Nýja Rocky Horror – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir nýju endurgerðina á söngvamyndinni frægu The Rocky Horror Picture Show er komin út og sitt sýnist hverjum. Eins og Gamesradar vefsíðan bendir á þá skiptast menn á internetinu í tvö horn, þá sem eru mjög hrifnir og hina sem finna stiklunni allt til foráttu. Talað er um að mögulega gæti stiklan slegið nýju Ghostbusters stikluna út í óvinsældum, en stiklan sú þykir mjög umdeild, þó það segi ekkert um myndina að sjálfsögðu.

Rocky Horror stiklan hefur fengið gríðarlegt áhorf á youtube myndbandavefnum á stuttum tíma, eða nálægt ein milljón áhorf síðan hún var frumsýnd í fyrradag!

dqskfzSP34wryhnLGKNvGT-1200-80

Það er sjónvarpsstöðin Fox TV sem framleiðir myndina, en miðað við það sem við sjáum í stiklunni er þar fetað í fótspor fyrirrennarans, og parið unga minnir á parið í gömlu myndinni og Laverne Cox virðist hafa stúderað túlkun Tim Curry á klæðskiptingnum Frank-N-Furter í þaula.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og dæmdu sjálf/ur um útkomuna: