rætt um áhersluna sem leikstjórinn setur á að taka myndina upp í sem raunverulegustu aðstæðum, og ljóst er að tökferlið hefur snert leikarana mikið, enda lofar leikstjórinn stórkostlegri mynd!

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan:

Myndin segir frá hópi fólks sem er á leið upp á topp Everest, en lendir í mannskaðaveðri á leiðinni.

Á meðal helstu leikara ereu stórstjörnur eins og Jason Clarke, Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, Keira Knightley, Robin Wright og Sam Worthington.

Myndin kemur í bíó 18. september nk.