Áfram myndirnar endurlífgaðar

Breska Carry On kvikmyndaserían, eða Áfram-myndirnar, eins og þær voru kallaðar hér á Íslandi, gætu verið að ganga í endurnýjun lífdaga, eftir 27 ára baráttu um réttinn á vörumerkinu. Nú hinsvegar verða myndirnar gerðar samkvæmt pólitískum réttrúnaði okkar tíma. Frá þessu er sagt á vefsíðunni Chortle. Brian Baker, vinur framleiðanda upprunalegu seríunnar, Peter Rogers, hefur […]

Foster gerir bandaríska Kona fer í stríð

Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster ætlar að leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndar Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Myndin er umhverfisverndartryllir, eins og það er orðað á Deadline kvikmyndavefnum, en myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna í febrúar nk. Foster mun fara með hlutverk Höllu, sem Halldóra […]

Lion King kitlan sú vinsælasta frá uppafi

Ný kitla úr nýju Lion King kvikmyndinni, sem Walt Disney Pictures frumsýndi nú á fimmtudaginn síðasta , gerði sér lítið fyrir og setti áhorfsmet á netinu. Horft var á kitluna 224,6 milljón sinnum á fyrstu 24 klukkustundunum frá því hún var birt, og varð hún þar með vinsælasta Disney sýnishorn allra tíma. Aðeins ein stikla hefur […]

Naked Gun 4 farin af stað

Margir hafa hlegið dátt yfir ævintýrum Lt Frank Drebin í Naked Gun myndunum þremur, sem eru troðfullar af sprenghlægilegum fimmaurabröndunum, en nú eru 24 ár síðan síðasta mynd var frumsýnd, The Naked Gun 33 1/3: The Final Insult.  Tímaritið Little White Lies segir nú frá því að leikstjóri og einn höfundur myndanna, David Zucker, telji […]

Hart grínast með fötlun Cranston í Intouchables endurgerðinni

Margir muna eftir hinni geysivinsælu frönsku verðlaunagamanmynd The Intouchables sem sló í gegn hér á landi og víða annars staðar. Nú er von á bandarískri endurgerð myndarinnar, og var fyrsta stiklan úr myndinni, sem heitir  nú The Upside,  frumsýnd í dag. Með hlutverk aðstoðarmannsins, sem Omar Sy lék í upprunalegu myndinni, fer gamanleikarinn Kevin Hart […]

Nýtt Ósiðlegt tilboð á leiðinni

Endurgerð kynlífs-drama kvikmyndarinnar Indecent Proposal er nú á leiðinni, en handritshöfundur er sá sami og gerði handritið að Emily Blunt tryllinum The Girl on the Train, Erin Cressida Wilson. Wilson vinnur nú að handriti leikinnar myndar Disney um Mjallhvíti og dvergana sjö. Enn er ekkert vitað hverjir gætu mögulega farið með aðalhlutverkin í myndinni. Í […]

Grafreitur gæludýranna endurreistur

Með velgengni endurgerðra kvikmynda sem gerðar eru eftir sögum hrollvekjumeistarans Stephen King, nú síðast It, þá hafa menn farið að líta í kringum sig eftir öðrum myndum hans sem hægt er að dusta rykið af og endurgera. Framleiðslufyrirtækið Paramount Pictures hefur þannig komið einni slíkri endurgerð í gang, en það er hin rómaða Pet Sematary, […]

Ferrell verður gamlinginn sem skreið út um glugga

Gerð var vinsæl kvikmynd eftir gamansögu sænska rithöfundarins Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eða The 100-Year-Old Man Who Climbed Out The Window, eins og hún heitir á ensku, árið 2013. Nú hefur Hollywood fengið áhuga á sögunni, og það er enginn annar en grínistinn Will Ferrell sem mun leika gamlingjann. Samkvæmt Empire […]

Willis í hefndarhug í fyrstu stiklu úr Death Wish

Eftir að hafa verið nær allan sinn ferill í hrollvekjugeiranum, þá hefur Eli Roth nú skipt um gír, með spennutryllinum Death Wish, sem er endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1974. Handrit myndarinnar skrifar Joe Carnahan og með aðalhlutverkið fer enginn annar en hasarstjarnan Bruce Willis. „Við vildum fá hinn frábæra, sígilda Bruce Willis aftur, […]

Önnur Murray mynd endurgerð

NBC sjónvarpsstöðin hefur pantað prufuþátt ( pilot ) af sjónvarpsþáttunum What About Barb? sem byggðir verða á Bill Murray og Frank Oz kvikmyndinni What About Bob? frá árinu 1991. Þetta er þá í annað sinn á stuttum tíma sem gömul Bill Murray mynd er endurgerð með einhverjum hætti, en í fyrra var ný Ghostbuster mynd […]

Ridley Scott vill endurgera kóreska hrollvekju

Yfirmaður kvikmyndafélagsins Fox International í Kóreu, Kim Ho-Sung, segir í nýju samtali við Screen Daily að framleiðslufyrirtæki Alien leikstjórans Ridley Scott, Scott Free Productions, eigi nú í nánum í viðræðum um að kaupa endurgerðarréttinn á kóreska smellinum, hrollvekjunni The Wailing, eftir Na Hong-jin. „Þeir sögðu að The Wailing minnti þá á kvikmyndir eins og The Exorcist, […]

Sacha Baron Cohen vill endurgera Klovn

Sacha Baron Cohen ( Grimsby, Ali G, Borat ) hefur mikinn áhuga á að endurgera dönsku gamanmyndina Klovn, sem sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2010. Eins og Empire bendir á þá er vandræðagangurinn og grófur húmorinn eitthvað sem er upp á pallborðið hjá Cohen, enda er hans húmor ekki ósvipaður. Klovn fjallar um […]

Vísindatryllirinn Starship Troopers endurgerður

Kvikmyndaframleiðandinn Columbia Pictures hefur ákveðið að endurgera vísindatryllinn Starship Troopers frá árinu 1997, eftir Paul Verhoven. Handritshöfundar nýju Strandavarðamyndarinnar ( Baywatch ), þeir Mark Swift og Damian Shannon munu skrifa handritið. Markmiðið er að búa til seríu af myndum, en þá þarf fysta myndin auðvitað að heppnast vel og fá góða aðsókn. Áður hafa verið endurgerðar Verhoven […]

Með uppvakningum í stjórnlausri lest

Uppvakningafaraldurinn heldur áfram að herja á kvikmyndagesti um allan heim. Nú á dögunum var glæný suður-kóresk uppvakningamynd frumsýnd í Bandaríkjunum, og strax er farið að tala um Hollywood-endugerð. Miðað við stikluna úr myndinni, sem sjá má hér neðar í fréttinni, þá gefur myndin skemmtilegan vinkil á uppvakningafárið þar sem fólk er nú fast í stjórnlausri hraðlest á […]

Hefndartryllir fer til Hollywood

Framleiðslufyrirtækið New Line hefur samkvæmt Deadline vefsíðunni, keypt réttinn til að endurgera kóreska risasmellinn The Man Form Nowhere, frá árinu 2010. Um er að ræða hefndartrylli í leikstjórn Lee Jeong-beom og segir frá hæglátum veðlánara með ofbeldisfulla fortíð, sem fer í stríð við dóp- og líffærasölu-glæpahring, til að bjarga barni sem er eini vinur hans. Myndin […]

Nýja Rocky Horror – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir nýju endurgerðina á söngvamyndinni frægu The Rocky Horror Picture Show er komin út og sitt sýnist hverjum. Eins og Gamesradar vefsíðan bendir á þá skiptast menn á internetinu í tvö horn, þá sem eru mjög hrifnir og hina sem finna stiklunni allt til foráttu. Talað er um að mögulega gæti stiklan slegið […]

Blind á morðstað

Screen Germs framleiðslufyrirtækið er með í undirbúningi endurgerð hrollvekjunnar See No Evil frá árinu 1971, en Mia Farrow fór þar með aðalhlutverk. Mike Scannell skrifar handritið og þeir Bryan Bertino og Adrienne Biddle frá Unbroken Pictures framleiðslufyrirtækinu, munu framleiða myndina. Í hinni upprunalegu See No Evil lék Farrow unga blinda konu sem snýr aftur á […]

Bowie mynd endurgerð

Sony kvikmyndaverið ætlar að endurgera ævintýra og tónlistarmyndina Labyrinth, en hún var síðasta myndin sem Jim Henson leikstýrði. Myndin, sem var frumsýnd árið 1986, var með Jennifer Connelly í aðalhlutverkinu, þá 15 ára gamalli, en hún þurfti að rata í gegnum völdunarhús til að bjarga ungabarninu bróður sínum, en honum hafði verið rænt af álfakonungi, […]

Breslin verður Baby – Dirty Dancing endurgerð

Hin Óskarstilnefnda Abigil Breslin, 19 ára, hefur skrifað undir samning um að leika í endurgerð sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku ABC á hinni rómuðu dans- og söngvamynd Dirty Dancing frá árinu 1987. Breslin fetar þar með í fótspor Jennifer Grey sem lék aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni, hlutverk Baby. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk danskennarans Johnny Castle, […]

Hundur leysir morðgátu

Framleiðslufyrirtækið Fox 2000 ætlar að endurgera Chevy Chase gamanmyndina Oh! Heavenly Dog. Leikstjóri verður Tim Hill, sem þekktur er fyrir að hafa gert fyrstu Alvin and the Chipmunks myndina og verið aðalsprautan í SpongeBob Squarepants bíómyndunum.  Temple Hill, framleiðendur The Maze Runner myndanna og Paper Towns, ásamt Brandon Camp, syni leikstjóra upprunalegu myndarinnar, Joe Camp, […]

Bandarískur Luther á leiðinni

Ein dáðasta breska sakamálasería seinni tíma, BBC serían Luther, með Idris Elba í titilhlutverkinu, verður endurgerð í Bandaríkjunum af sjónvarpsarmi 20th Century Fox kvikmyndaversins. Handritið skrifar höfundur upprunalegu þáttanna, Neil Cross, sem einnig er á meðal framleiðenda. Elba sjálfur verður einnig með í að framleiða þættina. Sýndar voru þrjár seríur af Luther á BBC og […]

Bandaríska The Raid með aðalleikara?

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Screen Gems hefur boðið leikaranum Taylor Kitsch aðalhlutverk í endurgerð indónesíska tryllisins The Raid samkvæmt frétt Movieweb.com Upplýsingarnar eru þó ekki staðfestar, enda er vísað til þess í fréttinni frá ónefndum aðila sem þekkir til málsins, að enn sé langt í land í að samningar náist. Það gæti líka spilað inn í að […]

Reeves vill ekki í Point Break

Keanu Reeves hefur verið beðinn um að koma fram í endurgerð brimbrettaspennumyndarinnar Point Break frá árinu 1991, en hann  lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Patrick Swayze. Reeves er þó ekki ginnkeyptur fyrir hugmyndinni: „Alls ekki,“ er svar leikarans. „Þetta er ekki minn staður að vera á.“ Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en það var […]

Reeves vill ekki í Point Break

Keanu Reeves hefur verið beðinn um að koma fram í endurgerð brimbrettaspennumyndarinnar Point Break frá árinu 1991, en hann  lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Patrick Swayze. Reeves er þó ekki ginnkeyptur fyrir hugmyndinni: „Alls ekki,“ er svar leikarans. „Þetta er ekki minn staður að vera á.“ Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en það var […]

Ný Naked Gun með Ed Helms sem Frank Drebin

Hinar goðsagnakenndu gamanmyndir Naked Gun eru á leið í endurvinnslu, með Ed Helms í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins óborganlega Frank Drebin sem Leslie Nielsen lék svo eftirminnilega í upprunalegu myndunum þremur. Thomas Lennon og R. Ben Garant, sem skrifuðu Night at the Museum, munu sjá um handritsskrifin. Helms er best þekktur fyrir leik sinn í The Hangover þríleiknum […]

Nýjar Rætur

Margir Íslendingar muna eftir sjónvarpsþáttunum vinsælu Rætur, eða Roots, sem sýndir voru hér á landi á áttunda áratug síðustu aldar. Deadline kvikmyndavefurinn segir frá því að nú standi til að endurgera seríuna, sem er frá árinu 1977. Það er History Channel sem mun endurgera seríuna, en sjónvarpsstöðin keypti réttinn til þess af Mark Wolper, syni […]

Hrollvekjan Pet Sematary endurgerð

Fyrr í dag sögðum við frá því að endurgera ætti hina goðsagnakenndu mynd Clive Barker, Hellraiser, og nú berast fréttir af því að 28 Weeks Later leikstjórinn Juan Carlos Fresnadillo ætli að snúa sér aftur að hrollvekjunum og leikstýra endurgerð á hinni sígildu hrollvekju Pet Semetary frá árinu 1989. Matt Greenberg og David Kajganich skrifa […]

Naglahaus hrellir á ný

Hrollvekjumeistarinn Clive Barker tilkynnti í síðustu viku um endurkomu sína í heim hrollsins.  Barker er þekktur fyrir að hafa m.a. leikstýrt hinni upprunalegu Hellraiser mynd. Hann leitar ekki langt yfir skammt og ætlar sér nú einfaldlega að endurgera Hellraiser með Doug Bradley aftur í aðalhlutverkinu, hlutverki Pinhead, Naglahauss ( sjá meðfylgjandi mynd ) – einum […]

Neeson harður á eftirlaunum í franskri endurgerð

Liam Neeson er fyrir þónokkru síðan orðinn einn grjótharðasti leikarinn í Hollywood, og er rétt að byrja. Síðar á þessu ári munum við sjá hann í myndinni Non-Stop, og nú hefur hann ákveðið að leika í einum spennutryllinum til viðbótar. Samkvæmt Deadline.com kvikmyndavefnum þá hefur Thunder Road fyrirtækið samið við Italia Films og hið kínverska […]

Ætla að endurgera Cujo

Það eru liðin 30 ár síðan hryllingsmyndin um hundinn Cujo var frumsýnd. Í tilefni þess hefur upprunalega framleiðslufyrirtæki myndarinnar gefið út yfirlýsingu um að þeir ætli að endurgera myndina um morðóða hundinn í tilefni afmælisins. Cujo fjallar um St. Bernard hund sem breytist í morðingja eftir að hann sýkist af hundaæði. Cujo er orðinn gamall […]