Tvær flugur í einu höggi

goldÁ sunnudaginn ætlar költ- og hryllingsmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar að bjóða upp á tvöfalda sýningu á myndinni Flugunni, eða The Fly.

Um er að ræða fyrstu myndina frá árinu 1958 og svo þá seinni frá árinu 1986, sem eflaust fleiri kannast við.

Um myndina segir á heimasíðu Bíó Paradísar: „Ein sú allrabesta kultklassík, þar sem hryllingur og svartur húmor mætast. Myndin fjallar um vísindamann sem finnur upp aðferð til þess að senda atóm, en í prófunum á henni þá verður fluga til þess að hryllileg vera skapast.“

Sjáðu stiklu úr gömlu ræmunni hér fyrir neðan:

Og hér fyrir neðan er stikla úr þeirri frá 1986 sem leikstýrt er af hrollvekjumeistaranum David Cronenberg og er með Jeff Goldblum í aðalhlutverki:

Myndin fjallar um Seth Brundle, sem er frábær en sérvitur vísindamaður, sem reynir að heilla rannsóknarblaðamanninn Veronica Quaife, með því að bjóða henni að segja fyrst frá nýjustu uppgötvun sinni á sviði efnaflutnings, sem andstætt við allt sem menn höfðu búist við, virkar. Upp að vissu marki þá heldur Brundle að hann sé búinn að koma í veg fyrir öll möguleg mistök þegar honum tekst að flytja lifandi veru, að koma henni fyrir í sérstöku tæki og láta hana birtast annars staðar, en þegar hann prófar að gera tilraunina á sjálfum sér þá villist óvart fluga inn í eitt flutningsboxið, og Brundle finnur á sér að hann er ekki samur maður á eftir. Eitthvað hefur breyst.

Myndirnar verða sýndar kl. 20 á sunnudaginn í Bíó Paradís.