Baltasar í kjallarann

Baltasar Kormákur hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Fólkinu í kjallaranum. Þetta kemur fram í viðtali við Auði í Fréttatímanum.

Fólkið í kjallaranum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Leikrit eftir Fólkinu í kjallaranum var sett upp í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. „Það var ótrúlega mögnuð reynsla að sjá það sem ég hafði skrifað lifna við. Ég fékk líka að vera með í öllu ferlinu og gat þannig útskýrt fyrir leikurum hvaða hugsun lægi að baki persónunum,“ segir Auður í samtalinu við Fréttatímann.

Nú er bara að bíða og sjá hvort að sagan lifni við á hvíta tjaldinu einnig.