Arquette á sjúkrahúsi eftir fjölbragðaglímu

Scream leikarinn David Arquette dvelur nú á spítala þar sem hann er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í fjölbragðaglímu um síðustu helgi, svokölluðu „wrestling death match.“ Hann gaf út yfirlýsingu á Twitter á mánudaginn síðasta þar sem hann ræddi meiðslin, eftir að aðdáendur hans fóru að deila ljósmyndum og myndböndum af […]

Slasaðist í átökum við Pennywise

Tökur eru hafnar á framhaldi kvikmyndarinnar It, sem gerð er eftir sögu hrollvekjumeistarans Stephen King, í leikstjórn Andy Muschietti. Aðalleikarar myndarinnar eru ekki þeir sömu og í fyrri myndinni. Til allrar óhamingju varð óhapp á tökustað um daginn þegar James McAvoy, sem leikur hlutverk Bill Denbrough á fullorðinsaldri, slasaði sig. McAvoy var í átökum við […]

Borpallur í ljósum logum – nýtt plakat úr Deepwater Horizon!

Kvikmyndaframleiðandinn Summit Entertainment sendi í dag frá sér nýtt plakat fyrir stórslysamyndina sannsögulegu Deepwater Horizon, sem kemur í bíó hér á landi 30. september nk. Myndin er með Mark Wahlberg í aðalhlutverkinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan er eins og búið sé að þysja upp að gamla plakatinu, en á því sást borpallurinn í […]

Olía gýs úr dós og sjó – fyrsta stikla

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Mark Wahlberg, hinni sannsögulegu Deepwater Horizon, er komin út, en í myndinni er fjallað um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíufyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síðustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með þeim afleiðingum að 11 manns létu lífið og 16 slösuðust, auk þess sem mikið […]

Everest – Fyrsta stikla!

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest er komin út. Myndin er þriðja Hollywoodmynd Baltasars, en áður hefur hann gert 2 Guns og Contraband. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes, Robin Wright, Michael Kelly, Sam Worthington, Keira Knightley og Emily Watson „Við þurfum að bera dótið okkar á ösnum. […]

If I Stay – fyrsta plakatið og stikla

Carrie leikkonan Chloë Grace Moretz birti nú fyrr í dag á Twitter síðu sinni, fyrsta plakatið fyrir drama-mynd sína If I Stay, sem frumsýnd verður 22. ágúst nk. í Bandaríkjunum. Kíktu á plakatið hér fyrir neðan:   Myndin fjallar um hina 17 ára gömlu Mia sem lendir í bílslysi ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan lætur lífið, og […]

Boba Fett til bjargar

Gamlir Star Wars leikarar dúkka nú upp í fréttum nær daglega eftir að fréttir bárust af kaupum Disney á Lucasfilm, og tilkynningu um gerð þriggja nýrra Star Wars mynda. Nú um helgina komst leikarinn sem lék Boba Fett í Star Wars myndinni Attack of the Clones í fréttirnar, þegar hann kom eldri hjónum til hjálpar […]