Hefndartryllir fer til Hollywood

Framleiðslufyrirtækið New Line hefur samkvæmt Deadline vefsíðunni, keypt réttinn til að endurgera kóreska risasmellinn The Man Form Nowhere, frá árinu 2010.

The-Man-From-Nowhere-620x414

Um er að ræða hefndartrylli í leikstjórn Lee Jeong-beom og segir frá hæglátum veðlánara með ofbeldisfulla fortíð, sem fer í stríð við dóp- og líffærasölu-glæpahring, til að bjarga barni sem er eini vinur hans.

Myndin sló í gegn í Kóreu í ágúst 2010. Hún sat í toppsæti aðsóknarlistans þar í landi í fimm vikur í röð, og var aðsóknarmesta mynd ársins með jafnvirði 41 milljónar Bandaríkjadala í tekjur.

Hollywood hefur gengið misvel að endurgera myndir frá öðrum löndum, en við skulum sjá hvernig til tekst í þessu tilviki.

Sjáðu blóðugt atriði úr myndinni hér fyrir neðan, þar sem barist er með hnífum, öxum, hnefum og byssum inni á almenningsklósetti: