Konur drepa hermenn

Költ kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir japönsku hrollvekjuna Onibaba frá árinu 1964 á næsta sunnudag kl. 20.

Svartir Sunnudagar eru í umsjá Sigurjóns Kjartanssonar, Sjón og Hugleiks Dagssonar.

svartir_sunnudagar_Onibaba1

Onibaba er klassísk hrollvekja frá 1964, sem gerist í miðju borgarastríði á fjórtándu öld í Japan og fjallar um tvær konur sem lifa í síki og drepa hermenn í þeim tilgangi að stela eigum þeirra. Önnur þeirra fer að vantreysta tengdadóttur sinni sem fer að bera grímu látins samúræja, en brátt verður henni ómögulegt að taka grímuna af og er því tekin sem djöfull.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: