If I Stay – fyrsta plakatið og stikla

Carrie leikkonan Chloë Grace Moretz birti nú fyrr í dag á Twitter síðu sinni, fyrsta plakatið fyrir drama-mynd sína If I Stay, sem frumsýnd verður 22. ágúst nk. í Bandaríkjunum.

Kíktu á plakatið hér fyrir neðan:

ifistay

 

Myndin fjallar um hina 17 ára gömlu Mia sem lendir í bílslysi ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan lætur lífið, og hún lifir áfram en er í dauðadái.

Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Gayle Forman og fjallar um Mia Hall sem hélt að erfiðasta ákvörðun sem hún myndi nokkru sinni þurfa að taka væri hvort hún ætti að láta drauma sína rætast og fara í Juilliard tónlistarskólann, eða að taka aðra stefnu í lífinu og vera með draumaprinsinum, Adam. En huggulegur fjölskyldubíltúr breytir öllu á örskotsstundu, og núna er líf hennar skyndilega í uppnámi. Dag einn vegur líf hennar salt á milli lífs og dauða, og Mia þarf að taka eina ákvörðun, sem mun ekki aðeins hafa áhrif á framtíðina, heldur á örlög hennar.

Kíktu á stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: