Alheimur Bjarkar opnast – Fyrsta stikla úr Biophilia Live!

Fyrsta stikla úr nýrri tónleikamynd Bjarkar, Björk: Biophilia Live er komin út en þann 5. september nk. verður myndin frumsýnd í Bíó Paradís. Eins og segir í tilkynningu frá Bíó Paradís þá er Björk : Biophilia Live „heimildarmynd sem fangar byltingarkennda veröld Biophiliu, þar sem tónlist, vísindi og tækni sameinast.“ Alheimurinn er viðfangsefni Biophiliu en […]

Monty Python alla daga

Goðsagnir grínsins í Monty Python stigu á stokk í lifandi uppfærslu í London, en uppfærslan var sýnd á kvikmyndatjaldi í Bíó Paradís í gær. Kvikmyndahúsið hyggst svo sýna uppfærsluna á hverjum degi í ágústmánuði, en þar setur grínhópurinn, sem samanstendur af John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin, á svið sín […]

Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís

Frá og með 11. júlí til 31. ágúst verða teknar til sýninga sex listrænar kvikmyndir sem sýndar verða í Bíó Paradís, um er að ræða samvinnu við Eye on Films verkefnið, sem er alþjóðlegt tengslanet sem leitast við að tryggja dreifingu fyrstu mynda í fullri lengd eftir áhugaverða leikstjóra. Hér að neðan má kynna sér þær […]

Fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís

Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Félagi kvikmyndagerðamanna. Fyrirlesturinn ber heitið „Building a Personal Audience: What You Need to Know“ og mun Broderick í honum m.a. fjalla um hvernig kvikmyndagerðarmenn ná árangri við að byggja upp persónulegan áhorfendahóp og […]

Ferðast langar vegalengdir til þess að mennta sig

Föstudaginn 9. maí tekur Bíó Paradís til sýninga heimildamyndina Á leið í skólann (Sur le chemin de l’école) eftir Pacal Plisson sem fjallar um ferðalag fjögurra barna á leið sinni í skólann. Öll eiga þau það sameiginlegt að þurfa að ferðast langar vegalengdir til þess að geta uppfyllt drauminn, að mennta sig. Sagan gerist í Kenya, […]

Beina sjónum almennings að evrópskri kvikmyndagerð

Bíó Paradís og RÚV hafa gert með sér samning um kaup og sýningar nýjum evrópskum kvikmyndum.  Markmið kaupanna er að auka enn frekar útbreiðslu evrópskrar kvikmyndarmenningar á Íslandi og beina sjónum almennings að gæðum og fjölbreytni evrópskrar menningar. Um er að ræða ítölsku kvikmyndina Miele, sem verður sýnd í kvöld, kl 23:15. Myndin hlaut verðlaun á […]

Glaðningur fyrir káta krakka í Paradís

Stuttmyndapakki fyrir börn sem samanstendur af tólf teiknimyndir frá átta löndum, verður tekinn til sýninga í Bíó Paradís á morgun, laugardaginn 3. maí.   Eins og segir í frétt frá bíóinu þá eru myndirnar allar verðlaunamyndir sem ættu að gleðja alla káta krakka. „Tíu myndir eru án tals, ein með örlitlu ensku tali og ein […]

BDSM í Paradís

Sunnudaginn 4. maí kl. 20:00 fagnar Bíó Paradís margbreytileikanum en þá stendur BDSM á Íslandi, í samvinnu við Bíó Paradís fyrir lítilli kvikmyndahátíð eða BDSM bíó kvöldi. Sýndar verða 6 stuttmyndir sem fjalla um BDSM, erótískt blæti, draumóra, og trans fólk. Þetta er í fyrsta skipti sem BDSM á Íslandi heldur slíkt bíó kvöld en Fetish Film […]

Indversk kvikmyndahátíð haldin í annað sinn

Nú fer Reykjavík Shorts&Docs senn að ljúka og við tekur ný kvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Indverska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í dagana 8. apríl – 13. apríl og að þessu sinni verða kynntar til leiks 6 nýjar og nýlegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar verður English Vinglish eða Enskunámið. Ágóði hátíðarinnar rennur til starfsemi Vina Indlands sem vinna þarft […]

Ofurhetjumyndin Antboy hlýtur áhorfendaverðlaun!

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin var í Bíó Paradís er nú lokið, en samkvæmt fréttatilkynningu frá hátíðinni þá hlaut hátíðin stórkostlegar viðtökur. Það var ofurhetjumyndin Antboy sem fékk áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Fjölbreytt og spennandi efnistök hátíðarinnar vöktu almenna hrifningu og stóð upp úr sú gífulega þrjúbíósstemning sem myndaðist á nokkrum vinsælustu sýningum hátíðarinnar, sem vakti upp mikla nostalgíu […]

Metaðsókn á barnakvikmyndahátíð

Metaðsókn hefur verið á Alþjóðlega Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís þessa dagana. Uppselt hefur verið á flestar sýningar á Andri og Edda verða bestu vinir og á ofurhetjumyndina Antboy. Auk þessa sem troðið var út úr dyrum á frumsýningu beggja mynda. Átta myndir keppa um áhorfendaverðlaun og fylgja kjörseðlar öllum keyptum miðum og því […]

Barnakvikmyndahátíðin hefst á fimmtudaginn

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í Bíó Paradís í annað sinn. Þetta er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en í fyrra tók Bíó Paradís á móti yfir 3000 börnum á hátíðina og ljóst er að með hátíðinni hafi verið fyllt upp í ákveðið tómarúm í barnamenningu landsmanna. Að þessu sinni verða 8 […]

Þýskir kvikmyndadagar á næsta leiti

Þýskir kvikmyndadagar hefjast fimmtudaginn 13. mars í Bíó Paradís með tilheyrandi opnunarhátíð. Myndirnar spanna breitt svið, enda mjög fjölbreyttar og veita innsýn á ólíkan hátt í Þýskaland dagsins í dag. Opnunarmyndin Zwei Leben var framlag þjóðverja til Óskarsverðlaunanna og fjallar hún um sannsögulega atburði eftir síðari heimstyrjöld og hvernig ævi eftirstríðsbarna mótast af foreldrunum og […]

Örmyndahátíð í Bíó Paradís

Örvarpið mun teygja út anga sína í bíó og halda örmyndahátíð í Bíó Paradís þann 1. mars næstkomandi. Þar verða sýndar þær 13 myndir sem fengu birtingu á netinu. Einnig verður 10 sérvöldum örmyndum gerð skil. Örmynd ársins verður svo valin af valnefnd og áhorfendum og verða verðlaun í boði. Kynnir kvöldsins verður Gunnar Sigurðsson og mun Ragnar […]

Bíó Paradís opnar VOD rás

Bíó Paradís opnar sérstaka Bíó Paradís VOD rás á Leigunni hjá Vodafone þriðjudaginn 28. janúar. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öllum heimshornum sem koma til með að auka framboð gæðakvikmynda á íslenskum leigumarkaði til mikilla muna. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bíó Paradís fer þessa leið með það að leiðarljósi […]

Konur drepa hermenn

Költ kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir japönsku hrollvekjuna Onibaba frá árinu 1964 á næsta sunnudag kl. 20. Svartir Sunnudagar eru í umsjá Sigurjóns Kjartanssonar, Sjón og Hugleiks Dagssonar. Onibaba er klassísk hrollvekja frá 1964, sem gerist í miðju borgarastríði á fjórtándu öld í Japan og fjallar um tvær konur sem lifa í síki […]

Hrönn dæmir í Berlín

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, hefur verið valin í dómnefnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Berlín –Berlinale. Hátíðin verður haldin 6. – 16. febrúar 2014 næstkomandi og er einn af stærstu kvikmyndaviðburðum í Evrópu og í heiminum öllum, samkvæmt tilkynningu frá Bíó Paradís. Europa Cinemas hefur frá árinu 2003, veitt ákveðnum kvikmyndum viðurkenningu til þess að […]

Tvær flugur í einu höggi

Á sunnudaginn ætlar költ- og hryllingsmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar að bjóða upp á tvöfalda sýningu á myndinni Flugunni, eða The Fly. Um er að ræða fyrstu myndina frá árinu 1958 og svo þá seinni frá árinu 1986, sem eflaust fleiri kannast við. Um myndina segir á heimasíðu Bíó Paradísar: „Ein sú allrabesta kultklassík, þar sem hryllingur […]

Of fjarlægur menningarheimur

Þessa dagana stendur yfir kúbversk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís við Hverfisgötu en þetta er í fyrsta skipti sem kúbverskar myndir eru sýndar hér á landi.  Af því tilefni spurðum við einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, Eyjólf B. Eyvindarson, út í hátíðina, en Eyjólfur bæði valdi myndirnar sem sýndar eru, og situr í stjórn Vináttufélags Íslands og Kúbu. […]

Bíó frá Kúbu í fyrsta skipti á Íslandi

Dagana 21.–26. nóvember verður kúbönsk kvikmyndavika í Bíó Paradís. Þetta verður í fyrsta sinn sem kúbanskar kvikmyndir eru sýndar á Íslandi í kvikmyndahúsi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bíó Paradís. Sýndar verða sex nýlegar kvikmyndir, gerðar á árunum 2006 til 2011. „Kúbanir hafa framleitt töluvert af kvikmyndum síðan 1960, sérstaklega á fyrstu […]

Ástfangin af djöfullegri veru – Possession á Svörtum sunnudegi

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar er kominn á fullt skrið í Bíó Paradís og í kvöld er komið að hrollvekjunni Possession frá árinu 1981. Svartir Sunnudagar einbeita sér að kult- og klassískum bíómyndum og sýningar munu verða vikulega í vetur á sunnudagskvöldum kl. 20 í Bíó Paradís. Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Ung hjón, Mark og Anna, eiga […]

Svartir sunnudagar snúa aftur!

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar, sem á sér heimili í Bíó Paradís við Hverfisgötu, fer aftur af stað nú um þessa helgi. Fyrsta mynd vetrarins er Videodrome eftir hrollvekjumeistarann David Cronenberg, en myndin verður sýnd á DCP í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum, samkvæmt tilkynningu frá klúbbnum. Videodrome er súrealísk útfærsla á hugmyndinni um hvernig áhrif fjölmiðlar […]

Kvikmyndir.is gefur miða í bíó kl. 18

Rúmenskir menningardagar hófust á miðvikudag í Hörpu og standa framyfir helgi en meðal dagskrárliða eru kvikmyndasýningar í Bíó Paradís. Rúmensk kvikmyndagerð er í mikilli sókn, samkvæmt upplýsingum frá bíóinu, og hafa rúmenskir kvikmyndagerðarmenn á undanförnum árum unnið bæði Gullpálmann í Cannes og Gullbjörninn í Berlín. Í kvöld kl. 18 verður sýnd myndin I’m an Old Communist […]

Frumsýning: Camille Claudel 1915

Bíó Paradís frumsýnir myndina Camille Claudel 1915 á föstudaginn næsta, þann 11. október. „Stórbrotin mynd sem er byggð á sjálfsævisögu eftir höfundinn og leikstjórann Bruno Dumont, en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2013,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís. Myndin fjallar um myndhöggvarann Camille Claudel en við enda ferils síns, þjáist hún af geðrænum vandamálum. Hún […]

Fjölskyldan kemst í Paradís

Laugardaginn 21. september nk. er allri fjölskyldunni boðið í Bíó Paradís við Hverfisgötu á sýningu á lettnesku myndinni „Mamma, ég elska þig“ en myndin er sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð sem stendur til 29. september í Bíó Paradís. Á undan sýningunni verða tónleikar og veitingar í boði. Myndin hefst kl 18:00, og verður hún sýnd með […]

Bestu myndir Evrópu í Bíó Paradís – stiklur!

Evrópska kvikmyndahátíðin (e. European Film Festival Iceland / EFFI) verður haldin í annað sinn í Bíó Paradís dagana 19.-29. september nk. en henni er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða innan kvikmyndagerðar, að því er segir í tilkynningu frá Bíó Paradís. Hátíðin er haldin á vegum Evrópustofu – […]

Frumsýning:The Kings of Summer

Bíó Paradís frumsýnir bandarísku kvikmyndina The Kings of Summer á föstudaginn næsta þann 6. september. Myndin fjallar um þrjá unglingsstráka sem þrá sjálfstæði og ákveða því að yfirgefa foreldrahúsin án þess kveðja, og byggja sér hús í skóginum með þá fyrirætlun að lifa í villtri náttúru á eigin spýtur. Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir […]

Reykjavík orðin stafræn

Kvikmyndasýningarnar af filmu í Reykjavík hafa formlega verið lagðar niður, amk. í bili, þar sem Bíó Paradís á Hverfisgötu, sem hingað til hefur sýnt bíómyndir af filmum, hefur tekið í notkun stafrænan sýningarbúnað. Einnig hefur verið settur upp nýr hljóðbúnaðar. „35 mm filman hefur verið það sýningarform kvikmynda síðan reglulegar sýningar hófust á kvikmyndum fyrir þarsíðustu […]

Frumsýning: The Act of Killing

Föstudaginn 30. ágúst verður heimildamyndin The Act of Killing frumsýnd í Bíó Paradís. Um er að ræða heimildakvikmynd sem sýnir fyrrum foringja dauðasveita í Indónesíu leika fjöldamorð í öllum þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, m.a. í klassískum Hollywood glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: „Þessi nýstárlega nálgun leikstjórans Joshua […]

Frumsýning: Paradís: Ást

Bíó paradís við Hverfisgötu í Reykjavík frumsýnir myndina Paradís: Ást í dag föstudaginn 16. ágúst. Myndin er fyrsta myndin í Paradísar þríleik leikstjórans Ulrich Seidl. Þetta er leikin mynd sem segir sögu hinnar 50 ára gömlu Teresu sem ferðast til Kenýa sem kynlífsferðamaður. Í Kenýa eru konur eins og Teresa þekktar sem “sykur- mömmur” en í […]