Everest – Fyrsta stikla!

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest er komin út.

Myndin er þriðja Hollywoodmynd Baltasars, en áður hefur hann gert 2 Guns og Contraband.

everest-620x439

Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes, Robin Wright, Michael Kelly, Sam Worthington, Keira Knightley og Emily Watson

„Við þurfum að bera dótið okkar á ösnum. Þetta var í janúar. Þú ert ekki bara veikur útaf því að þú ert að venjast hæðamismun, sem er mjög erfitt, því þú ert ekki vanur þessu þunna lofti, heldur er líka svo kalt,“ sagði Baltasar við tímaritið People, og átti þar við – 35 gráðu kuldann sem tökuliðið þurfti að glíma við á tökustað í Nepal, rétt við Everest.

everest_1-620x438

Handritið skrifaði William Nicholson (Gladiator) og Simon Beaufoy (Slumdog Millionaire).

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Myndin byggir á sannsögulegum atburðum um tilraun til að komast á tind hæsta fjalls í heimi, Everest. Sagt er frá tveimur leiðöngrum sem lenda í einum versta snjóbyl sem sögur fara af.

Myndin kemur í bíó 18. september nk.