Borpallur í ljósum logum – nýtt plakat úr Deepwater Horizon!

Kvikmyndaframleiðandinn Summit Entertainment sendi í dag frá sér nýtt plakat fyrir stórslysamyndina sannsögulegu Deepwater Horizon, sem kemur í bíó hér á landi 30. september nk.

Myndin er með Mark Wahlberg í aðalhlutverkinu.

Eins og sjá má hér fyrir neðan er eins og búið sé að þysja upp að gamla plakatinu, en á því sást borpallurinn í miklu meiri fjarlægð. Nú sjáum við hinsvegar borpallinn í miklu návígi, og pallinn í ljósum logum.

Aðrir helstu leikarar eru Kurt Russell, John Malkovich, Gina Rodriguez, Dylan O’Brien og Kate Hudson.

Leikstjóri er Peter Berg og handrit skrifaði Matthew Michael Carnahan upp úr blaðagrein þeirra David Barstow, David Rohde og Stephanie Saul, sem birtist upphaflega í New York Times.

Myndin fjallar um mesta olíuslys af mannavöldum í sögunni, sem varð árið 2010, þegar sprenging varð á olíuborpallinum Deepwater Horizon í Mexíkóflóa.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá það stórt: 

Deepwater+Horizon+Poster