Ástfangin af djöfullegri veru – Possession á Svörtum sunnudegi

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar er kominn á fullt skrið í Bíó Paradís og í kvöld er komið að hrollvekjunni Possession frá árinu 1981.

svartir_sunnudagar_Possession

Svartir Sunnudagar einbeita sér að kult- og klassískum bíómyndum og sýningar munu verða vikulega í vetur á sunnudagskvöldum kl. 20 í Bíó Paradís.

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi: Ung hjón, Mark og Anna, eiga í hjónabandsörðugleikum. Mark grunar Önnu um að eiga í framhjáhaldi með öðrum manni, og upplifir furðulega hegðun og stórkostlega ógnvekjandi atburðarás sem gefur vísbendingar um það að um sé að ræða umfangsmeiri og skelfilegri yfirnátturlegt ástarsamband en hann grunaði í fyrstu.

Isabelle Adjani fékk leikverðlaunin í Cannes árið 1981 fyrir leik sinn í hlutverki Önnu, konu sem á í ástarsambandi við djöfullega veru í yfirgefnu húsi í Vestur-Berlín.

Með helstu hlutverk í myndinni fara auk Adjani þau Sam Neill og Margit Carstensen. 

Sýning myndarinnar hefst kl. 20.